Þar sem ekki verður ákveðið um formlegt upphaf aðlögunarviðræðna fyrr en í mars, ættu Íslendingar að nýta tímann til að undirbúa markmið sín og skilyrði. Sérstaklega í útgerð og fiskvinnslu. Enn hafa stjórnvöld ekki birt nein samningsmarkmið.
Ef Ísland gerist aðili að ESB er ekki raunhæft að gera ráð fyrir því að Íslendingar geti staðið alfarið fyrir utan sjávarútvegsstefnu ESB til frambúðar ...
Þannig hefst þriðja og síðasta greinin sem Úlfar Hauksson skrifaði í Fréttablaðið í liðinni viku og hægt er að lesa (hér #1), (hér #2) og (hér #3). Neðanmáls kemur fram að Úlfar gaf út bókin "Gert út frá Brussel?" árið 2002, sem greinar hans nú eru m.a. byggðar á.
Óhætt er að ganga út frá því sem vísu að í aðildarviðræðum komi fram krafa af hálfu einstakra ESB ríkja um aflahlutdeild á Íslandsmiðum.
Þetta segir höfundurinn í framhaldi af fullyrðingu um að "reglan um hlutfallslegan stöðugleika myndi því tryggja að lítil ef nokkur breyting yrði á úthlutun veiðiheimilda í íslenskri lögsögu". Þessi regla er síður en svo trygg, sbr. Grænbók ESB um sjávarútveg sem út kom 22. apríl 2009. Hún tryggir því ekkert. Þetta átti e.t.v. við þegar höfundurinn skrifaði bók fyrir sjö árum en gerir það ekki lengur.
Að öðru leyti er engin ástæða til að ætla að sókn ESB-þjóða á Íslandsmið myndi aukast sem nokkru nemi frá því sem nú er nema ef til kæmi gagnkvæmur réttur Íslendinga í lögsögu ESB
Að því gefnu að Ísland fái ekki undanþágu ... er engin ástæða til að ætla að önnur sjónarmið en Íslendinga yrðu ráðandi ... þar sem engin önnur ríki hefðu af því verulega hagsmuni.
Þá spyr maður: Hvað þýðir "sem nokkru nemi" í þessu samhengi og hvað eru "verulegir hagsmunir"?
Til hvers að færa formlegt ákvörðunarvald til Brussel ef það skiptir ESB engu máli? Það verður að halda því á Íslandi til frambúðar. Það er eina örugga tryggingin. Þess vegna á það að vera ófrávíkjanlegt grundvallarskilyrði í viðræðunum að Íslandsmið heyri alfarið undir íslenska stjórn en sé Brussel óviðkomandi. Ekki tímabundið heldur til allrar framtíðar. Greinar Úlfars skjóta sterkum stoðum undir þá kröfu.
Takist ekki að ná fram varanlegri undanþágu frá Brusselvaldinu yfir íslenskri fiskveiðilögsögu, verða Íslendingar að segja NEI við aðild. Alveg skilyrðislaust.
Takist það hins vegar, verða Íslendingar að segja NEI við aðild. Alveg skilyrðislaust (nema menn vilji kjósa undan sér lýðræðið, til frambúðar). Þetta snýst nefnilega ekki bara um fiskinn heldur enn frekar um lýðræðið og fjarlægt vald, sem á endanum verður alltaf til tjóns.
![]() |
Ákvörðunar að vænta í mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.12.2009 | 12:54
1.875 ESB-vottorð um fisk!
Þetta segir m.a. í frétt á vísi.is og í Fréttablaðinu í dag (hér).
Eftir breytinguna eru dæmi um að framvísa gæti þurft 1.875 upprunavottorðum vegna útflutnings fimm tonna af blönduðum fiski frá Noregi til kaupanda í Þýskalandi.
Í gær setti ég til gamans færslu með texta úr bíómyndinni The Hitchhiker's Guide to the Galaxy þar sem Vógonum er lýst sem mestu möppudýrum vetrarbrautarinnar. Mér sýnist möppudýrin í Brussel vilja veita þeim keppni.
Það er ekki bara að nú skuli skila fiskvottorðum í kílóavís.
Í Fréttablaðinu er í dag greint frá aðvörun Evrópusambandsins um jólaseríur, sem líka var greint frá í EU Observer fyrir helgina (hér). Hér á landi hefur Brunamálastofnun séð um þessi mál og Neytendastofa er líka með sérstakt öryggissvið sem kannar raftæki af öllu tagi.
Það er vissulega gott að hafa reglur um neytendavernd. En þegar yfirþjóðleg stjórn lætur sér ekki nægja að setja reglur heldur hefur menn í vinnu við það í 18 mánuði að skoða jólaseríur, þá spyr maður sig hve langt vald- og verksvið möppudýranna teygir sig.
Og ef þetta er ekki nóg mæli ég með að menn kynni sér hinar ýtarlegu jarðaberjareglur ESB (hér). Samkvæmt þeim verða jarðarber að vera a.m.k. 18 mm að breidd, lykta rétt og ekki má gleyma að "the strawberries must have been carefully picked"!
Já, Vógonarnir hafa eignast skæða keppinauta.
![]() |
Síldin skilar 15 milljörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |