Stjórnmál eru ekki fag!

Stjórnmál eru bara ekki fag, það er röng hugsun sagði Páll Skúlason í sunnudagsviðtali Evu Maríu. Þau eru umfjöllun borgaranna um sín sameiginlegu mál og við, sem þjóð, höfum ekki ræktað stjórnmálin sem skyldi. Það er þörf á uppstokkun þegar hinu "hræðilega ári" er að ljúka svo betur fari á hinu nýja.

Það kom margt fram í máli Páls sem vert er að hugsa um. M.a. lýsti hann þeirri skoðun sinni að það sé slæmt að hafa atvinnupólitíkusa. Við þurfum fyrst og fremst að hafa embættismenn sem sjá til þess að stofnanir ríkisins gangi. Í stjórnmálum þurfum við að hafa fólk með heilbrigða skynsemi sem þekkir þjóðlífið og áttar sig á því hvernig almenningur hugsar. Skilur fólk úti í atvinnulífinu, í menningarheiminum o.s.frv.

Það er alltaf hættulegt ef menn verða atvinnustjórnmálamenn og einangrast frá þessum veruleika og líta svo á að þeir eigi að hugsa fyrir fólk.  Hann nefndi líka að margar stofnanir ríkisins hafi veikst. Sumt sé af því góða, t.d. eigi ríkið ekki að vasast í rekstri heldur móta reglur og standa um almannaheill.

Páll hefur ekki trú á að „aðalpersónurnar" í pólitíkinni geti endurheimt trú þjóðarinnar og að ekki sé hægt að halda áfram fyrr en hreinsun eða tiltekt hefur farið fram; uppstokkun í stjórnmálum. Hann ræddi líka um að hópar hafa fengið óeðlileg völd. „Þjóðfélagið hefur verið í óraunveruleika" sagði hann. Einokunarstarfsemi hefur tíðkast og fámennur hópur ráðskast með hluti með óeðlilegum hætti. Þessu þarf að breyta.

Íslensk þjóð verður aðeins að hugsa sinn gang; í hvaða skilningi viljum við vera Íslendingar og byggja sameiginlegan veruleika. Ekki ætla það, eða vona, að það komi frelsarar hérna inn og vísi okkur veginn til framtíðarlandsins. Við eigum margt að byggja á og stöndum ótrúlega vel að mörgu leyti. Eigum Ísland, sem býður upp á gífurlega möguleika.

Undir lok viðtalsins sagði Páll að þjóðfélagið fari ekki aftur í sama farið. Þjóðin hefur áttað sig á því að hugsun liðinna ára leiðir ekki að réttu marki. Þurfum að stefna að annars konar góðæri; sem er manneskjulegt, siðferðilegt og menningarlegt góðæri.

 

Nú er spurning um framhaldið. Hvert er best að stefna? Hvernig getur t.d. innganga í Evrópuríkið samrýmst því að hafa stjórnmálamenn sem þekkja þjóðlífið og vita hvernig almenningur hugsar? Það er útilokað með því að framselja ríkisvaldið 18 manna stjórn erlendra atvinnupólitíkusa, með aðsetur í Brussel, sem eru auk þessi ekki kjörnir í beinum lýðræðislegum kosningum.

Skyldu það vera „frelsararnir" sem Páll Skúlason varar við?


mbl.is FT: Hræðilegu ári að ljúka á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Er það nokkur efi að það er Brusselvaldið sem Páll á við - þó hann vilji vafalaust ekki láta persónugera skoðanir sínar!     Alla vega er fátt til fjarlægara því sem Páll segir um stjórnmálin : "Í stjórnmálum þurfum við að hafa fólk með heilbrigða skynsemi sem þekkir þjóðlífið og áttar sig á því hvernig almenningur hugsar"    en stjórnvöld EBE í Brussel.    Og mér fannsthann líka segja að það þyrfti gott hjartalag - og það vantar alveg örugglega í Brusselvaldið sem ekki einusinni skilur þó skelli í tönnum en heldur áfram að valta yfir fólk!

 Mikil lifandis ósköp þarf að breyta mörgu þegar það býðst að breyta!

Ragnar Eiríksson, 30.12.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband