23.9.2009 | 16:36
Barroso á Bessastaði
Ummæli Ólafs Ragnars eru óheppileg, svo notað sé diplómatískt orðalag. En hann er ekki einn um að tala "óheppilega" um Ísland í dag.
Portúgalski sérvitringurinn José Manuel Barroso, sem Samfylkingin vill gera að valdamesta manni íslenska stjórnkerfisins, fer nú um Írland og bullar um Ísland. Það er liður í áróðursherferð ESB til að hræða Íra til að samþykkja Lissabonsamninginn, sem þeir felldu í fyrra.
Annar furðufugl, Silvio Berlusconi, sem líka er valdamikill í stjórnkerfi ESB, sagði í vikunni að "kjarnaríki Evrópusambandsins" ættu að taka sig saman og koma sáttmálanum í framkvæmd ef ekki tekst að þvinga Íra til að segja já. Írar eru eina þjóðin innan ESB sem hefur fengið að kjósa um hina dulbúnu stjórnarskrá.
Berlusconi lýsti sjálfan sig nýverið besta þjóðhöfðingja Evrópu. Hann vill ólmur tryggja gildistöku Lissabon samningsins, enda eykur hann vægi stóru ríkjanna í ákvarðanatökum innan ESB, en minnkar vægi hinna smærri. Þeir stóru vilja ráða og munu ráða.
Þetta er glæsilegt. Nú sitja íslenskir embættismenn fram á nótt við að svara krossaprófi frá Brussel svo Samfylkingin geti komið þjóðinni undir "verndarvæng" þessara manna. Glæpamanns frá Ítalíu og portúgalsks sérvitrings með heimsveldisdrauma. Hryðjuverka-Brown er sterkur bandamaður þeirra.
Ef Ísland verður dregið þarna inn legg ég til að Bessastöðum verði breytt í sumarhús fyrir Barroso. Sérstakt forsetaembætti fyrir Ísland verður þá hvort sem er orðið endanlega óþarft.
![]() |
Íslensku bankarnir störfuðu samkvæmt reglum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2009 | 20:14
Langflottasta lið í heimi vs Liverpool
LEEDS UNITED er og verður alltaf Langflottasta lið í heimi. Það skiptir ekki máli í hvaða deild þeir spila eða hvernig leikirnir fara. Á morgun mæta mínir menn Liverpool í deildarbikarnum. Strákarnir frá Bítlaborginni verða að teljast sigurstranglegri þó að spænski barþjóninn hvíli eina eða tvær prímadonnur.
Það er svo mikill munur á boltanum í Premiership og League One að það er varla hægt að tala um sömu íþróttagrein. Það kom mér því mjög á óvart þegar ég fór á Elland Road hvað það var samt gaman að fara á völlinn. Stemmningin var meiriháttar og skemmtanagildið ekki minna þó boltinn sé ekki í sama gæðafokki og í úrvalsdeild.
Það mættu 32.500 manns, auk mín, á Elland Road þetta desemberkvöld og Langflottasta lið í heimi vann öruggan 4:0 sigur á nágrönnunum í Huddersfield. Þá skoraði Jermain Beckford (mynd) tvö mörk fyrir Leeds, en hann er einn þeirra sem enn er í liðinu. Leikmannaveltan er býsna mikil í neðrideildunum.
Síðast þegar ég sá Liverpool í bikarleik gegn liði tveimur deildum neðar, var þegar þeir mættu "Íslendingaliðinu" Stoke City. Þá var Guðjón Þórðarson stjóri hjá Stoke og Liverpool vann 8:1 (ef ég man rétt). Sá leikur var í beinni á Sýn.
En á morgun er það Leeds United, mitt lið! Auðvitað er Liverpool miklu sigurstranglegra þó maður láti sig dreyma um heimasigur. Það verður gaman að sjá Leeds loksins spila við lið úr efstu deild og góð tilbreyting frá Darlington, Northampton, Milwall og öðrum álíka liðum.
Þess verður vonandi ekki langt að bíða að allir unnendur knattspyrnunnar fái að sjá Leeds United aftur á sínum stað, í toppslagnum í úrvalsdeildinni. Okkar tími mun koma!
![]() |
Benítez reiknar með erfiðum leik á Elland Road |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.9.2009 | 16:45
ESB fáninn dreginn niður?
Það er óskandi að eigendur Morgunblaðsins finni nýjan ritstjóra sem er ekki jafn þunglega þjáður af ESB blindu og Ólafur fráfarandi. Hann hélt þjóðahátíðardag Evrópuríkisins hátíðlegan með því að draga fána ESB að húni við heimili sitt í vor.
Ég óska Morgunblaðinu alls hins besta og vona að eigendur þess finni hæfan mann í starfið sem er tilbúinn að berjast gegn því að Ísland verði hluti af ESB. Einhvern sem heldur þjóðhátíðardaginn hátíðlegan á 17. júní, undir íslenskum fána.
Það er meira en nóg að Fréttablaðið, sem er borið ókeypis í hvert hús, skrifi linnulaust gegn hagsmunum Íslands og Íslendinga. Mogginn verður að mynda mótvægi við áróðursblað Jóns Ásgeirs og Samfylkingarinnar.
Áfram Ísland, ekkert ESB!
![]() |
Ólafur lætur af starfi ritstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2009 | 17:46
Hvar situr Holta-Þórir?
Það er óskandi að bæði Bretar og Hollendingar hafni fyrirvörunum og að það þurfi að semja um IceSave upp á nýtt. Það gæti verið okkar besti möguleiki til að losa Íslendinga framtíðarinnar við þessar dæmalausu drápsklyfjar.
ÁRÓÐUR um einangrun og fjárskort var notaður til að troða IceSave gegnum þingið. Annars færi hér allt til fjandans. Hingað kæmi enginn til að fjárfesta, hingað kæmu engin lán og ekkert erlent fjármagn til framkvæmda. Hér færi allt í kaldakol. Þetta þekkja allir.
Á sama tíma biðu Japanir með 126.000 milljónir eftir svari og nú bíða Kínverjar með töskufylli af dollurum. Þeir vilja fjárfesta á Íslandi en verður trúlega hafnað þar sem þeir eru ESB ekki þóknanlegir. En kanadískur jöfur fékk að kaupa orkufyrirtæki í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð.
Það er til nóg af peningum og nóg af fjárfestum um allan heim. Hræðsluáróður Holta-Þóris og týnda forsætisráðherrans heldur ekki. Það þarf ekki að samþykkja kröfu ESB og AGS um að láta þjóðina borga IceSave til að fá fjárfesta og peninga til landsins, þeir bíða í röðum. Það er ekki hægt að nota það vopn gegn þjóðinni lengur.
![]() |
Óska eftir trúnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2009 | 13:10
Vonbrigði Evu Joly
Það hljóta að vera mikil vonbrigði fyrir Evu Joly að Barroso skuli hafa verið endurkjörinn forseti Framkvæmdastjórnar ESB. Eitt af hennar helstu baráttumálum, með framboði til Evrópuþings, var að koma honum frá. Enda telur hún Barroso duglausan og hafa staðið sig illa í starfi.
Þetta eru líka vonbrigði fyrir Íslendinga.
Barroso studdi Breta í IceSave deilunni og sá til þess að ESB stóð með málstað þeirra. Tryggði framgang nauðasamninganna. Það gerði hann til að tryggja sér stuðning Breta í kjörinu í embætti forseta Framkvæmdastjórnar.
Endurkjör Barrosos gefur Íslendingum ærna ástæðu til að draga til baka umsókn Íslands um aðild að ESB.
![]() |
Barroso endurkjörinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.9.2009 | 12:57
Koma svo! Áfram Ísland.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.9.2009 | 12:54