20.10.2009 | 19:54
IceSave krossapróf
... meginástæðan fyrir því að ekki var hægt að fara með málið fyrir dóm var sú að ekki mátti leika vafi á að innistæður væru tryggðar. Ef menn féllust á að fá úr því skorið fyrir dómi mundi skapast réttaróvissa um það hvort innistæðutryggingar væru í gildi. Þar með hefði innistæðueigandi á Spáni, í Frakklandi eða annars staðar fengið tilefni til að efast um tryggingarnar og tekið út sparifé sitt. Slík réttaróvissa er óhugsandi.
Nú þegar Icesave er komið á dagskrá, eina ferðina enn, er við hæfi að rifja upp þessi orð Ingibjargar Sólrúnar, í viðtali í DV í júní. Þetta þýðir að kostirnir á krossaprófinu eru tveir:
#1
Standa fast á kröfunni um að fá skorið úr um ábyrgð að lögum áður en samið er um greiðslur. Það myndi skapa réttaróvissu, mælast illa fyrir meðal háttsettra í Brussel og verða mikil hindrun á veginum inn í Evrópusambandið.
#2
Að gefa Gordon Brown óskorað vald í málinu. Hann er þá sækjandi, verjandi, dómari og böðull. Með því eru lagðar umdeildar drápsklyfjar á íslenska þjóð, en hindrunum á "velferðabrúnni" til Brussel rutt úr vegi.
Allir kratar krossa við #2 vegna þess að Samfylkingin raknar upp ef aðildarumsóknin er slegin út af borðinu. Herópið sem heldur henni saman virkar þá ekki lengur. Tilgangurinn með tilvist hennar hverfur. Við þetta bætist yfirvofandi leiðtogakreppa þar sem Jóhanna situr ekki lengi enn á formannsstóli.
Ákafi krata í að samþykkja IceSave skýrist af þessu. Þeir eru ekki að hugsa um þjóðina, skuldirnar, lífskjörin og framtíðina, heldur um að halda flokknum gangandi.
Hvort skiptir Íslendinga meira máli, lífskjör komandi kynslóða eða líftími Samfylkingarinnar?
![]() |
Icesave ekki á dagskrá í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.10.2009 kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)