"Ef við göngum í evruna ..."

Evrópusamtökin bentu í gær, á bloggsíðu sinni, á tvö viðtöl í erlendum fjölmiðlum og var annað þeirra tekið af BBC við dr. Baldur Þórhallsson.  Í textanum er hinn viðmælandinn, Frosti Sigurjónsson stjórnarmaður í Heimssýn, ekki nefndur. Eftir að hafa hlustað á viðtalið við þá Baldur og Frosta efast ég um að Evrópusamtökin hafi hlustað á það, því framganga Baldurs er síður en svo málstað aðildarsinna til framdráttar.

Tvisvar í viðtalinu talar hann um að ganga í evruna!

if we would join the euro ...

our only solution is membership of the euro ...

Rauði þráðurinn í málflutningi Baldurs eru krónan-er-dauð "rökin". En það er hrópandi mótsögn í málflutningi prófessorsins. Fyrst segir hann að það sé lífsspursmál fyrir Ísland að fá evruna: "we desperately need the euro". Og í næstu andrá að við þurfum ekki að bíða í áratug eða meira, því Ísland geti tekið upp evruna eftir 4-5 ár.

Þá er spurningin:
Ef möguleikar Íslands á efnahagslegri endurreisn eru svo stórkostlegir að við gætum uppfyllt öll Maastricht-skilyrðin eftir aðeins 2-3 ár, hver á þörfin fyrir þýsk-franska mynt? (Það þarf að uppfylla skilyrðin í 2 ár samfellt áður en hægt er að skipa um mynt.) Það myndi kalla á hraðferð að grískri fyrirmynd, sem hefur reynst hörmulega, vægast sagt.

Ég mæli eindregið með að menn hlusti á viðtalið. Þátturinn er langur, svo dragið sleðann á 33:25 mínútur, þar hefst viðtalið. Vek sérstaka athygli á lokaspurningunni (What´s in it for Brussels?) og svari Baldurs við henni. Viðtalið er tæpar 7 mínútur að lengd. Frosti kemur vel út og hefði að ósekju mátt fá meiri tíma.

Vissulega nefnir prófessorinn fleira en að ganga í evruna, s.s. þátttöku í samstarfi þjóðanna, að við tilheyrum Evrópu og eigum sameiginlega arfleifð, en stóri áherslupunkturinn er: Við verðum að ganga í evruna.

Í viðtengdri frétt varar Uffe Ellamann-Jensen hins vegar við því að líta á inngöngu í Evrópusambandið sem efnahagsleg bjargráð.

 


mbl.is Segir of snemmt að fara í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband