Flash of Genius (ráđ handa ríkisstjórn)

Nú, ţegar allt stefnir í ađ ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms sjái ekki annan kost en ađ gefast upp fyrir yfirgangi Breta, legg ég til ađ ráđherrar haldi vídeó-kvöld í stjórnarráđinu og horfi saman á myndina Flash of Genius.

Ţetta er sönn saga af manni sem fór í "vonlausa" baráttu fyrir réttlćti. Prófessor Kearns sem fór í mál viđ Ford Motor Company út af rúđuţurrkum, vopnađur réttlćtiskennd. Aftur og aftur var reynt ađ bregđa fyrir hann fćti, kaupa hann út úr "vitleysunni" og fá hann ofan af málaferlum. Enda ćtti hann engan séns í ţetta volduga risafyrirtćki.

Brown the bullyEn prófessorinn neitađi ađ láta voldugt fyrirtćki komast upp međ ađ víkja lögum og reglum til hliđar í krafti stćrđar sinnar.

Barátta prófessors Kearns gćti kannski blásiđ íslenskum ráđherrum baráttuanda í brjóst. Ţá skortir greinilega kjark og ţor til ađ standa á rétti sínum gegn Bretum og Brown.

Ţessi saga gerđist fyrir um hálfri öld. Viđ skulum ćtla ađ síđan ţá hafi hlutir breyst til betri vegar ţannig ađ réttur ađ lögum sé ekki fótum trođinn. Ađ sá stóri og sterki geti ekki svínađ á ţeim minni.


Deilan viđ Breta snýst ţví miđur eingöngu um hvernig íslenska ríkiđ eigi ađ gefast upp og ábyrgjast Tryggingasjóđ vegna IceSave. Hún ćtti líka ađ snúast um framgang Breta í málinu, beitingu hryđjuverkalaga og misnotkun á AGS. Hún ćtti ađ snúast um bótagreiđslur Breta til Íslands.

Ţví miđur gerir hún ţađ ekki. Annađ hvort skortir ríkisstjórnina kjark, eđa ţá ađ Samfylkingin er svo áfjáđ í ađ koma ţjóđinni inn í ESB ađ hún vill ekki styggja Breta (nokkrir íslenskir kratar eru skráđir félagar í bresku Samfylkingunni, undir stjórn Browns!). Hver sem ástćđan er ţá er ţađ ófyrirgefanlegt ađ ríkisstjórn standi ekki á rétti ţjóđar sinnar. Treysti hún sér ekki til ţess á hún ađ víkja.

 


Bloggfćrslur 17. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband