HÓ HÓ HÓ - Jesús var steingeit

hohohoÁ aðventunni í fyrra var ég í Englandi og heyrði síðdegisþátt á Radio Five. Þáttarstjórnendurnir, maður og kona, hlógu hvort ofan í annað.

Þau voru að lesa frétt frá Ameríku sem þeim fannst svona rosalega fyndin. Hún var um jólasvein sem var rekinn fyrir að kalla hó! hó! hó!

Mynd skýrir meira en þúsund orð.

Gleðilega jólahátíð.


Eins og greiningardeildir bankanna

Þetta leit svo vel út á pappírnum. Engin áhætta og góðir vextir. Peningabréfin eru pottþétt.

Maður á ekki að þurfa að rýna í ársreikninga eða hafa próf í verðbréfamiðlun til að kaupa því bankarnir byggja tilveru sína á trausti. Eigendur bankanna reyndust ekki merkilegur pappír og fóru sínar eiginleiðir í ráðstöfun fjárins, okkur kaupendum til tjóns.

En greiningardeildir eru víðar en í bönkunum.

Þessi skýring á fiskveiðistefnu Evrópuríkisins er eins og góð auglýsing úr smiðju greiningardeildar. Það er ekkert að henni; veiðireynslan gildir og verndunarsjónarmið í öndvegi. Reyndar er hún ekki miðuð við hafsvæði eins og umlykur Ísland og því óraunhæft að bera okkur saman við Möltu. En það má semja sig gegnum það. Hún lítur svo vel út á pappírnum, stefnan.

Þeir sem ekki vilja brenna sig á sama soðinu tvisvar ættu að taka upp stækkunarglerið og bregða því á eigendur bankanna; kommisara Evrópuríkisins. Þar hefur stjórnmálastéttin hreiðrað um sig, illu heilli. Hún er lítið merkilegri pappír en bankaeigendur sem fóru sínar eigin leiðir.

Hún hefur tryggt sér "sjálfbærni" í nýju dulbúnu stjórnarskránni, sem kennd er við Lissabon og getur aukið völd sín án þess að bera það undir þegna sína. Það er svo lítið pláss fyrir lýðræði í hinu nýja Evrópuríki. Fiskveiðistefnan er ekki vandamál heldur hverjir stýra henni framvegis.

Enn eru til Íslendingar sem halda að Mary Poppins geti flogið á regnhlífinni sinni og vilja falla fyrir auglýsingum greiningardeildar Ríkisins. Þeir vilja sækja um ríkisborgararétt í Evrópuríkinu fyrir alla íslensku þjóðina. Vonum að þeir átti sig í tíma.

Gleðilega hátíð.


mbl.is LÍÚ: Óraunhæft að bera Ísland saman við Möltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bláeygir kórdrengir

Í hverjum mánuði hverfa að jafnaði 3.150 milljónir króna úr ríkissjóði í meðförum ráðuneyta og æðstu stjórnar ríkisins. Ekki er unnt að gera grein fyrir hvernig fjármununum er varið og ekki finnast kvittanir fyrir rástöfun þeirra. Grunur leikur á að peningaþurrðina megi rekja til misferlis. Af þeim sökum sér ríkisendurskoðandi sér ekki fært að árita A-hluta ríkisreiknings fyrir árið 2007.

Hver yrðu viðbrögðin ef ríkisendurskoðandi kæmist að svona niðurstöðu?

Líklega yrðu þau svipuð og í Evrópusambandinu þegar stjórn Jacques Santer varð að segja af sér 15. mars 1999, í kjölfar spillingarmála. Sem betur fer hefur ríkisendurskoðun ekki þurft að neita að árita ríkisreikning.

martaMarta Andreasen var ráðin yfirmaður endurskoðunar Framkvæmdastjórnar ESB árið 2002. Hún gagnrýndi Evrópusambandið fyrir slakt eftirlit með fjárreiðum, að nota Excelskjöl fyrir yfirlit og að fara ekki eftir bókhaldsreglum. Hún taldi verulegar brotalamir í kerfinu og að það væri opið fyrir misnotkun.

Þegar málið vakti athygli fjölmiðla var henni vikið frá störfum. Henni var gefið að sök að hafa brotið gegn starfsmannareglum með því að „sýna ekki tilhlýðilega hollustu og virðingu".

Hollenski þingmaðurinn Paul van Buitenen hefur sett fram alvarlegar ásakanir um fjármálamisferli, sem og danski þingmaðurinn Jens-Peter Bonde, sem hætti þingmennsku í maí 2008 eftir 29 ára setu. Bonde staðhæfir að allt að 10% af fjármunum sambandsins „gufi upp" með óútskýrðum hætti.

desk-1Hér á landi tala menn um spillingu íslenskra ráðamanna. Ein leið til að stemma stigu við henni sé að ganga í Evrópusambandið. Það er hrein og klár mótsögn í ljósi staðreyndanna. Íslenskir stjórnmálamenn eru bara bláeygir kórdrengir í samanburði við kollega sína í Evrópuríkinu.

Tvíhliða bókhald hefur enn ekki verið tekið upp hjá stofnunum ESB þrátt fyrir ótvíræða lagaskyldu. Spillingin er ekkert á undanhaldi í Brussel.


Bloggfærslur 23. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband