"Já ómögulega eða nei ómögulega"

Áramótaskaupið var meiriháttar. Sterkasta myndin er án efa fjallkonan sem var kefluð og hlekkjuð við vegg á meðan dólgar af ýmsum gerðum léku sér óvarlega með fjöreggið. Fjallkonan var tákn íslensku þjóðarinnar í skaupinu. Hótunarstíll Jóhönnu var líka á sínum stað.

_fjallkonan

"Getum við fengið Pólverjana aftur?" spurðu viðskiptavinir Krónunnar eftir að hafa fengið ýmis sérkennileg svör frá starfsmönnum á kassa. Eitt þeirra var þegar viðskiptavinur vildi ómögulega fá afritið. Kassadaman spurði "já ómögulega eða nei ómögulega?" Frábært atriði.

Núna glímir forsetinn við klemmu sem mætti einmitt lýsa með þessum orðum. Sumir telja að hann geti ómögulega sagt já, aðrir að hann geti ómögulega sagt nei.

Segi forsetinn já og skrifi undir Nýja IceSave er hann orðinn "meðsekur" í því skemma IceSave lögin frá því í sumar. Nýju lögin ganga út á að veikja fyrirvara laganna og um leið stöðu Íslands. Þau auka verulega hættuna á að efnahagur þjóðarinnar verði skaðaður alvarlega og menn búi hér við skert lífskjör um áratuga skeið.

Segi forsetinn nei gerist hann ekki sekur um neitt. Hann gefur þá frá sér valdið og vísar því til þjóðarinnar. Þjóðin tekur á ákvörðun í beinum og lýðræðislegum kosningum. Verði lögin felld gerist ekki annað en það að lögin sem Alþingi samþykkti 28. ágúst standa þá óbreytt. Lögin sem Jóhanna Sigurðardóttir sagði að væru skynsamleg og eðlileg niðurstaða. 

fjallkonan

Hvort sem forsetinn segir nei eða já, mun ríkisábyrgðin standa. Einnig það að við borgum. Um það er því miður ekki hægt að kjósa. Eini munurinn er að með því að hafna hinum skelfilegu lögum frá 30. desember verður okkur gert þetta heldur skaplegra og hættan á því að leggja efnahaginn í rúst minnkuð verulega.

Vonum að forsetinn standi með þjóðinni og gegn ríkisstjórn Jóhönnu sem sagt hefur þjóð sinni stríð á hendur í uppgjöfinni fyrir Gordon Brown. Að forsetinn losi fjallkonuna úr hlekkjunum og segi nei.

 


mbl.is Skora á forsetann að staðfesta Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Frábær uppsetning á grein.Styð hana og undir með þér.

Ingvi Rúnar Einarsson, 3.1.2010 kl. 16:54

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Talvan er alltaf stríða mér.Ég missi alltof oft orð út úr skrifum mínum.

Styð greinina þína og tek undir með þér.

Ingvi Rúnar Einarsson, 3.1.2010 kl. 16:58

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir þetta.

Annars er hér annar brandari: "Tryggjum að tiltekinn hluti þjóðarinnar (15-20%) geti með undirskrift sinni átt frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslu um öll stórmál."http://www.vg.is/kjordaemi/kosningaaherslur---vegur-til-framtidar/aukid-lydraedi/

Þetta er úr stefnuskrá VG fyrir kosningar. Hvatinn fyrir þessu var bæði Icesave og Evrópumálin. 

Það er ekkert af orðum þeirra, sem hafa ekki verið svikin.  Það er í raun hætt að vera fyndið í ljósi afleiðinganna.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.1.2010 kl. 17:23

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

 Góðar pælingar.

Þegar ró kemst svo loks á í landinu eftir x mörg ár og nýtt fólk komið til áhrifa og fjórflokkurinn dauður þá riftum við þessum ógerningi með þeim rökum að samningar gerðir undir þvingunum og ógnum hafi ekkert lagagildi í þessu landi. Gerðir fyrri ríkisstjórna sem gengu gegn mannréttindum borgarana, settu grunnstoðir samfélagsins í verulega hættu, ógna afkomu núlifandi kynslóða, ógna möguleikum framtíðarkynslóða landsins og setja velferðakerfi landsins í uppnám eru óásættanlegar og verður rift og hafa þar með ekkert gildi lengur.

Ljúft er að láta sig dreyma

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 3.1.2010 kl. 17:45

5 Smámynd:

Frábær pistill. Já og skaupið var kannski ekki eins fyndið og stundum áður en mun beittara og hitti beint í mark.

, 4.1.2010 kl. 19:55

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk öll fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Herra Ólafur Ragnar Grímsson gerði sitt í dag til þess að leysa fjallkonuna úr hlekkjunum. Nú þurfum að að fylgja þessu eftir og tryggja að hin vondu Nýju-IceSave lög verði ekki að veruleika.

Haraldur Hansson, 5.1.2010 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband