18.5.2009 | 22:20
Ef ríkið eignast öll fyrirtækin ...
Þessa dagana eru nýju ríkisbankarnir að taka yfir hvert fyrirtækið á fætur öðru, síðast Icelandair. Stjórnmálamenn í öllum flokkum tala um að æskilegt sé að koma fyrirtækjum ríkisins sem fyrst í hendur nýrra eigenda. Selja þau mönnum sem geta rekið þau á arðbæran hátt.
Ríkið á ekki að reka bókabúðir á samkeppnismarkaði, nógu slæmt er að það fékk viðskiptabankana í fangið. Það eru allir á einu máli um að Landsbankinn á ekki (að þurfa) að reka bókabúð og símafélag, Íslandsbanki að reka verkfræðistofu og flugfélag eða Kaupþing að reka bílaumboð og kjötvinnslu.
Sumir tala um að selja fyrirtækin til starfsmanna. Þeir hafa skilning á rekstrinum og sterkan vilja til að reka þau með hagnaði. Hvatinn liggi í því að þá geti allir starfsmenn notið afrakstursins.
Það virðast allir sammála þessu.
Sömu lögmál gilda um rekstur samfélagsins. Ef íbúarnir sjá um reksturinn sjálfir, eru miklu meiri líkur á að samfélagið sé rekið á hagkvæman hátt þar sem allir geta notið afrakstursins.
Að biðja Brussel að reka Ísland er jafn gæfulegt og að láta Kaupþing reka sláturhús.
Þrátt fyrir þetta vill forsætisráðherra láta möppudýr Evrópuríkisins sjá um að reka Ísland framvegis.
![]() |
Leiði mótun sjávarútvegsstefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.5.2009 | 17:30
Ræður hún við þetta stelpan?
Það ráðherraembætti sem Katrín Júlíusdóttir fékk verður heldur betur krefjandi á komandi misserum.
Í morgun var Vísir með frétt af því að hinn nýi iðnaðar- og orkumálaráherra hafi fundað með utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, m.a. varðandi samstarf á sviði endurnýjanlegra orkugjafa.
Svo kemur viðtengd frétt um opnun umsókna um rannsóknarleyfi á Drekasvæðinu vegna hugsanlegrar olíuvinnslu. Þá hefur tvísýn staða Landsvirkjunar mikið verið í fréttum og þau mál munu rata inn á borð ráðherrans.
Þetta eru ekki nein smámál!
Ef marka má það sem Jóhannes Björn sagði í Silfri Egils í gær mun framtíðarskipan orkumála hafa algjör úrslitaáhrif á afkomu þjóðarinnar í framtíðinni. Hann talaði um orkusölu til álvera sem "rugl" og "gjafir" og það verður allt annað en auðvelt fyrir ráðherra að standa gegn straumnum í þeim málum. Krafan um enn fleiri álver er hávær og þegar byrjað að byggja eitt.
Ég bendi á grein sem Jóhannes Björn hefur skrifað á vefsíðu sína (hér og hér) um orkumál. Það sem hann ræddi í Silfrinu í gær kemur fram í seinni greininni. Séu orkumálin jafn afgerandi um framtíð Íslands og hann heldur fram þá er eins gott að hinn nýi ráðherra sé bæði með sterk bein, snjalla ráðgjafa og góða aðstoðarmenn. Iðnaðarráðuneytið árið 2009 er hvorki staður né stund fyrir "starfsþjálfun" handa ungum pólitíkus, það þarf öflugt framtak og fagleg vinnubrögð.
Umfjöllun um Jóhannes Björn í Silfrinu er í síðustu færslu.
Í ljósi þess hve Jóhannes reyndist ótrúlega sannspár um vanda bankanna, kreppuna hér og hvernig kreppan birtist víða um heim, hrun bílaiðnaðarins, þróun á gull- og olíuverði og margt fleira, er full ástæða til að skoða alvarlega það sem hann segir um orkumál á komandi árum.
Nýi ráðherrann getur ekki stólað á flokkinn sinn. Samfylkingin hefur eina og aðeins eina stefnu í öllum málum, sem er að ganga í ESB og taka upp evru. Ef Jóhannes hefur eitthvað til síns máls tel ég að enginn kostur sé verri en að glutra frá sér löggjafarvaldinu í orkumálum. Það er beinlínis hættulegt.
![]() |
Aker og Sagex með umsóknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.5.2009 | 13:27
Silfur Egils: Energí og trú
Á meðan kommissarar í Berlaymont slökkva eldinn í pappírstæturunum getum við notað tímann og hugleitt það sem mestu skiptir um næstu framtíð Íslands. Og það er ekki að taka þátt í slökkvistarfinu í Berlaymont, nóg er um eldana hér á Fróni.
Silfur Egils var fróðlegt og efnismikið að venju. Hefði getað haft yfirskriftina "Energí og trú". Fjórmenningar ræddu um það energí sem setja þarf í aðgerðir svo framtíðin verði trúverðug. Samtalið við Paul Bennet var til að auka trú á að til séu lausnir og er efni í margar bloggfærslur (kannski síðar).
Svo kom Jóhannes Björn talaði um orkuna sem hið stóra mál framtíðarinnar.
"Ef þetta breytist ekki er þjóðin glötuð"
Þetta sagði Jóhannes og var að tala um skrýtinn rekstur á Landsvirkjun og það sem hann kallaði rugl; að gefa álverum orku. Hann talaði um að verða sjálfbær í orkumálum, að rækta meira grænmeti, framleiða eigið eldsneyti á allan vélarflotann og fleira. Í orkunni liggja tækifærin í framtíðinni.
"Þetta er gífurleg sjálfstæðisspurning"
Já, það er þetta með grænmetið sem Jóhannes nefndi og vert er að staldra við.
Sjálfstæðisspurningin varðar ekki bara eignarhald á auðlindum, heldur líka hvaða reglur gilda um nýtingu þeirra og hvar löggjafarvaldið í málaflokknum liggur. Nú gæla menn við hugmyndir um inngöngu í Evrópusambandið; hvernig ætli það samræmist reglum þess að selja bændum ódýrara rafmagn til ylræktar?
... the right to be supplied with electricity of a specified quality within their territory at reasonable, easily and clearly comparable and transparent prices
Textinn er úr rafmangskaflanum í ESB reglum, Internal market for energy. Hvað er "comparable price"? Hvernig á að taka mið af reglunum um "innri markaðinn"? Ég veit ekki svarið, en er ekki viss um að innan ESB mættum við selja bændum ódýrara rafmang að óbreyttu.
Með Lissabon samningnum verður löggjöf á sviði orkumála færð frá aðildarríkjunum til Brussel. Ágætt að hafa það í huga ef menn hlusta á Jóhannes Björn tala um orkumálin; þessa gífurlegu sjálfstæðisspurningu. Ef þau verða jafn mikilvæg í framtíðinni og hann heldur fram má ekki skilja eftir minnstu óvissu í þeim efnum.
Þær geta leynst víða "IceSave gildrurnar" og á meðan annar stjórnarflokkurinn rekur ESB-málið sem trúboð er honum ekki treystandi til að varast gildrur. Eina örugga leiðin til að varast þær er að standa utan við Evrópusambandið.
![]() |
Eldur í höfuðstöðvum ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2009 | 09:14
Já, meira svona - minna ESB
Það eina sem vantar í frétt Mbl.is er að taka fram að þessi nýi samningur fellur sjálfkrafa úr gildi, hvað Ísland varðar, ef landið gengur í Evrópusambandið. Samningurinn við Kanada tekur gildi eftir 44 daga. Þá verða felldir niður tollar af iðnaðarvörum sem Ísland flytur til Kanada. Auk fríverslunarsamnings var gerður tvíhliða samningur um landbúnað.
Það er hægt að leita sóknarfæra víða um heim. Viðskiptin við Kanada hafa ekki verið mikil hingað til en nýr samningur veitir ný tækifæri. Þeirra á að leita þar sem von er um vöxt og uppgang, eins og í Kanada. Ekki með því að einangra Ísland í Evrópusambandinu, þar sem fá merki er að finna um uppgang næsta áratuginn.
Ef Ísland leggur inn umsókn um aðild í júní, eins og stefnt er að, verður viðræðum við Kína hætt um leið. Þar hyrfi möguleiki á öðru vænlegu sóknarfæri.
![]() |
Tollar á útfluttar iðnaðarvörur falla niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2009 | 17:44
Tvö lönd í stafrófsröð
Útþenslukommissarinn Olli Rehn er fastagestur í íslenskum fjölmiðlum.
Hann flytur okkur reglulega fréttir af því að Ísland sé velkomið í ESB. Stundum talar hann um "engar undanþágur" og stundum lýsir hann þessu sem keppni við Króatíu um að verða 28. ríkið í Evrópusambandinu.
Í þessari frétt upplýsir hann að báðum löndunum í biðröðinni verði raðað í stafrófsröð. Íslandi og Króatíu. Af því að Króatía sé Croatia á ensku muni það "komast fyrr inn" og sigra í keppninni um 28. sætið eftirsóknarverða. Croatia mun komast í mark árið 2011.
Til að halda okkur nú volgum segir hann að það sé "fræðilegur möguleiki" að bæði ríkin fái aðild sama dag. Olli Rehn er orðinn fyrirliði í víkingasveit hinnar nýju útrásar Íslendinga.
Gordon Brown, formaður bresku Samfylkingarinnar, er líka örugglega tilbúinn að hjálpa.
![]() |
Króatía á undan Íslandi í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2009 | 12:29
Útrásarvíkingarnir - Part Two
13.5.2009 | 20:38
Óþolandi krata-lýðræði
13.5.2009 | 16:55
Steingrímur J greindur ESB-jákvæður
Evrópumál | Breytt 14.5.2009 kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.5.2009 | 12:41
Gamall sófi, meiri bjór.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2009 | 18:37
Persónukjör en ekki þjóðaratkvæði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 14:40
Sorrý, EVRAN er dauð!
11.5.2009 | 20:56
Fiskur er framandi auðlind í ESB
11.5.2009 | 15:35
Verði ljós! Villuljós.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2009 | 01:13
Tímasprengja í farangrinum
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.5.2009 | 23:27
Til hamingju! Með hvað???
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)