12.1.2009 | 00:49
Vá! Þeir koma alveg í kippum.
Það er naumast að þeir fjölmenna hingað Skandínavarnir. Undanfarnar vikur hafa þeir komið hver á eftir öðrum til að segja okkur hvað Íslendingum sé fyrir bestu í Evrópumálum. Sumir með inngöngu, aðrir á móti.
Fyrir áramót sendi Uffe Elleman Jensen okkur heilræði, Göran Person kom og talaði alveg ókeypis og finnski forsætisráðherrann Matti Vanhanen ákvað að gera okkur þann greiða að undirbúa umsókn Íslands í byrjun desember.
Peter Örebech miðlaði af norskri reynslu á fundi um sjávarútvegsmál og nú koma norskir fulltrúar til að beita sér gegn aðild Íslands að ESB, líklega af því að það er gott fyrir Noreg.
Eins er með Trostilla ráðuneytisstjórann finnska, hann vill styðja inngöngu Íslands í Evrópusambandið af því að það er gott fyrir Finnland.
Og þeir eru fleiri Finnarnir sem hafa tjáð sig um Ísland og ESB; heimspekingurinn Thomas Wallgern er á móti, djasssöngkonan Johanna Iivanainen er með.
En hvað með Ísland?
Verða ekki Norðmenn að treysta því að við áttum okkur sjálf á hagsmunum sem við eigum sameiginlega með þeim? Og bæði þeir, Finnar, Danir og Svíar að leyfa okkur að velja það sem er gott fyrir Ísland?
Það getur verið fín lína á milli hollráða og afskiptasemi.
Ég held að Íslendingar geti alveg fundið það út hjálparlaust að Evrópusambandið er ekki góður kostur. Í það minnsta ekki á þessum tímapunkti.
![]() |
Sagðir beita sér gegn ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2009 | 21:45
Að bera saman epli og skrúfjárn
Það er nokkuð ljóst að fiskveiðar og yfirráð yfir auðlindum hafsins við Ísland, verður eitt af stóru málunum í Evrópuumræðunni sem framundan er.
Sérstaða Íslands í þessum málum er veruleg. Í flestum löndum Evrópusambandsins er sjávarútvegur mjög léttvægur og nýtur opinberra styrkja. Á Íslandi er þessi atvinnugrein meginstoð sem þarf að reka á arðbæran hátt til framtíðar. Vægi hennar hefur aukist við hrun bankanna.
Hvort sem menn eru með aðild að Evrópusambandinu eða á móti, þá er klárt að ef til samninga kæmi yrði sá hluti sem fjallar um fiskveiðar að stórum hluta nýsmíði. Stefnan er ekki sniðin að þeim aðstæðum sem hér ríkja og varla hægt að nefna fordæmi til að fara eftir.
Nýlega var talað um Möltu sem hliðstæðu, sem ekki er raunhæft. Einn, annars aldeilis ágætur Framsóknarmaður, benti á Azoreyjar og Kanaríeyjar. Sá samanburður er ekki raunhæfur heldur þar sem báðir þessir staðir falla undir "útnára-undanþáguna" í 349. grein Rómarsáttmálans. Að bera Ísland saman við þessa staði er eins og að bera saman epli og skrúfjárn.
Samningur yrði því mjög flókið verk og þarf að huga að hverju smáatriði. Þar að auki hefur sú stjórn sem nú situr ekki umboð til slíkra viðræðna svo af þeim getur ekki orðið fyrr en nýtt þing hefur verið kosið og ný stjórn tekið við.
Fyrir fróðleiksfúsa, þá læt ég fyrri hluta 349. gr. fylgja:
Taking account of the structural social and economic situation of Guadeloupe, French Guiana, Martinique, RéUnion, Saint-Barthelemy, Saint-Martin, the Azores, Madeira and the Canary Islands, which is ompounded by their remoteness, insularity, small size, difficult topography and climate, economic dependence on a few products, the permanence and combination of which severely restrain their development ...
(Grálituðu nöfnin eru ekki inni í greininni eins og er en stendur til að bæta þeim við.)
![]() |
ESB myndi stjórna hafsvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.1.2009 | 10:04
Það lifir enginn við þessa vexti
"Þjóðin á að kjósa um það" segir Þorsteinn í Samherja í viðtali um aðild að ESB. Efnisflokkurinn er Sjávarútvegur í umfjöllun Mbl.is um Evrópumál.
Þorsteinn setur þetta allt í samhengi, sem eðlilegt er; sjávarútveg, atvinnu, gjaldmiðilsmál og vexti. Spurningin sem hann vil kjósa um er þessi: "Hvort er líklegra að efnahagur landsins rétti fyrr úr kútnum með eða án aðildar?"
Þessu er ég algerlega ósammála.
Það skall á kreppa í október 2008. Það er rangt að líta á inngöngu í ESB sem svar við þeirri kreppu, eingöngu. Það þarf að horfa miklu lengra fram í tímann. Það þarf að líta á hver kostnaðurinn er til lengri tíma litið.
Ef vera í slíku sambandi reynist ekki besti kosturinn, þegar litið er 20 eða 50 ár fram í tímann, þá getur verið betra að taka sér 10 ár í að rétta úr kútnum utan þess en 7 ár innan þess. Það dugir ekki að pissa í skóinn.
Það væri súrt að þurfa að líta til baka síðar og útskýra fyrir komandi kynslóðum: Það kom kreppa haustið 2008 og þá ákváðum við að ganga inn til að spara smá vinnu!
Og af því að efnisflokkurinn heitir "Sjávarútvegur" þá er hér ein lítil pæling. Það eru allnokkrar breytingar boðaðar á samningum ESB, t.d. er boðað að fyrsti töluliður í 38. grein Rómarsáttmálans verði svona:
The Union shall define and implement a common agriculture and fisheries policy.
The internal market shall extend to agriculture, fisheries and trade in agricultural products. "Agricultural products" means the products of the soil, of stockfarming and of fisheries and products of first-stage processing directly related to these products. References to the common agricultural policy or to agriculture, and the use of the term "agricultural", shall be understood as also referring to fisheries, having regard to the specific characteristics of this sector.
Það sem er feitletrað eru nýjungar eða breytingar frá núgildandi ákvæðum.
Ef rýnt er í tvær fyrstu setningarnar, hvaða þýðingu hafa þær fyrir útgerð til framtíðar? Ef hægt er að fella dóma í málaflokkum sem ekki heyra undir sambandið, á grundvelli reglna um innri markaðinn, getur það þá átt við um fiskveiðarnar líka? Hversu vel hafa menn rannsakað boðaðar breytingar? Er hugsanlegt að "IceSave gildrur" leynist í smáa letrinu?
Nú má vera að þetta sé allt gott og ekkert að óttast. En það er full ástæða til að skoða málin frá öllum hliðum. Innganga í Evrópusambandið er ekkert grín og alls ekki tjaldað til einnar nætur.
What the large print giveth, the small print taketh away!
![]() |
Þjóðin á að kjósa um aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2009 | 08:07
Valgreen sagði fleira en þetta
Þessi hagfræðingur - sem varaði við bankakreppu tveimur árum fyrir hrun - fékk skammir og óblíðar viðtökur á sínum tíma. Skyldu menn vera tilbúnir að hlusta núna?
Að taka upp evruna er ekki lausn á öllum vandamálum. Bankarnir hefðu hrunið jafnvel þótt Íslendingar hefðu haft evruna. Meginvandamálið var ekki myntin eða hagkerfið, heldur bankarnir sjálfir.
Þannig hefst næst síðasti hluti greinar Valgreens. Eftir öll upphrópin um "ónýta krónu" og töframeðalið evru, á fyrstu vikum eftir hrun, eru augu okkar hægt og bítandi að opnast fyrir því að sökin liggur ekki þar. Krónan er enginn gerandi í hruninu heldur gráðugir glæframenn sem misnotuðu hana; smæð hennar og skort á vörnum/reglum.
Hvort þurfum við frekar, að kasta krónunni eða loka á fjárglæframenn?
Þau vandræði sem Valgreen rekur til krónunnar eru of hátt gengi hennar. Það, ásamt háum stýrivöxtum gerði lán í erlendri mynt fýsileg, sem leiddi til gjaldeyriskreppu. Í lokakafla greinar sinnar telur hann upp nauðsynlegar aðgerðir, sem sagt er frá í mbl-fréttinni, og segir svo:
Síðan þegar innlendum stofnunum og verðbólguvæntingum hefur verið komið í eðlilegt horf er hægt að fara að hugleiða upptöku evrunnar. Það er þó ekki víst að þess þurfi. Það er ekki ljóst hvers vegna lítið, mjög opið hagkerfi, þar sem stór hluti af útflutningi er vörur en ekki þjónusta, ætti að taka upp alþjóðlega mynt.
Íslenska krónan verður gjaldmiðill okkar næstu tíu árin hið minnsta, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Jafnvel innganga í Evrópusambandið getur ekki breytt því. Við ættum því að haga okkur í samræmi við það og hlúa að henni frekar en tala hana niður og úthrópa sem geranda í hruninu. Það var mannanna verk.
Forgangsverkefni í stjórnkerfinu er að auka sjálfstæði Seðlabankans og setja yfir hann stjórn skipaða mönnum og konum sem uppfylla kröfur um menntun, reynslu og fagmennsku.
![]() |
Íslensk stjórnvöld harðlega gagnrýnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2009 | 23:04
Þetta hefur ekki heppnast nógu vel hjá Mogganum
Það er gott framtak hjá Mbl að taka á máli málanna. Alls staðar eru menn að tjá sig um Evrópusambandið og gjaldmiðlamál og því vel til fundið að hafa vandaða kynningu. Birtar hafa verið margar greinar um efnið en því miður virðist sem þessi kynningarherferð hafi misst marks.
Það er of mikið að ætla að gera 12 efnisflokkum góð skil á 12 dögum.
Við flestar fréttir sem birtar eru á Mbl.is má sjá bloggfærslur, stundum í tugavís. Það heyrir hins vegar til undantekninga ef einhver skrifar blogg við ESB fréttir úr þessu kynningarátaki. Ástæðan er fyrst og fremst að þær "týnast" í sérstökum ESB flipa í valmynd efst á síðunni. Þær sem rata inn í almennar eða innlendar fréttir eru settar þar eldsnemma á morgnana og eru svo horfnar af fyrstu skjámynd þegar almennar morgunfréttir eru birtar.
Reyndar eru sumar ESB fréttanna þannig að þær mega alveg hverfa en aðrar eru mjög fínar og eiga ekki síður erindi til lesenda en fréttir af hálku, mótmælum og rafmagnsleysi.
Það voru til að mynda birtar átta fréttir/greinar um stjórnkerfi og stofnanir ESB og sex um orku og auðlindir. Ég leyfi mér að efast um að þær hafi fengið mikinn lestur.
Vonandi að Mbl.is hugsi þetta aðeins upp á nýtt. Láti duga tvo efnisflokka á viku í staðinn fyrir einn á dag. Þetta eru upplýsingar sem margir leita eftir en lítið gagn í þeim ef þær "týnast" eða fara framhjá lesendum. Svo mætti leggja aðeins meiri vinnu í sumar greinanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.1.2009 | 11:29
Ertu nú alveg viss um?
9.1.2009 | 17:12
Ísland er ekki áhrifalaust utan ESB
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2009 | 12:34
NEI NEI NEI. Þetta getur ekki verið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2009 | 08:54
Kyngirðu?
8.1.2009 | 19:06
Sjáið þið ekki heildarmyndina strákar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.1.2009 | 12:18
Svo mælir stækkunarkommissar ESB
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2009 | 21:39
Ingibjörg Sólrún til varnar Davíð Oddssyni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.1.2009 | 13:07
70,3% Íslendinga vilja meira sólskin
6.1.2009 | 09:09
En hvað með fæðingarorlofið?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2009 | 19:42
Já, en hvað verður um FLOKKINN?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)