16.1.2009 | 19:54
Kóngur vill sigla ...
Þá er það á hreinu. Framsókn hefur sett stefnuna á Brussel.
Eitt mega Framsókarmenn eiga, þeir setja fram helstu samningsmarkmið: Veiðiréttur, fiskveiðistjórnun, eigin samninga um flökkustofna og óskorað forræði yfir auðlindum. Líka að fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt. Ekki má gleyma því.
Það er eitt sem ég sakna hjá Framsóknarmönnum. Það er að taka stjórnkerfi ESB til skoðunar og kynna það fyrir Íslendingum. Athuga hvort þeim hugnast það. Kynna líka valdsvið þessa stjórnkerfis og hvernig það hefur þróast gegnum tíðina.
Fiskveðistefnan kann að vera í lagi og ábyggilega er hægt að fá sérákvæði um landbúnað eins og í Svíþjóð og Finnlandi. En það er í stjórnkerfinu sem hætturnar búa.
Þar fyrir utan er ekki hægt að fara í aðildarviðræður á árinu 2009. Frekar en að skrifa um þessa fullyrðingu (aftur) vísa ég í þessar skýringar.
What the large print giveth, the small print taketh away!
![]() |
Framsókn vill sækja um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.1.2009 | 18:00
Engar ESB-viðræður 2009
Aftur er áherslan í fréttum af Framsóknarþingi á aðildarviðræður við ESB". Samkvæmt samþykktum ESB verða ekki fleiri ríki tekin í klúbbinn fyrr en búið er að lögfesta Lissabon samninginn. Í færslunni hér á undan leyfði ég mér að fullyrða að það geti ekki orðið á þessu ári og þar með tómt mál að tala um að fara í aðildarviðræður 2009.
Ástæðurnar eru:
- Samningurinn var felldur á Írlandi, en til stendur að láta Íra kjósa um hann aftur, líklega í október.
- Tékkneska þingið hefur ekki tekið samninginn til afgreiðslu.
- Í Þýskalandi er til meðferðar kæra hjá stjórnarskrárdómstóli og er niðurstöðu að vænta á næstu mánuðum. Vinnist málið þarf að bera samninginn undir þjóðaratkvæði í Þýskalandi.
- Tékkar (og mig minnir Pólverjar líka) ætla ekki að staðfesta samninginn formlega fyrr en niðurstaða liggur fyrir á Írlandi, til að koma í veg fyrir að Írum verði stillt upp við vegg. Það stóð til að þvinga þá til að meðtaka samninginn ef 26 af 27 þjóðum segðu já eða yfirgefa Evrópusambandið ella. Á júrókratísku er það kallað voluntary exit".
- Ef gerðar verða breytingar á samningnum, til að mæta kröfum Íra, þarf að líkindum að leggja breyttan samning fram til samþykktar í öllum hinum 26 ríkjunum aftur.
- Ef allt gengur að óskum stjórnenda ESB er hægt að ganga formlega frá gildistöku samningsins í nóvember eða desember í fyrsta lagi. Samningurinn tæki þá gildi 1. janúar 2010, en gildistökuákvæðin miðast við ársbyrjun.
- Ef eitthvað af þessu gengur gegn óskum stjórnenda ESB verður enn lengri bið á að ný ríki gangi í sambandið, enda myndi það kalla á pólitísk viðbrögð og breytingar fyrst.
Sjá nánar um marklausar viðræður.
Líka þarf að hafa í huga að ESB er að glíma við kreppu þessa stundina, að það verða kosningar til Evrópuþings í sumar og að ný framkvæmdastjórn tekur við völdum í nóvember.
Á meðan ESB er enn í þessari klemmu er vandséð hvernig alvöru aðildarviðræður eiga að geta farið fram, sama hvað Framsókn segir.
![]() |
Heim í heiðardalinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2009 | 14:16
ESB: Marklaust plagg í þjóðaratkvæði?
Nú vilja margir Framsóknarmenn knýja á um að flokkurinn setji stefnuna á Brussel og loki augunum fyrir því að vegir fullvalda þjóðar liggja til allra átta. Þetta er eitt stærsta verkefni framsóknarmanna á flokksþinginu, segir Valgerður. Á borgarafundinum á mánudaginn sagði varaformaður Samfylkingar að við getum komist inn í Evrópusambandið á einu ári.
Er þetta rétt?
Það er hægt að velta upp tveimur kostum og bara spurning hvor þeirra er vitlausari.
Ef gerður er samningur á næstu 12 mánuðum. þá verður hann sjálfkrafa orðinn marklaust plagg þann dag sem Ísland ætti kost á að ganga í sambandið. Það getur ekki verið hugmyndin að ætla að láta þjóðina kjósa um það. Ekki nema það sé viljandi gert til að spila með kjósendur og draga athyglina frá kreppunni og klúðrinu.
Staðreynd: ESB tekur ekki við fleiri ríkjum fyrr en Lissabon samningurinn hefur tekið gildi.
Staðreynd: Lissabon samningurinn getur ekki tekið gildi á árinu 2009.
Staðreynd: Samningurinn hefur í för með sér verulegar breytingar á ESB.
Staðreynd: Aðildarsamningur byggður á núgildandi lögum getur aldrei orðið marktækur.
Í Kastljósinu á mánudag lagði Guðmundur Ólafsson ríka áherslu á að segja fólki satt. Hvers vegna er það ekki gert? Á þetta sjónarspil að vera upphafið að Nýja Íslandi? Hjálp!
Samninganefnd ESB getur eingöngu samið á grundvelli þeirra laga sem nú gilda. Það getur ekki verið að hún sé hafin yfir lög" og geti samið eftir hugsanlegum reglum sem ekki eru ennþá til. Samningsmarkmið Íslands eru ekki heldur til. Ef samið er eftir núgildandi reglum verður þá allt í plati?
Og hvað svo?
Bíða róleg eftir að Lissabon samningurinn taki gildi. Fyrr komumst við ekki inn.
Þegar það gerist verða breytingar á ESB svo miklar að aðildarsamningur Íslands væri sjálfkrafa orðinn marklaus í mörgum efnisatriðum. Hvað á þá að gera? Láta Framkvæmdastjórn ESB sjá um að laga hann að nýju umhverfi"? Það heitir að semja af sér. Því miður eru Evróputrúarbrögð Samfylkingarinnar orðin svo svæsin að henni væri meira en trúandi til þess. Eins og eitt stykki bankahrun sé ekki nóg. Þyrfti þá að semja við ESB upp á nýtt og kjósa upp á nýtt?
Hvað breytist með Lissabon samningnum?
Meira og minna allt. Sem dæmi, þá breytist allur texti í því sem nú eru 27 fyrstu greinar Maastricht samningsins að hálfri grein undanskilinni. Flestar greinar þar fyrir aftan breytast eitthvað eða mikið, sumar alveg. Í Rómarsáttmálanum þarf að fara aftur í 11. grein til að finna texta sem stendur óhreyfður, þar fyrir aftan eru líka miklar breytingar. Einnig eru 27 af 37 bókunum (protocols) nýjar, auk breytinga á yfirlýsingum (declarations).
Þetta eru ekki einhver smáatriði.
Miklar breytingar á stjórnkerfinu þar sem færri menn fá meira völd. Breytingar á löggjöf og valdsviði, þar á meðal færist löggjöf í orkumálum til Brussel. Einnig er skotið inn í lögin tilvísun til hins innri markaðar" hér og þar, m.a. varðandi fiskveiðar. Slíkar tilvísanir hafa verið (mis)notaðar til að fella dóma hjá Evrópudómstólnum í málaflokkum sem ekki heyra undir ESB í orði kveðnu. Það er líka umbylting í utanríkismálum, sem m.a. kemur inn á viðskipti við ríki utan sambandsins.
Hvað er hægt að semja um núna?
Ekkert af viti, satt að segja. Ísland gæti búið í haginn með því að reyna að semja sig framhjá hinni skaðlegu sjávarútvegsstefnu ESB" eins og Robert Wade orðaði það á borgarafundinum. Það gæti kannski sparað tíma en erfitt að sjá hvaða vitglóra væri í því, svona úr samhengi við boðaðar breytingar. Viðæður gætu reddað nokkrum júrókrötum kokteilpartýum í Brussel og kannski kaffi og meððí í saumaklúbbi hinnar 344 manna héraðsmálanefndar.
Hinn kosturinn
Viðsemjendur gætu farið í þykjó" og ímyndað sér að Lissabon samningurinn verði lögfestur óbreyttur og samið á þeim grunni, án lagastoðar. Ef síðan samningurinn er felldur aftur á Írlandi er allt unnið fyrir gýg. Þá er bara að byrja upp á nýtt. Það er a.m.k. jafn víðáttuvitlaust og fyrri kosturinn.
Hvernig væri bara að segja satt?
![]() |
Eignarhald auðlinda sé tryggt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)