"Is the ice safe?"

Það er fljótlegt og einfalt að ná sátt í IceSave. Bara gefast upp, láta undan öllum kröfum Breta og borga allt sem þeir heimta. Enda er það í grunninn stefna ríkisstjórnarinnar í málinu, eins og upphaflega IceSave frumvarpið ber með sér. Blekkingarfréttir um að reikningurinn verði ekki nema 75 milljarðar eru af sama meiði.

Að ná réttlátri niðurstöðu þar sem farið er að lögum, er snúnara.

Menn geta velt fyrir sér hvernig málin hefðu þróast ef á Íslandi byggju 30 milljónir en ekki 320 þúsund. Hefðu Bretar dregið fram hryðjuverkalög úr vopnabúrinu þó svo að til staðar hafi verið önnur mildari úrræði sem áttu betur við? Hefðu þeir sett það sem skilyrði að Íslendingar afsöluðu sér rétti að fá skorið úr um ábyrgð að lögum? Hefðu þeir misnotað ítök sín í AGS? Hefðu þeir beitt ESB í málinu? Ábyggilega ekki.

Sá skaði sem Bretar hafa valdið með yfirgangi og fantaskap er örugglega meiri en nemur hinni meintu skuld Íslendinga. Þeir eiga að taka erlendar eignir Landsbankans og láta svo málið niður falla. Þær duga fyrir 90% af forgangskröfum, að sögn.

Að því búnu á að semja um bótagreiðslur Breta til Íslands. Þess í stað rær Norræna velferðarstjórnin að því öllum árum að reikna út hvað hægt er að pína íslenska skattgreiðendur til að borga Bretum næstu áratugina. Þetta er meira en lítið galið.

Í réttarríkjum á 21. öld á hnefarétturinn ekki að fá að ráða. Þótt Bretar séu 190-sinnum fleiri en við á það ekki að skipta máli. Sá sem hefur réttinn sín megin er aldrei minni máttar, ekki þar sem leikreglur samfélagsins eru virtar. Að ætla Íslendingum að borga nokkur hundruð milljarða í stríðsskaðabætur vegna Björgólfsfeðga og IceSave er hrein og bein sturlun.

 


mbl.is Berjast til að ná Icesave-sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta verður farsakenndara með hverjum degi. Jóhanna grætur það að við skulum vera í gíslingu Breta og Hollendinga í dag, en á sama tíma er Daniel Gros settur inn í Seðlabankann. Brussel í seððlabankann og framsókn gengst fyrir því????

Fjandi held ég að Jóhanna sé ánægð með Sigmund í dag. Fljótt skipast veður í lofti.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.10.2009 kl. 13:52

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er verið að kötta einhverja díla hérna? Hrossakaup? Hvað fær Framsókn í staðinn?

Jón Steinar Ragnarsson, 15.10.2009 kl. 13:53

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Já Jón Steinar, það er margt skrýtið í þessu.

Getur verið að Jóhannes Björn hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann talar um ábyrgð pólitíkusa í þessari grein (er í fimmtu málsgrein).

Getur verið að skýringa á hörkunni sé að leita annars staðar en á Íslandi? Daily Mail birti þessa frétt strax í janúar, en hún fékk litla umfjöllun hér. Kannski að hún geti samt varpað ljósi á brjálaða atburðarásina í október í fyrra.

Alla veganna er ekki heil brú í IceSave niðurstöðunni.

Haraldur Hansson, 16.10.2009 kl. 01:17

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Fréttaflutningurinn frá skilanefndinni og samningum milli gamla og nýjabankans var hreinlega viðsnúningur á því sem var að gerast. Það var ekki að myndast hámarks- heldur lágmarkkostnaður fyrir Íslenska efnahagskerfið.

260 milljarðar sem fara upp í forgangskröfur munu verða teknar úr Nýja Landsbankanum og færðar úr íslensku efnahagskerfi í breskan og hollenskan ríkissjóð. Ef við bætum síðan 10% sem ekki innheimtast þá er lágmarks blóðtaka fyrir íslenskt efnahagskerfi 320 milljarðar auk vaxta sem að öllum líkindum verða að lágmarki 300 milljarðar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.10.2009 kl. 01:29

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þörf og góð orð, Haraldur, og skynsamlega fram sett.

Mættu lesast víða!

Jón Valur Jensson, 16.10.2009 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband