Gúrkuregla ESB numin úr gildi

Í júlí á næsta ári falla úr gildi nokkrar af reglum ESB um það hvernig náttúran á að skila af sér framleiðslu sinni. Reglur um hvernig gúrkur, gulrætur, plómur o.fl. eiga að líta út heyra þá sögunni til en "bananareglan" lifir áfram. Einnig verða áfram í gildi reglur um m.a. epli, appelsínur, jarðarber og tómata.

Það þarf ekki lengur að henda mat af því að hann er ljótur. Alls eru það 26 tegundir grænmetis og ávaxta sem þetta á við um enda "engin glóra að henda góðum mat" segir Mariann Fischer Boel, kommisar í Framkvæmdastjórn ESB.

Gúrkureglan (EEC No 1677/88), sem margir telja þjóðsögu eina, er til í alvöru og mælir fyrir um að agúrkur megi ekki bogna um meira en 10mm fyrir hverja 10 cm lengdar. Hún fellur úr gildi.

Bananareglan (EC 2257/94), verður til áfram, en þar segir m.a. "... the grade, i.e. the measurement, in millimeters, of the thickness of a transverse section af the fruit between the lateral faces and the middle, perpendicularly to the longitudinal axis ..."

Leyft verður að selja bæði "ófullkomna" banana og hinar tegundirnar á bannlistanum ef vörurnar eru sérmerktar og ætlaðar til matseldar.


Kveikjan að þessum skrifum er athugasemd sem ég fékk við síðustu færslu. Þar skrifaði ég af algjöru alvöruleysi um reglugerð ESB um ljósaperur. Hún var sett í göfugum tilgangi, að spara orku. Mér fannst hún bara svo fyndin. Mér finnst þetta gúrkudæmi fyndið líka þó ekkert jafnist á við textann um bananana!

Og bara til að halda því til haga: Ef einhver kynni að halda að það sem sagt var um sláttuvélar í færslunni hér á undan sé bara bull úr mér, þá er ekki svo. Nánar um það skemmtilega mál í næstu færslu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Uppáhaldsfrumvarpið mitt frá EES heitir

Verndun svæðislýsinga smárása í hálfleiðurum

... finnst þetta fyndið þótt frumvarpið sé eflaust ágætt ...

Guðríður Haraldsdóttir, 10.12.2008 kl. 21:40

2 identicon

Ég er nú enginn ESB sérfræðingur en leyfi mér að gera þessa athugasemd:

"Gúrkureglan" var upphaflega sett í þeim göfuga tilgangi að innleiða gæðastaðla sem gerðu kaupmönnum kleift að kaupa gúrkur óséðar. T.d. kaupmaður í Þýskalandi sem kaupir gúrkur á Ítalíu Kaupmenn vilja fá vöru sem lítur vel út og passar í útstillingarkassa og flutningskassa - þess vegna voru þessar reglur settar.

Kaupmenn eru náttúrulega að hugsa um viðskiptavini sína sem eru líklegir til að velja frekar "normal" gúrkur en "abnormal" gúrkur en það var ekki bannað að selja gúrkur sem ekki uppfylltu þessa staðla og hefur aldrei verið.

Sú staðreynd að reglan er afnumin bendir til þess að hún hafi verið óþörf eða hafi haft þá hliðarverkun að gúrkum var hent.

þessi gúrku-mýta hefur eðlilega reynst andstæðingum ESB vel. Þeir eiga allaf erfitt með ræða aðalatriðin sem eru Efnahagslegur stöðugleiki, friður og mannréttindi í Evrópu.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 10:45

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Sæll Þráinn og takk fyrir tilskrifið og fróðleikinn.

Ef reglan er til þá er hún ekki mýta. En varðandi það sem þú segir í lokin:

Efnahagslegur stöðugleiki. Var einmitt að skoða upplýsingar um efnahag á Evrusvæðinu og rakst þá á grein sem Václav Klaus skrifaði í sumar. Hann tekur við embætti forseta ESB eftir þrjár vikur. Dómur hans um efnahagslegan stöðugleika er ekki fallegur. Það má skilja hann svo að evran sé í raun bara misheppnuð tilraun. Þú getur séð greinina hér. Það er ljót lesning.

Friður og mannréttindi. Hér í næstu færslu skrifa ég um sláttuvélanefnd. Þar er tekin tilvitnun úr grein sem fjallar um átakanlegt getuleysi Evrópusambandsins í friðargæslu. Hún er frá 1999 þegar stríðið geysaði á Balkanskaga. Nefnd þessi  fundaði oft á sama tíma og ESB dró lappirnar gagnvart Kosovo. Sett var saman friðargæslusveit til að senda þangað "þegar stríðinu er lokið og Serbarnir farnir" og þótti smánarblettur mikill.

Það myndi reynast andstæðingum ESB mun betur að fjalla um þessi atriði. Mér finnst bara nóg um alvarlegar fréttir og ákvað að gefa gríninu smá pláss. Taka smá hvíld frá kreppufréttum og evruhjali og blogga um ljósaperur, gúrkur og sláttuvélar. Brosa út í annað.

Haraldur Hansson, 11.12.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband