20.1.2009 | 18:30
Pólitísk sjónskekkja
Fólk mótmælir. Hver á fætur öðrum segja sérfróðir menn, innlendir sem erlendir, að fyrsta skrefið út úr kreppunni sé að endurvekja traust. Það sé ekki hægt nema með því að víkja þeim til hliðar sem stóðu vaktina þegar skútan sigldi í strand.
Geir og Þorgerður biðja um "vinnufrið" og Össur segist ekki geta séð að kröfurnar séu skýrar. Stjórnin hvorki heyrir rökin né sér þörfina.
See me, feel me, touch me, heal me.
Tommy kom upp í hugann þegar stórpopparinn Gunnar Þórðarson birtist á skjánum og tjáði sig. Reiður út í ríkisvaldið en ánægður með rythmann í fólkinu.
Taktleysi og pólitísk sjónskekkja þjaka fjölskylduna á stjórnarheimilinu. Ég legg til að Gunni Þórðar telji í og svo spili menn útgöngumarsinn hátt og snjallt meðan stjórnin gengur burt.
![]() |
Þjóðin var í Alþingisgarðinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.1.2009 | 13:52
Enginn svefnfriður á þingi
Kannski sýður uppúr dag, þá þarf enginn aðvera hissa. Það er blásið í lúðra og bílflautur þeyttar til að "vekja þingheimaf þyrnirósarsvefni". Eins og verið sé að raska svefnfriði. Hávaðinn getur skapað stemmingu fyrir meiri hávaða.
Hávaðinn magnast í æsing, læti og átök.
Það er búið að prófa margar tegundir mótmæla. Friðsamir fundir á Austurvelli, borgarfundir í Iðnó og Háskólabíói, fundir stéttarfélaganna, þögul mótmælastaða, málaðar ruslatunnur og skókast í gullkálfinn.
Í nokkur skipti hefur orðið einhver hasar og kostað nokkur egg, tvær rúður og eina rafmangssnúru og brákað kinnbein. Lætin í dag eru bara "næsta stig" í ólgunni.
Það væri svo auðvelt að lægja öldurnar talsvert, bara að sýna fólki þá virðingu að víkja þeim sem þarf að víkja, biðjast afsökunar og boða til kosninga. Ef ríkisstjórnin situr bara áfram á valdastólum eins og hún eigi valdið mun ástandið bara versna.
![]() |
Svæði við þinghúsið rýmt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)