18.11.2009 | 19:16
Skattarnir: Önnur tekjuöflun
Í síðasta liðnum í tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum er liður sem heitir "Önnur tekjuöflun". Þar er greint frá nýjungum og breytingum í fimm liðum.
- Hækkun tryggingagjalds
- Tekjur af útgreiðslu séreignarsparnaðar
- Frekari breytingar á tekjusköttum
- Ýmsar aukatekjur ríkissjóðs
- Auðlegðarskattur
Þessir liðir eiga að gefa samtals um 22,5 milljarða á næsta ári. Sé það sett í samhengi við fréttir dagsins er það jafnhá upphæð og þarf að greiða í vexti af IceSave í sjö og hálfan mánuð. Til viðbótar fá sveitarfélögin 2,5 milljarða í sinn hlut vegna útsvarstekna af útgreiðslu séreignarsparnaðar.
Mest af þessu fer til Tryggingastofnunar og Atvinnuleysistryggingasjóðs, en upphæðirnar undirstrika vel hversu gífurlegar klyfjar það verða fyrir þjóðina að taka á sig umdeildar IceSave-skuldir, verði það niðurstaðan.
![]() |
Hægt að sækja um að hluti tekna fari í lægra skattþrep |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2009 | 09:02
Dýrasta símanúmer í heimi
Nokkrum sinnum á undanförnum dögum hef ég séð vitnað í Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra USA, þar sem hann sagði: Who do I call if I want to call Europe?
Kissinger vissi auðvitað að Evrópa var ekki land eða ríki og sagði þetta í hæfilegri alvöru. En núna, þremur og hálfum áratug síðar, er spurningin ekki jafn röng. Nýja Evrópuríkið telur 27 af löndum Evrópu og mun fá sinn eigin utanríkisráðherra þegar það verður stofnað eftir tvær vikur.
Í dag er Hillary Clinton utanríkisráðherra USA. Embættið þar heitir Secretary of State" en titillinn í nýja Evrópuríkinu er miklu veglegri: The High Representative of the Union for Foreign Affairs and Security Policy". Hvorki meira né minna. Enda búið að skrifa heilu kaflana inn í samninga Evrópuríksins um nýja ráðherrann.
Hillary Clinton veit hvert hún á að hringja.
Undir nýja ráðherrann, sem svarar í símann í Evrópuríkinu, munu strax færast um 1.800 starfsmenn og síðar munu fleiri bætast við. Kostnaðurinn við að koma upp hinu nýja embætti er eitthvað á annan milljarðinn, mælti í vrum. Líklega dýrasta símanúmer í heimi.
Undir hann heyra líka sendiskrifstofurnar, sem verða að sendiráðum Evrópuríkisins. Þau fyrstu líklega í New York, Kabúl og Addis Ababa en alls verða þau 160. Yfirmennirnir (senior diplomats) verða framvegis sendiherrar (ambassadors) og starfsmenn nýja ráðherrans alls um 6-7 þúsund.
Ef Hillary Clinton vill hringja í Evrópuríkið hringir hún í dýrasta símanúmer í heimi.
Nema hún þurfi að hringja til fullvalda ríkis utan Evrópuríkisins, t.d. Noregs eða Sviss, þá reddar ritarinn því.
Ef hún þarf að hringja til Íslands er það Össur sem svarar í gemsann.
Sumir líta e.t.v. á það sem kost við að færa völd frá aðildarríkjunum til ráðherrans með símann að núna veit frú Clinton hvert hún á að hringja en gerir ekki meinlaust grín eins og Kissinger um árið.