Ábyrgðin, Ögmundur og IceSave

Lítil frétt Mbl.is ber yfirskriftina Óljós mörk á eftirliti landanna. Þar kemur fram margt það sem skýrir hvers vegna svo mörgum finnst stjórnvöld halda á lofti málstað Breta og Hollendinga í IceSave deilunni, en standa ekki vörð um málstað íslensku þjóðarinnar.

Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar er fókusinn settur á ábyrgð Íslands. Enginn efast um að hún sé til staðar þó deilt sé um hve mikil hún er. Í svari FME og umfjöllum Morgunblaðsins er bent á að mörkin eru óljós og ábyrgðin að nokkru sameiginleg.

Ef menn velja fyrra sjónarhornið er ekki að furða að almenningi finnist sem stjórnin gæti ekki íslenskra hagsmuna eins og best verður á kosið.

Fréttina má sjá hér.

IceSave er mál sem varðar afkomu allrar þjóðarinnar næstu áratugi. Því miður benda fréttir í þá átt að Samfylkingin og Steingrímur Joð vilji breyta afgreiðslu Alþingis á IceSave í atkvæðagreiðslu um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Þetta endurspeglast í tóninum í spurningum fréttamanna, sem beint er til Ögmundar Jónassonar í viðtengdri frétt.

Forsíða Fréttablaðsins í dag er líka sorglegt dæmi um einmitt þetta. Þar er Ögmundi Jónassyni stillt upp sem manni sem hefur líf ríkisstjórnarinnar í hendi sér af því að hann vill ekki samþykkja ríkisábyrgð að óbreyttu. Samt er það ekki hann sem hótar stjórnarslitum.

Framtíð íslensku þjóðarinnar skiptir meira máli en líftími einnar ríkisstjórnar. Össur virðist eitthvað vera að draga í land, í það minnsta að búa sig undir að IceSave málið "tapist" í Alþingi. Vill þó ekki svara því afdráttarlaust hvort slíkt "tap" yrði banabiti ríkisstjórnarinnar. 

 Er annars hægt að tala um tap á þingi ef hagsmunir þjóðarinnar verða ofaná?

 


mbl.is Ríkisstjórn á suðupunkti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Frank Magnús Michelsen

Það er væntanlega tap að missa völd, ef það er helsta markmið þitt í lífinu (sbr Össur og Steingrím J.)

Frank Magnús Michelsen, 11.8.2009 kl. 13:08

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Það er sorglegt að horfa upp á forustu ríkisstjórnarinnar beita slíkum málflutningi til að fá vilja sínum framgengt, ég vona að þingmenn VG sem og annarra flokka láti sannfæringu sína ráða í þessu máli og hugsi um þjóðarheil en ekki stólana sitthvorum megin við forseta alþingis.

Rafn Gíslason, 11.8.2009 kl. 15:29

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk báðir fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Takið líka eftir því hvað Össur segir.

Fyrst: Íslensku þjóðinni finnst samningarnir erfiðir og ranglátir.
Síðan: Stjórnin sannfærir ESB um að gera allt sem hún getur til að koma samningunum í gegn.

Þetta segir ráðherrann sjálfur berum orðum í blaðviðtali. Ekki skrýtið að fólki finnist stjórnin vinna gegn sér.

Haraldur Hansson, 11.8.2009 kl. 15:45

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

MHO: Ef það á að bjarga VG sem flokk þá verður Ögmundur að taka yfir forystu fyrir flokknum. Ögmundur hélt eðlilega að tilgangur ríkisstjórnarinnar væri að "standa vörð um íslenska samfélagið". En hann virðist vera eitthvað svo einn og umkomulaus með þá skoðun og hreinlega staddur í ljónagryfju með þær hugsjónir sínar

Gunnar Rögnvaldsson, 11.8.2009 kl. 16:04

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Gunnar: Hefur þú séð Fréttablaðið í dag? Á forsíðu þessa áróðurspésa Samfylkingarinnar er Ögmundi stillt upp sem væntanlegum blóraböggli. Fyrir hvað? Jú, fyrir að vilja standa vörð um hagsmuni íslensku þjóðarinnar. Sorglegt.

Haraldur Hansson, 11.8.2009 kl. 16:11

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nei ég les aldrei Fréttabaðið. En ég verð sennilega að skoða þetta. Takk fyrir ábendinguna Haraldur. Já þetta er ótrúlegt. Hreint ótrúlegt.

Gunnar Rögnvaldsson, 11.8.2009 kl. 16:24

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Vefútgáfan er á visir.is og í næstu færslu minni er linkur í "felufrétt" á bls. 2. Þú getur þá kíkt á forsíðuna í leiðinni og séð smekkleysuna sem ég er að tala um.

Haraldur Hansson, 11.8.2009 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband