ESB setur nýtt met

Vaclav Klaus reynir enn að spyrna við fótum, en hann hefur aldrei dregið dul á andúð sína á ólýðræðislegum vinnubrögðum innan ESB, þar sem 495 milljónir íbúa í 26 löndum fá ekki einu sinni að kjósa um sjálfa stjórnarskrána. Klaus á hrós skilið fyrir andóf sitt.

Með stjórnarskránni frá Lissabon verður sett nýtt met í valdatilfærslu. Þá mun löggjafarvald í 105 málaflokkum flytjast frá þjóðþingum aðildarríkja ESB til Brussel. Hér er meðal annars um að ræða utanríkismál, öryggismál, viðskipti, varnarmál, dómsmál og efnahagsmál. Aldrei fyrr hefur svo mikil valdatilfærsla átt sér stað í einu, innan ESB eða forvera þess.

European Union

Þótt fulltrúar allra þjóðanna eigi sæti í Ráðherraráðinu og líka (ennþá) í Framkvæmdastjórninni er það engan veginn sambærilegt við lagasetningu einstakra þjóðþinga.

Með tilfærslu valds til yfirþjóðlegrar stjórnar rofnar tengingin milli kjósenda og þeirra sem fara með löggjafarvaldið. Tengin sem á að vera grundvöllur lýðræðisins. Það er því um leið verið að skerða sjálft lýðræðið.

Til viðbótar er neitunarvald (veto-ákvæði) fellt niður í mörgum málaflokkum og atkvæðavægi innan Ráðherraráðsins breytt, fámennum ríkjum í óhag. Það er vandséð hvaða áhrif Ísland, með 0,064% vægi, hefði á mótun eigin mála í Nýja ESB. Vonandi að Klaus gangi sem allra best að tala máli lýðræðisins. Því skýrari mynd sem umræðan gefur af ESB, því minni líkur eru á að Ísland villist þarna inn.

 


mbl.is Vill fyrirvara í Lissabon-sáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi "veto" ákvæði þýða afnám áfríunarréttar.  Neitun um þjóðaratkvæði í erfiðum málum. Einræðisvald. 

T.d. hefur forseti Ísland þetta vald, eins og þekkt er. Ef hann hafnar samþykkt, skal frumvarp fara sjálfkrafa fyrir þjóðina samkvæmt stjórnarskrá. Mwð þessum "undantekningum", sem nú eru eitthvað rúmlega 100, þá er þetta vald tekið af forseta hvers lands.  Það er því ljóst að innganga í sambandið er klárt brot á okkar stjórnarskrá.  Henni þarf að breyta þarna til að okkur verði mögulegt að ganga inn.

Ef þú skoðar linkinn þarna á Veto, þá sérð þú smá kafla um þetta samhengi í EU. (neðar á síðunni)

Það er engin heimild fyrir því að jatast undir svona fullveldisafsal og hafi það verið gert í einhverjum tilfellum, á þaðað ganga til baka. (vert að kæra málið)

Það er jafnvel innifalið í samningum að þessi ákvæði verði fleiri og það skal algerlega ljóst að markmiðið er að afmá þennan rétt. Neitunarvald forseta / áfríunarvald til þjóðar.  Ég held að fólk átti sig bara ekki áhversu alvarlegt þetta er. 

Jón Steinar Ragnarsson, 8.10.2009 kl. 21:23

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þarna er verið að búa til Ráðstjórnarríki Evrópu.

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 21:28

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við munum að þegar talað var um þjóðaratkvæði varðandi aðildarumsókn, þá stigu Samfylkingarmenn fram hver af öðrum í sjónvarpi og sögðu að niðurstaða ú þjóðaratkvæðum væru aðeins leiðbeinandi og ríkistjórn ekki skuldbundin til að fara eftir þeim, heldur taka ákvörðun samkvæmt "sannfæringunni."

Þetta er rétt, en sýnir einræðistilburði og vilja þessara landráðamanna. Það þarf því að koma þessu liði frá hið snarasta og skerpa þetta ákvæði í stjórnarskránni. Gera niðurstöðuna bindandi og endanlega. (allavega bindandi til 15 ára) 

Samfylkingin ætlar sér ekki að virða niðurstöður þjóðaratkvæða, fái hún ráðið. Það hefur þegar komið skýrt fram.

Hvað fyndist fólki um að áfríunarrétturinn væei afnuminn í réttarkerfinu? (Raunar eru þreifingar um slíkt í EU, auk þess að snúa við sönnunarbyrði og afnema habeus corpus)

Sjá menn virkilega ekki í hvað stefnir hér?

Jón Steinar Ragnarsson, 8.10.2009 kl. 21:38

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Áfrýjunarrétturinn er eitt mikilvægasta atriði stjórnarskrárinnar. Það hefur verið meðhöndlað af gætni og virðingu af hálfu forseta okkar gegn um alla sögu. Það þarf að styrkja enn frekar í nýjum drögum að stjórnarskrárbreytingu.

Það er rétt hjá þér Jón Steinar, þetta er landráðasamþykkt. Umsókn sú sem Alþingi samþykkti á sumarþingi var skýlaust stjórnarskrárbrot.

Árni Gunnarsson, 8.10.2009 kl. 22:10

5 Smámynd:

Gúlagið hið nýja.

, 9.10.2009 kl. 02:49

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk öll fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Það má bæta við nú eru 16.980 ESB-lög í gildi í aðildarríkjunum, þar af bættust 9.415 við á árunum 1998-2007. Það er mikil aukning. Og af þeim eru 2.017 frá árinu 2007. Já, bara frá því eina ári.

Framleiðslan í Brussel vex hröðum skrefum og mun færast í aukana með tilkomu Lissabon. Sá samningur færir einnig fjórum stærstu löndunum 53,8% vægi í Ráðherraráðinu þegar nýju reglurnar um atkvæðagreiðslur taka gildi. 

Haraldur Hansson, 9.10.2009 kl. 12:53

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já og mundu að vægið miðast við 55%   Til að fella tillögu, dugir ekki að hafa 54%.Þetta er alveg garantí fyrir alræði.  Herraþjóðirnar ná alltaf að trompa.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.10.2009 kl. 14:11

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Þetta er ekki alveg svona slæmt, nóg er það samt. Þessi 53,8% eiga við um íbúatölu fjögurra stærstu, en samkvæmt Lissabon þarf 65% til að ná fram málum. Að auki þarf 55% veginna atkvæða þar sem sömu ríki fara með 33,6%.

Hef hugsað mér að setja þetta upp í töflu og birta á blogginu fljótlega. Það er með ólíkindum hversu mjög vægi stóru ríkjanna eykst og þeirra minni minnkar. Mest er skerðingin hjá þeim þremur ríkjum sem eru með minna en milljón íbúa.

Þótt talað sé um einróma samþykki, að allir eigi sæti við borðið, að rödd allra fái að heyrast og hvað þetta nú heitir allt á glanspappírunum frá Brussel, eru það stóru ríkin sem ráða.
Gott dæmi er svar grísks bankastjóra um stýrivexti ECB: "Við myndum vilja hafa þá X%, en Þjóðverjar samþykkja það aldrei." Grikkir vita það af reynslunni hverjir ráða för og að það tekur því ekki að gera tillögu um annað. 

Haraldur Hansson, 9.10.2009 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband