NÝIR DRAUGAR (tilbúnir 7. júní)

DraugarNei, ég er ekki að tala um Gláminn með glyrnurnar, ekki um óperudrauginn og hvorki um móra né skottur eða góða drauginn Casper. Heldur alvöru drauga. Drauga af holdi og blóði sem eru hannaðir í Brussel og verða smíðaðir í næstu viku. Og þetta er alveg dagsatt!

Enn ein birtingarmynd fáránleikans verður afhjúpuð þegar 18 draugar verða kjörnir á Evrópuþingið. Phatnoms of the Parliament eru þingmenn sem fá að sitja sem áheyrnarfulltrúar án atkvæðaréttar. Þeir fá "observer status" og þiggja full þingmannslaun.

Og hvernig stendur á þessu?

Það verða kjörnir 754 þingmenn í kosningunum í næstu viku. Ekki 736, eins og gildandi reglur Nice sáttmálans segja til um, heldur 754 samkvæmt Lissabon samningnum. Sá samningur var ekki samþykktur og er ekki í gildi, en strákunum í Brussel (sem hundleiðist allt lýðræði) datt það snjallræði í hug að kjósa eftir honum samt.

Þessir draugar eiga að breytast í fullgilda þingmenn þegar Lissabon samningurinn verður lögtekinn. Ó já, ekki ef heldur þegar. Þeir gætu þurft að vera draugar í allt að tvö ár.

Það er búið að ákveða úrslitin fyrirfram; samningurinn skal samþykktur þegar Írar verða látnir kjósa um hann í annað sinn. Þeim leiðst svo lýðræðið, strákunum í Brussel.  


Hvað er lýðræði?


Samkvæmt brussel-evrópskri orðabók:
lýðræði = þú gerir eins og stjórnmálastéttin er búin að ákveða að sé þér fyrir bestu.

En þetta verður í síðasta sinn sem strákarnir í Brussel þurfa að svína á lýðræðinu með því að beita brusselsku orðabókinni sinni. Með gildistöku Lissabon samningsins verður lýðræðinu endalega úthýst úr Evrópusambandinu. Þegnarnir munu framvegis aldrei kjósa um neitt sem skiptir máli. Í besta falli nokkra drauga á þing.


mbl.is Fyrstu umræðu um ESB-tillögu lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein ESB-tillagan á Alþingi

 


137. löggjafarþing 2009
Þskj. 55  -  54. mál.



 
Tillaga til þingsályktunar

um undirbúning þess að gera ríkisstjórn Íslands hæfa til að takast á við kreppuna.

 
Flutningsmenn: Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri, óþekkti þingmaðurinn
og aðrir þeir sem eru með bein í nefinu

 

Alþingi ályktar að fela utanríkismálanefnd Alþingis að undirbúa breytingar á stjórnarskrá, sem nauðsynlegar eru, til að tryggja að fullveldi Íslands verði ekki framselt, hvorki með aðild að Evrópusambandinu né nokkrum öðrum hætti.  Einnig tillögur að þeim lagabreytingum öðrum sem nauðsynlegar kunna að reynast.

 

Greinargerð.

Flutningsmenn telja að nauðsynlegt sé að tryggja þjóðarhag til frambúðar með því að slá þessa vitleysu út af borðinu í eitt skipti fyrir öll. Að því búnu geta Alþingi og ríkisstjórn varið kröftum sínum í að sinna því sem máli skiptir.

Og hana nú!

 

 


mbl.is Minni ágreiningur en ætla mátti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar? Hvaða kosningar?

Á morgun verður lögð fram tillagan um aðildarumsókn Íslands að ESB og stjórnarandstaðan undirbýr mótleik. Í tilefni af því er rétt að íhuga aðeins kosningarnar til Evrópuþingsins, sem eru rétt að bresta á.

Ugly_EuropeÞað verður byrjað að kjósa á fimmtudaginn í næstu viku og kosningunum lýkur annan sunnudag. Í Fréttablaðinu í dag er grein eftir Einar Má Jónsson um kosningaumræðuna í Frakklandi, sem er prýðilegt innlegg í þá íslensku.

Það sem stjórnmálafræðingar og fjölmiðlamenn segja um frambjóðendur og kosningabaráttuna sýnir hvað Evrópuþingið er fjarlægt almenningi. Nokkrir punktar úr grein Einars Más:

  • Nú er Rachida Dati fallin í ónáð, Sarkozy ætlar að losa sig við hana með að senda hana í skammarkrókinn á Evrópuþinginu í Strassborg ...
  • Michel Barnier var ráðherra og enginn tók eftir honum, bráðum verður hann væntanlega kominn á þing í Strassborg þar sem enginn mun heldur taka eftir honum.
  • Varla nokkur maður í Frakklandi virðist taka þessar Evrópukosningar alvarlega, og margir leiða þær með öllu hjá sér.
  • "Hvaða kosningar?" spyrja þeir ef þær ber á góma ...
  • Menn vita að á þetta þing í Strassborg eru einkum sendir þeir sem menn vilja af einhverjum ástæðum losa sig við úr stjórnmálum
  • Þeir eru sárafáir sem velja af sjálfsdáðum þetta þing ... flestir þeir sem þangað dæmast taka þann kostinn að láta sem sjaldnast sjá sig ...


Auðvitað skipta kosningar til Evrópuþings engu máli varðandi Evrópusambandið sjálft. Innan ESB er lýðræði algjört aukaatriði og kosningarnar bara óþægilegt formsatriði sem þarf að uppfylla. Þegnar Evrópuríkisins munu aldrei fá að kjósa um pólitíska stefnu, hvað þá einstök mál.

En kosningarnar eru samt ekki tilgangslausar.

"Menn líta stundum á þessar kosningar sem nokkurs konar "alvöru" skoðanakönnun sem leiði í ljós breytingar á fylgi flokka" segir Einar Már í grein sinni. Það er ekki óþekkt á Íslandi að hefna þess í héraði sem hallaðist á þingi. Þessi dýra skoðanakönnun er af sama meiði. Úrslitin endurspegla pólitíkina heimafyrir en tengjast ekki pólitísku starfi Evrópusambandsins. Lokaorð greinarinnar eru í takt við það: "Þannig hafa kosningarnar a.m.k. fengið einhvern tilgang."

 


mbl.is Sameiginleg ESB-tillaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlusta allir sjálfstæðismenn á Bylgjuna?

"Þú vilt ekki missa af Reykjavík síðdegis" segir hún stundum, konan í útvarpinu. Í gær, á hægrideginum, var gerð skoðanakönnun hjá Reykjavík síðdegis. Hún er ábyggilega ekki eins marktæk og hjá Capacent, úrtakið óljóst og skekkjumörk talsverð. En niðurstaðan gefur vísbendingu.

Fylgi flokkannaSamkvæmt könnuninni hefur Sjálfstæðisflokkurinn aukið fylgi sitt verulega, en ef kjörfylgi stjórnarflokkanna væri það sama og könnunin sýnir myndu þeir missa helminginn af 34 þingmönnum sínum. Fylgið hefur hrapað um meira en helming.

Þessi niðurstaða segir okkur annað hvort: a) að Sjálfstæðismenn séu duglegri við að hlusta á Reykjavík síðdegis en aðrir, eða b) að fylgi stjórnarflokkanna hafi dalað verulega. Ef b-skýringin er rétt má eflaust rekja það að hluta til ESB-ofstækisins og að hluta til meints aðgerðarleysis í málum sem varða heimilin og hinn almenna borgara.

StjórnarfylgiÞað síðastnefnda kemur líka fram í hratt dvínandi trú á störfum ríkisstjórnarinnar. Aðeins áttunda hverjum þátttakanda finnst stjórnin standa sig vel á meðan nærri 70% gefa henni slæma einkunn.

Sveiflurnar á rúmum mánuði eru með hreinum ólíkindum.

 


Landsbankinn fær sér togara

Munu bankarnir fara að frysta síld? Endar útgerð í ríkiseign? Ef banki eignast kvóta, verður hann þá innkallaður með fyrningarleið eins og kvóti útgerðarfélags?

Í upplýsingum um fyrningarleiðina, á vef Samfylkingarinnar, er að finna ýmsa athyglisverðu punkta. Hér eru nokkrir úr stefnuritinu Skal gert (bls. 58-59) sem varða kvóta sem kemst í eigu banka:

  • Ætla má að við núverandi aðstæður geti fjöldi sjávarútvegsfyrirtækja orðið gjaldþrota og veðsettar aflaheimildir lent í eigu bankastofnana.
  • Leita þarf leiða til að endurúthluta þeim aflaheimildum sem hverfa frá núverandi handhöfum með útboði ...
  • Aflaheimildir séu ekki varanlegar heldur úthlutað til tiltekins tíma í senn og gegn gjaldi.
  • Aðrar aflaheimildir þarf síðan að afskrifa á hæfilega löngum tíma, gegn niðurfellingu veiðigjalds, og endurúthluta með sama hætti.


Spurningar sem vakna eru t.d. þessar:

  • SaltfiskurÁ að innkalla kvóta í bankaeign á 20 árum, um 5% á ári?
  • Ef svo, er það þá með "fyrningarleið" án endurgjalds?
  • Fengi bankinn þá leigugjaldið fyrir kvótann á fyrningartímanum?
  • Myndi þá sama regla gilda um ríkisbanka og aðra banka?
  • Þyrfti Landsbankinn e.t.v. að fá sér togara til að nýta verðmætin?
  • Er hugsanlegt að það standist ekki lög að innkalla kvóta bankans án endurgjalds?
  • Hvaða gjald myndi þá ríkið greiða bankanum á hvert kíló?
  • Svo kemur stóra spurningin: Ef bankinn fengi greiðslu, er þá hægt að innkalla keyptan kvóta útgerðarmanns án þess að greiðsla komi í staðinn?
  • Verður ekki sama regla að gilda um alla kvótaeigendur?
  • Hvað ef bankinn er erlendur, hver er réttarstaðan?


FæreyjarSvo er allt önnur spurning í þessu dæmi hvort rétt sé að nýtt kvótakerfi komi í staðinn fyrir það gamla. Pólitísk úthlutun gegn veiðigjaldi. Það væri kannski ráð að líta til nágranna okkar í Færeyjum, en "færeyska fiskidagakerfið" hefur reynst þeim betur en kvótinn. Það er byggt á sóknarmarki.

Innleiðing á því yrði síður en svo flóknari en að skipta óréttlátu kvótakerfi út fyrir pólitískt. Kannski meira um það síðar, ef tilefni er til.

 


mbl.is Síldarfrysting hafin á Vopnafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótareglur afnumdar 2012

Sjávarútvegsráðherrar ESB ákváðu að afnema reglur um úthlutun fiskveiðikvóta. Samkvæmt BBC á að minnka miðstýringu og auka völd aðildarríkjanna. Þetta á m.a. að sporna gegn brottkasti og er liður í breytingum á sjávarútvegsstefnu ESB sem taka eiga gildi...

Ósýnilegu kýrnar í ESB

Hversu oft hefur því verið haldið fram að með inngöngu í ESB muni verð á matvælum lækka hér á landi? Samkvæmt viðtengdri frétt er mjólk talsvert dýrari í ESB-löndum en á Íslandi. Þar greiða neytendur um eina evru fyrir lítrann. Jafnvel þótt gengi...

JAFN ATKVÆÐISRÉTTUR sparar milljarða

Jæja, þá rúllar boltinn af stað. Össur búinn að leggja fram tillöguna um velferðarbrú til Brussel. Án þess að sækja til þess umboð til þjóðarinnar. Án þess að far að leikreglum lýðræðisins. Samt er ítrekað talað um að efla lýðræðið og bæta stjórnsýsluna....

JÓN SIGURÐSSON (ekki sá eini sanni)

Jón Sigurðsson skrifar pistil á Pressuna sem síðan skrifar frétt um pistilinn. Jón er fyrrum ráðherra og fyrrum seðlabankastjóri og fyrrum formaður flokksins sem vill halda Græna herberginu. Pistill hans er um ágæti þess að Ísland gangi í Evrópusambandið...

Verður TONY BLAIR næsti forseti Íslands?

Tony Blair er líklegastur til að verða fyrsti maðurinn til að gegna hinu nýja forsetaembætti í ESB. Hann verður þá forseti næstu fimm árin, en kjörtímabilið er 2 x 2,5 ár. Ef Íslandsvinurinn Gordon Brown hrökklast frá völdum í Bretlandi og getur ekki...

VARÚÐ! "Yfirvofandi ..."

"Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, ræddu yfirvofandi umsókn Íslendinga um aðild að Evrópusambandinu í tengslum við fund EES-ráðsins í Brussel í vikunni." Þannig hefst frétt á bls. 8 í Fréttablaðinu í gær....

Góður afli ... en hvað svo?

"Ímyndum okkur að evrópskur sjávarútvegur væri bæði arðbær og sjálfbær atvinnuvegur." Þannig byrjar Joe Borg, sjávarútvegsráðherra Evrópuríkisins, grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið í gær. Hann þarf að láta sér duga að lygna aftur augunum og láta sig...

Freudian slip hjá Jóhönnu?

. "Við megum ekki láta hagsmuni fárra víkja fyrir hagsmunum margra." Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi á mánudaginn. Hún las ræðuna af blaði. Var þetta villa í handriti, mislestur eða mismæli? Nema að...

Trúarjátning Samfylkingarinnar

"Ég met það svo að það sé meirihluti fyrir því að það verði farið í aðildarumsókn ..." "Bara það að sækja um aðild tel ég að muni færa okkur í átt til stöðugleikans ..." "... það eitt að sækja um held ég að muni strax styrkja okkur ..." "... síðan fer...

Read The Fucking Manual

Að setja Ísland inn í Evrópusambandið er eins og að reyna að spila DVD disk í gamla vídeótækinu: Það gengur ekki, þó tækið sé ágætt til síns brúks. Read the fucking manual ! Hagkerfið, atvinnuhættir, fæðingartíðni, fólksfjöldaþróun, hagvaxtarmöguleikar,...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband