Hver tekur mark á rithöfundum?

Nú hafa rithöfundar gert sig gildandi í umræðunni um þjóðmál. Einar Már flytur ræður, skrifar greinar og mætir í Silfrið. Gerður Kristný gerir það líka og Einar Kárason mætti í Kastljós, nýverðlaunaður. Menn hafa líka notað Bjart í Sumarhúsum og tilvitnanir í Halldór Laxness.

Það er vel.

Umræðan er ekki einkamála pólitíkusa og peningamanna. En þetta er ekki bara á Íslandi.

Í þeirri ólgu sem nú ríkir í Grikklandi hefur rithöfundurinn Mimis Androvlakis tekið virkan þátt í umræðunni. Hann skrifar um hvernig ESB hefur brugðist Grikkjum; hefðir þeirra, menning og saga fái ekki pláss í hagfræði Ríkisins.

Vladimir Bukovsky er einn rithöfundurinn enn, sem tjáir sig um þróunina í pólitík. Hann skoðar þróun Evrópusambandsins frá stofnun til dagsins í dag og væntanlegt framhald. Hans niðurstaða er að farvegurinn sé nákvæmlega sá sami og Sovétríkin liðuðust um á sínum tíma, þar til þau liðuðust í sundur.

En hver hlustar á rithöfunda? Þeir stúdera ekki þjóðarframleiðslu, hagtölur, viðskiptahalla, þrýsting í hagkerfinu og gengismun. Þeirra sjónarhorn er annað, yfirleitt tengt þjóðinni, sögu hennar og menningu.

Það er hollt að fá fram sem flest sjónarhorn, svo já, hlustum á þá líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband