Vonbrigði Evu Joly

Það hljóta að vera mikil vonbrigði fyrir Evu Joly að Barroso skuli hafa verið endurkjörinn forseti Framkvæmdastjórnar ESB. Eitt af hennar helstu baráttumálum, með framboði til Evrópuþings, var að koma honum frá. Enda telur hún Barroso duglausan og hafa staðið sig illa í starfi.

Þetta eru líka vonbrigði fyrir Íslendinga.

Barroso studdi Breta í IceSave deilunni og sá til þess að ESB stóð með málstað þeirra. Tryggði framgang nauðasamninganna. Það gerði hann til að tryggja sér stuðning Breta í kjörinu í embætti forseta Framkvæmdastjórnar.

Endurkjör Barrosos gefur Íslendingum ærna ástæðu til að draga til baka umsókn Íslands um aðild að ESB.

 


mbl.is Barroso endurkjörinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Svo sannarlega.

, 16.9.2009 kl. 18:27

2 identicon

maðurinn er trúður.

sandkassi (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 00:10

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Barroso er skrýtinn gaur með stórveldisdrauma. Framganga hans í IceSave gekk út á að tryggja eigin frama í embætti en ekki að leita réttlátrar niðurstöðu. Undir hans vald vilja kratar játast. Svo er Berlusconi líka atkvæðamikill í pólitískri stefnumótun og ekki er það til að bæta neitt.

Haraldur Hansson, 17.9.2009 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband