6.10.2010 | 00:01
GETRAUN: Hvar er Ísland?
Í yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands til ESB frá 27. júlí 2010, segir þetta í 28. lið:
"Ísland hefur skilning á þörfinni fyrir sameiginlega sjávarútvegsstefnu í Evrópu og ekki þarf að líta nema einu sinni á Evrópukortið til að sjá að slík stefna er nauðsynleg."
Verðlaunagetraun:
Á meðfylgjandi Evrópukorti eru aðildarríki ESB eru auðkennd með grænu. Það þarf ekki einu sinni að líta á kortið til að svara eftirtöldum spurningum.
1) Hvar á hnettinum er Ísland?
2) Hvað liggur fiskveiðilögsaga Íslands að lögsögu margra ESB ríkja?
3) Hvaða vitglóra er í að íslensk útgerð falli undir sjávarútvegsstefnu ESB?
Í verðlaun fyrir þrjú rétt svör er flugferð fyrir einn til Brussel. Aðra leiðina. Fararstjóri er Össur lokbrá.
Fleira fróðlegt má sjá um yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands í pistli Jóns Baldurs. Hins vegar er engin skýrnig gefin á því hvers vegna sagt er "í Evrópu" í tilvitnunni hér að ofan. Ætli Norðmenn viti af þessu?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2010 | 12:57
Rumpy-Pumpy sýnir klærnar
Forseti Evrópuríkisins, óþekkti Belginn sem enginn kaus, er farinn að slá um sig í Brussel. Núna vill hann breyta leikreglunum til að geta refsað þeim sem ekki haga sér skikkanlega í efnahagsmálum. Í þessu plaggi segir Van Rompuy m.a.:
Whenever possible, decision-making rules on sanctions should be more automatic and based on a reverse majority rule, implying a Commission proposal is adopted unless rejected by the Council.
Í samningum ESB er ekki að finna neina stoð fyrir "reverse majority rule".
En í augum valdastéttarinnar brusselsku er það tæknilegt smámál sem má leysa, með því að sveigja framhjá gildandi lögum. Á vefnum sér maður Van Rompuy æ oftar kallaðan Rumpy-Pumpy af þegnum Evrópuríkisins, sem lýsir álíka mikilli virðingu og miðlungs þingmaður nýtur á Íslandi.
Á sama tíma tilkynnir Íslandsvinurinn Olli Rehn að neyðarlán til Írlands verði notuð til að þvinga Íra til að breyta stefnu sinni í skattamálum atvinnufyrirtækja. Þessi stefna var einmitt eitt af þremur stóru atriðunum sem urðu til þess að Írar felldu Lissabon samninginn 2008. Þeir fengu "stjórnmálasamþykkt" sem tryggingu fyrir sjálfræði og voru svo látnir kjósa aftur um óbreyttan samninginn 2009.
Það tók ESB aðeins eitt ár að svíkja Írland.
Enn er til fólk á Íslandi sem reynir að telja sjálfu sér og okkur hinum trú um að ESB sé ekki annað en samvinna fullvalda ríkja á afmörkuðum sviðum. Jafnvel umsókn Belgans og barónessunnar um að fá ESB viðurkennt sem sjálfstætt fullvalda ríki dugir ekki til að opna augu þess.
5.10.2010 | 01:59
Vík til hliðar
Þegar þingmenn þurfa lögregluvernd til að laumast bakdyramegin inn í þinghúsið, eftir þingsetningu, er þingið komið á leiðarenda.
Þegar átta þúsund manns safnast saman til að mótmæla undir stefnuræðu forsætisráðherra, er ríkisstjórnin komin á leiðarenda.
Já takk Jóhanna, víktu til hliðar, það hjálpar.
![]() |
Ofvaxið getu stjórnarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2010 | 12:38
Guttavísur
Þingeyingar flagga í hálfa stöng, enda boðaður mikill niðurskurður í heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Guðbjarti heilbrigðisráðherra hefur verið boðið að sitja fund um málið á Húsavík.
Það er viðeignadi að rifja upp Guttavísur í tilefni dagsins.
Guttavísur
Sögu vil ég segja stutta
sem að ég hef nýskeð frétt.
Reyndar þekki þið hann Gutta,
það er alveg rétt.
Óþekkur er ætíð anginn sá,
út um bæinn stekkur hann
og hoppar til og frá.
Mömmu sinni unir aldrei hjá
eða gegnir pabba sínum!
Nei, nei það er frá!
Allan daginn út um bæinn
eilíf heyrast köll í þeim:
Gutti, Gutti, Gutti, Gutti,
Gutti, komdu heim!
Andlitið er á þeim stutta
oft sem rennblautt moldarflag.
Mædd er orðin mamma hans Gutta,
mælir oft á dag:
Hvað varst þú að gera, Gutti minn?
Geturðu aldrei skammast þín
að koma svona inn?
Réttast væri að flengja ræfilinn.
Reifstu svona buxurnar
og nýja jakkann þinn?
Þú skalt ekki þræta, Gutti,
það er ekki nokkur vörn.
Almáttugur, en sú mæða
að eiga svona börn!
Gutti aldrei gegnir þessu.
Grettir sig og bara hlær.
Orðinn nærri að einni klessu
undir bíl í gær.
O'n af háum vegg í dag hann datt.
Drottinn minn - og stutta nefið
það varð alveg flatt.
Eins og pönnukaka.
Er það satt?
Ó, já, því er ver og miður,
þetta var svo bratt.
Nú er Gutta nefið snúið.
Nú má hafa það á tröll.
Nú er kvæðið næstum búið.
Nú er sagan öll.
![]() |
Borgarafundur boðaður á Húsavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2010 | 16:37
Er þetta frétt að skrýtla?
Önnur málsgrein fréttarinnar endar á þessari setningu: Frumvarpið hefur ekki enn verið lagt fram. Samt segir í fyrirsögn að 65% séu fylgjandi frumvarpi Árna Páls.
Það sem helst hefur komið frá ráðherranum um málið eru fyrstu viðbrögð, daginn sem hæstiréttur felldi úrskurð um vexti af gengistryggðum lánum, sem áður höfðu verið úrskurðuð ólögleg.
Sumarið 2009 voru líka margir fylgjandi Icesave frumvarpinu, en það var áður en nokkur maður fékk að lesa samninginn. Væri ekki ráð að bíða með að kanna skoðun fólks þangað til eitthvað skriflegt hefur verið kynnt, eins og t.d. frumvarp til laga?
Þessa dagana er verið að senda mönnum bakreikninga vegna bílalána, sem þó hafa verið greidd upp. Aðrir telja breytingu á sumum húsnæðislánum vera óhagstæða. Veit einhver hvernig þetta verður í frumvarpinu? Um hvað var spurt? Hverju var fólk að svara?
Árni Páll boðaði líka breytingar á lánum fyrirtækja. Þó þannig að sum fengju leiðréttingu en önnur ekki, þar sem ekki þyrfti að aðstoða félög "með sterkar gengisvarnir" eins og hann orðaði það. Hvernig verður það útfært? Er hægt að setja lög sem leyfa sumum en öðrum ekki?
Þessi sami ráðherra hefur áður lýst hugmyndum sínum í fjölmiðlum, t.d. um tryggingagjald og atvinnuleysisbætur, sem síðan hafa ekki orðið að neinu. Sjáum frumvarpið fyrst og metum það svo.
Ég vona sannarlega að það finnist einhver lausn, sem hægt er að setja í lög. Lausn sem sátt skapast um og færir málin til betri vegar. Lausn sem léttir á vanda hins almenna borgara og þeirra fyrirtækja sem þurfa að veita atvinnu.
Á meðan ekkert er komið fram annað en óformleg viðbrögð eins ráðherra í viðtali, áskil ég mér rétt til að bíða með að fagna. Traust mitt á stjórnamálamönnum er ekki meira en það.
![]() |
65% fylgjandi frumvarpi Árna Páls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2010 | 16:47
Hvur er það sem glottir svona?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.10.2010 | 01:51
Súrrealískt ástand og aumingjagæska
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2010 | 08:45
Jæja, tökum nú 'Secret' á þetta
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)