ESB verður lagt niður eftir 19 daga

state of europe

Á sama tíma og Ísland sækir um inngöngu, er Evrópusambandið lagt niður. Í staðinn verður Evrópuríkið stofnað. Það gerist eftir nítján daga.

1. desember tekur Lissabon-stjórnarskráin gildi og þjóðhöfðingi Evrópuríkisins verður kjörinn. Þó ekki af þegnum ríkisins í lýðræðislegri kosningu, heldur af evrópsku stjórnmálastéttinni.

Art. 47 TEU: "The Union shall have legal personality".

Þessi 6-orða setning er líklega stysta lagagreinin sem kemur með Lissabon samningnum. Hið nýja ESB, Evrópuríkið, fær stöðu lögpersónu, þ.e. verður sjálfstætt ríki. Ríki með forseta og stjórnarskrá, löggjafarvald og ríkisstjórn, dómstóla og seðlabanka. Og með sinn eigin fána, þjóðsöng, mynt og her.

Evrópuríkið er næsta skrefið í þróuninni sem hófst 1951 með stofnun Kola- og stálbandalagsins. Síðan tók Efnahagsbandalagið við 1957, þvínæst Evrópusambandið 1993 og núna Evrópuríkið 2009. Þetta er stærsta skrefið í þessu ferli. Það gengur út á pólitískan samruna, en ekki efnahagslega samvinnu eins og kratar vilja telja okkur trú um.

 


mbl.is Fyrsti fundur ESB-nefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband