Lögmálið um IceSave

Hverjar eru líkurnar á að allar örvhentar konur séu fylgjandi IceSave? En að allir rauðhærðir karlmenn séu á móti? Auðvitað engar. Þetta mál er þeirrar gerðar að svona regla getur ekki verið til.

Samt er til IceSave-regla, nánast lögmál. Reglan er svona:

Þeir sem eru fylgjandi því að Ísland gangi í ESB - og eingöng þeir - eru jafnframt fylgjandi því að IceSave skuldaklafinn verði lagður á íslenska þjóð.

Það er engin góð regla án undantekninga. Undantekningin sem sannar regluna eru fáeinir vinstri grænir, sem vegna pólitískrar skákblindu vilja kosta öllu til svo halda megi lífi í sitjandi vinstri stjórn.


Þessi samfylgni er ekki nein tilviljun. Skýringin er að langflestir IceSave sinnar koma úr Samfylkingunni. Þeir eru ekki að hugsa, tala eða kjósa um IceSave heldur um það eitt að koma Íslandi inn í Evrópuríkið.

Samfylkingin er hættulegur flokkur. Alveg stórhættulegur.

 


mbl.is Stenst Icesave stjórnarskrá?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flaggað í hálfa stöng

Dagurinn í dag er merkilegur. Runninn er upp 1. desember og við Íslendingar höldum upp á að 91 ár er liðið síðan Ísland öðlaðist fullveldi. Á sama tíma verður fullveldi 27 annarra Evrópuþjóða formlega skert.

EU flagsÍ dag tekur Lissabon stjórnarskráin gildi og þar með er Evrópuríkið formlega stofnað. Það sem í gær voru aðildarríki ESB eru í dag aðildarhéröð Evrópuríkisins. Meðfylgjandi mynd er vel við hæfi, en hún sýnir fána þjóðanna 27 blakta í hálfa stöng, ásamt bláa ríkisfánanum.

Nýlega kom út endurbætt útgáfa af samningum Evrópuríkisins eins og þeim er breytt með hinni dulbúnu stjórnarskrá sem kennd er við Lissabon. Samningurinn sjálfur hefur ekkert skánað, en bókin er skýr og auðlesin.

Þessa bók (pdf) er hægt að sækja ókeypis (hér).

Ég mæli sérstaklega með því að menn kynni sér töflu fremst í bókinni, þar sem sýnt er hvernig atkvæðaréttur fámennustu aðildarhéraðanna verður því sem næst þurrkaður út.

Ég óska öllum Íslendingum til hamingju með daginn og tek heilshugar undir kröfu Heimssýnar um að draga ESB-umsóknina til baka. Ég óska þess líka að á Íslandi verði áfram hægt að flagga í heila stöng 1. desember ár hvert. Að Íslandi verði aldrei breytt í aðildarhérað í nýja Evrópuríkinu.

 


mbl.is Vilja að ESB-umsókn verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband