Skammarleg meðferð á gömlu fólki

"Við höfum mestar áhyggjur af óhóflegri tekjutengingu fjármagnstekna við lífeyri hjá Tryggingastofnun" er haft eftir formanni stjórnar Landssambands eldri borgara. Þessar áhyggjur eru því miður ekki að ástæðulausu.

Aukin tekjutenging bitnar á þeim sem eiga minnst.

Á Þorláksmessu var gefin út reglugerð, undirrituð af Jóhönnu Sigurðardóttur, um fjárhæðir bóta almannatrygginga. Þremur dögum fyrr voru samþykkt „lög um ráðstafanir í ríkisfjármálum" þar sem skerðing vegna fjármagnstekna var hækkuð úr 50% í 100%. Þetta hefur ekki farið hátt. Kannski vegna þess að breytingin bitnar á "ósýnilegum" hópi fólks og verður lítt sýnileg fyrr en eftir kosningar.

Þessi meðferð á efnalitlu gömlu fólki er til skammar.

Fyrir tveimur árum var sett inn frítekjumark á fjármagnstekjur, kr. 90.000, vegna lífeyristrygginga frá TR. Nú um áramótin var það hækkað í um 9,6%, eins og bótafjárhæðirnar. Þessi hækkun er létt á metunum þegar allar tekjur umfram það koma nú til skerðingar.

Jaðaráhrifin, sem er ekkert annað en óbein skattlagning, þýða að aldraðir og efnalitlir þurfa nú að borga margfaldan skatt af sínum vaxtatekjum. Með efnalitlum á ég við þá sem hafa takmörkuð lífeyrisréttindi. 

Þetta bitnar ekki á þeim sem hafa góð lífeyrisréttindi, þeir eru hvort sem er ekki með tekjutryggingu, heimilisuppbót eða framfærsluuppbót. Það eru þeir sem hafa minnst sem verða fyrir barðinu á þessum ófögnuði.

Tæplega áttræður maður með 32 þús á mán. úr lífeyrissjóði, hafði 478 þús. krónur í vaxtatekjur á síðasta ári af 3,9 millj. kr. innstæðu sem hann hafði önglað saman gegnum tíðina. Án vaxtatekna hefði hann 148 þús á mánuði frá TR, til viðbótar því lítilræði sem hann fær úr lífeyrissjóði.

Gömlu reglurnar hefðu lækkað greiðsluna niður í 125.378 krónur en eftir breytingar og „ráðstafanir í ríkisfjármálum" fer hann niður í 117.310 krónur á mánuði.

Viðbótar jaðarskatturinn er 96.816 krónur á ári. Tvöfalt það sem hann greiddi í fjármagnstekjuskatt af vöxtum og verðbótum.

Og þetta er bara viðbótarskerðingin; kjaftshöggið sem hann fékk í jólagjöf frá Heilagri Jóhönnu og ríkisstjórninni. Ef litið er á alla skerðinguna standa eftir 63.720 krónur af vaxtatekjunum. Það er nú allt. Minna en einn fimmti af verðbótunum.

Eru þetta breiðu bökin?

Skilaboðin til þessa manns eru þessi: „Ef bæturnar duga ekki getur þú bara gengið á þínar litlu eignir eða étið það sem út frýs." Hann er einn af þeim sem tapar á „hækkuninni". 

Í alvöru talað: "Ráðstafanir í ríkisfjármálum" heita lögin.

Til viðbótar sjá svo menn fram á rýrnun á greiðslum úr lífeyrissjóðum og ekki þarf að fjölyrða um tap vegna sjóðsbréfa og hlutabréfa.

Er það réttlætanlegt að afmarkaður hópur þurfi að bera margfaldar byrðar á við aðra Íslendinga af því að hafa einhverjar vaxtatekjur af ævisparnaðinum?

Heilög Jóhanna ætti að leiðrétta þetta skelfilega óréttlæti frekar en að fjasa um súlustaði,  kræklingarækt og tóbaksvarnir.


mbl.is Áhyggjur af skerðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Takk fyrir góða kveðju og árnaðaróskir.

Bendi á afar gott viðtal við Þór Saari í dag í Zetunni á mbl.is http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/03/23/thor_saari_i_zetunni

Baldvin Jónsson, 24.3.2009 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband