Stundum þarf kjark

Það getur kostað mikinn kjark að taka skynsamlegar ákvarðanir. Árni Mathiesen er einn þeirra sem þarf að sýna slíkan kjark áður en langt um líður. En það eru fleiri.

Þeir sem sitja í stjórn þurfa að greina má milli persóna og verkefna. Þau eigaekki ráðherrastólana og eru hreint ekki ómissandi. Í næsta mánuði, þegar IMF-athugun er að baki þarf að tilkynna um þingrof og lofa kosningum, enda er stjórnin tæknilega sprungin nú þegar.

Þá þurfa nokkrar "aðalpersónur" að sýna kjark. Og hann felst í því að draga sig í hlé og gefa ekki kost á sér þegar kosið verður til þings. Þetta á við um Geir Haarde, Árna Mathiesen, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Björgvin G. Sigurðsson og Valgerði Sverrisdóttur. Þó Valgerður sé nú í stjórnarandstöðu. Sjálfsagt þarf að bæta fleirum á listann.

Þetta fólk þarf að víkja svo persónur þeirra þvælist ekki fyrir; ekki setja samansem merki milli pólitískrar ábyrgðar og saknæms athæfis. Þessar breytingar eru grunnur að endurnýjun trúverðugleikans, á sama hátt og það er nauðsynlegt að setja nýja stjórnendur yfir seðlabanka og fjármálaeftirlit.

Guðni og Bjarni fóru báðir og það komu tvær konur í staðinn, það kemur alltaf maður í manns stað.

 


mbl.is Krefjast afsagnar Árna Mathiesen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband