31.10.2009 | 12:42
Tekjur duga ekki fyrir vöxtum
Ríkisstjórnin skođar nú ţá leiđ ađ hćkka tryggingagjald (hér). Í viđtengdri frétt fara sveitarfélögin fram á ađ slík hćkkun auki ekki á útgjöld ţeirra. Árni Páll félagsmálaráđherra talar fyrir auđlindaskatti (hér) en á móti hugmyndum stjórnarinnar um tryggingagjald (hér).
Ţađ síđastnefnda kom fram á ársfundi Vinnumálastofnunar, en ţar sagđi ráđherrann mér hugnast ekki hugmyndir um eyrnamerkingu framlaga atvinnulífsins". En hverju getur hann ráđiđ um ţađ? Í gćr var lögđ fram álagningarskrá lögađila og er forvitnilegt ađ setja "framlög atvinnulífsins" í samhengi viđ stóru skuldina.
Tekjuskattur fyrirtćkja 35,0 milljarđar kr.
Vextirnir af IceSave 38,4 milljarđar kr.
Ţetta er stađreynd sem ekki verđur litiđ framhjá, framlög atvinnulífsins eru ţegar eyrnamerkt, ţannig séđ. Allur tekjuskattur allra fyrirtćkja á Íslandi dugir ekki einu sinni fyrir vöxtunum af IceSave. Og Árni Páll vill leggja IceSave klafann á Íslendinga. Og ţótt fjármagnstekjuskatti lögađila sé bćtt viđ ţá dugir hann rétt fyrir kaffi og međđí fyrir handrukkarana.
Skattar sem eru eyrnamerktir
Hinn stóri pósturinn í framlagi atvinnulífsins" er tryggingagjald. Ţar er hver einasta króna kyrfilega eyrnamerkt. Mest fer beint til Tryggingastofnunar ríkisins og rest til Ábyrgđasjóđs launa, Atvinnuleysistryggingasjóđs og Útflutningsráđs. Útvarpsgjaldiđ rennur til RÚV og búnađargjald fer til búnađarsambandanna.
Ţađ er til einföld lausn
Ţađ sem Árni Páll getur gert til ađ minnka eyrnamerkingu skatta er ađ standa međ ţjóđ sinni og hafna IceSave. Ţađ ćtti ađ vera skylda hans sem ráđherra.
En ţví miđur er Árni Páll í Samfylkingunni og verđur ađ fylgja línu flokksins. Hann má ekki hafna IceSave (hér). Međ dugleysi sínu hefur ríkisstjórnin, sem Árni Páll á sćti í, eyrnamerkt framlag atvinnulífsins, algerlega ađ óţörfu.
Tryggingagjald er ólíkt tekjuskatti ađ ţví leyti ađ sveitarfélögin eru jafnan stćrstu greiđendurnir. Hćkkun ţess kemur ţeim ţví illa. Međ ţví ađ afgreiđa IceSave međ sóma mćtti komast hjá ţví ađ skerđa ţjónustu og auka útgjöld sveitarfélaganna međ ţessum hćtti.
![]() |
Hćkkun tryggingagjalds auki ekki útgjöld sveitarfélaga |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)