16.12.2008 | 22:55
Þetta er algjör nagli
Það er ekki furða að fylgi Gordons Brown aukist í Bretlandi. Þetta er algjör nagli sem lætur verkin tala. Við Íslendingar erum auðvitað foxillir út í hann (vonandi með réttu) vegna hryðjuverkalaganna, en ég held að þau vegi ekki þungt í auknu fylgi.
Það er sama hvert litið er, alls staðar er Gordon Brown að gera eitthvað: Hækkun tekjuskatta, fjölgun starfa, lækkun orkukostnaðar, auknar opinberar framkvæmdir, lækkun virðisaukaskatts, orkusparnaður og fleira og fleira, bara nefndu það. Hann er með allar klær úti og lætur verkin tala.
En hvað með Ísland? Hverjar eru aðgerðirnar hér?
Gjaldeyrishöft og björgunarpakki fyrir fyrirtæki. Prýðilegt. En það sem heimilum var boðið uppá er ekki upp á marga fiska. Stjórnina skortir kjark til að gera nauðsynlegar mannabreytingar af ótta við seðlabankastjóra. Hún getur ekki einu sinni klárað eftirlaunalögin skammlaust.
Forystan er þjökuð af ákvarðanafælni; það er ekkert verra en það í kreppu. Til að bæta gráu ofan á svart snúast þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nú hver á fætur öðrum í átt til Evrópusambandsins, í von um bætt persónulegt pólitískt gengi. Skítt með þjóðarskútuna.
Það er sorglegt að sjá menn eyða tíma í slíka vitleysu. Innganga í ESB er svo langt, langt, langt, langt frá því að geta nokkurn tímann orðið lausn á kreppunni. Kreppan er núna! En hugsanlegur hagur af lítillega auknu samstarfi við Evrópusambandið eftir mörg ár getur ekki bjargað neinu.
Hvenær verður kosið?
![]() |
Brown sækir í sig veðrið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.12.2008 | 17:29
Silkihanskar
Það er ekki tilviljun að auðmenn og pólitíkusar leggja mikið upp úr yfirráðum yfir fjölmiðlum. Baugsveldið og Bjöggarnir skiptu kökunni og Bakkabræður fengu sneið. Aðeins RÚV stóð eftir ómengað. Nú er dansinn stiginn á ný og einhverjir bítast um Moggann bak við tjöldin. Kannski um fleiri miðla.
Pólitíkusar setja upp silkihanska og taka vægt á þeim sem ráða fjölmiðlunum til að forðast vonda umfjöllun. Sitja jafnvel og standa eins og þeim er sagt. Voff!
Bjarni segir "... jafnvel heilu flokkarnir, eins og Samfylkingin, sem gangast inn á slíka pólitík og það er kannski það versta sem við höfum séð í spillingu, nokkurn tímann, hér á landi."
Vaaá! Það er ekkert annað.
Veit ekki hvað skal segja um þennan dóm Bjarna, en hitt veit ég að ég kaus Samfylkinguna síðast en kýs hana ekki næst. Flokkur sem gengur erinda útrásardólganna og syngur nú ómstríðan Evrópusönginn í nafni þeirra, fær ekki mitt atkvæði.
![]() |
Stjórna í gegnum fjölmiðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2008 | 12:07
Tæknileg mistök?
Það voru þá bara tæknileg mistök hjá Hæstarétti að dæma Tryggva í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Mér er slétt sama hvað Tryggvi gerir eða gerir ekki í Landsbankanum. Nú er staðan sú að útrásarruddarnir hafa sett Ísland á hliðina. Bæði Landsbankinn og Baugur eiga þar hlut að máli.
Það er ekki til að auka trúverðugleikann, eða trú nokkurs manns á nokkrum hlut, að sá sem hlaut þyngsta dóminn í Baugsmálinu skuli vera ráðinn til starfa hjá Landsbankanum. Að sýsla með fé.
Þetta er nokkuð sem Nýja Ísland þarf ekki á að halda.
![]() |
Tryggvi: Kem ekki nálægt Baugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.12.2008 | 07:51
Spriklandi á Grikklandi (fórnarlömb evrunnar)
Verður Grikkland fyrsta fórnarlamb evrunnar? Mótmælin þar í landi snúast ekki lengur um morð á unglingspilti eingöngu, heldur um fátækt, atvinnuleysi og dökkar framtíðarhorfur.
Fyrstu brestir ESB í kreppunni eru nú sýnilegir. Evran er það sem við eigum sameiginlegt með ESB, en ekki stefna, menning, saga og hefðir, segir einn viðmælandinn í fréttinni sem hér fylgir.
Kröfur fólksins á gríska stjórnmálamenn eru: "Hættið að haga ykkur eins og strengjabrúður ESB og farið að hugsa um Grikkland."
Skilaboðin til ESB eru líka skýr: Efnahagur snýst ekki bara um tölur og peninga heldur líka um landafræði, sögu, siðvenjur og þjóðarsál.
Þeir miklu peningar sem Grikkir settu til bjargar bönkunum í október duga hvergi nærri til. Simon Johnson, fyrrum hagfræðingur hjá IMF, birti grein í RGE Monitor 1. desember. Þar segir hann að það muni verða Grikkjum að fótakefli að vera komnir með evruna og hafa ekki lengur sína eigin mynt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)