Össur og ormagryfjan

... andstæðingar ESB hafa notað Icesave-deiluna til að halda því fram að Evrópusambandið hafi leynt og ljóst grafið undan Íslendingum. Það er hins vegar ómakleg ásökun og hefur margoft komið fram hjá forystu Evrópusambandsins að hún lítur á Icesave-deiluna sem algjörlega ótengda umsókninni um ESB 

Hvar hefur ráðherrann verið?

Ómakleg! Ótengd! ESB tók stöðu í málinu og er beinn gerandi í því. IceSave deilan hefur sýnt okkur aðeins undir grímuna sem Evrópusambandið ber. Tekið lokið af ormagryfjunni. Það sama gildir um tvö önnur ný dæmi.  

Annað þeirra eru viðbrögð Brussel við orðum Steingríms J Sigfússonar. Þau sýna að ESB hefur meiri áhuga á Íslandi vegna legu landsins en á hagsmunum þjóðarinnar sem landið byggir (sjá hér).

Hitt er framganga ESB á Írlandi 26. september, sem sýnir að sambandið vílar ekki fyrir sér að brjóta eigin lög og afbaka lýðræðið til að ná sínu fram (sjá hér).

ESB er ekki efnahagssamvinna heldur pólitískt valdabandalag þar sem lög og leikreglur eru látin víkja ef svo ber undir. Þótt krötum þyki óheppilegt að IceSave deilan afhjúpi sannleikann, þá verður hann að fá að koma fram. Þjóðarinnar vegna. Framtíðarinnar vegna.

 


mbl.is Ekki var við ugg í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband