Ný verðbólguspá frá Verðurstofu Íslands

Ef hagfræðin væri jafn endanleg vísindi og margföldunartaflan væri enginn efnahagsvandi til. En hún á meira skylt við veðurfræði þar sem menn rýna í forsendur, afla gagna og gera spár. Svo eru margir óvissuþættir í veðurkerfunum. Þess vegna gerist það að veðurspár ganga ekki alltaf eftir.

Ef landslag og óvissuþættir geta orsakað gerólíkt veður í Æðey og Álftafirði, þó aðeins sé steinsnar þar á milli, hvernig er þetta þá í hagkerfunum? Lögmál sem eiga vel við fjölmennt ríki passa ekki eins vel við fámenn. Óvissuþættir í hagkerfunum eru margir. Það er munur á iðnríki og fiskveiðiþjóð, olíuríki og verslunarþjóð. Þó grundvallarreglurnar séu eins.


Hagfræðingar spá hörðum vetri. Það efast fáir um að sú spá rætist. En það eru líka margar aðrar spár í boði, bæði langtíma og styttri. Þær ganga ýmist í austur eða vestur, knúnar af krónu, dollar eða evru. Allar hljóma þær trúverðugar, a.m.k. í fyrstu.

Þegar einhver byrjar að útlista kenningu sína á "það eina sem vit er í" finnst mér ekki taka því að lesa lengra. Það virkar eins og inngangur að patentlausn sem er ekki til. Aðrir láta duga að krydda með "einn helsti sérfræðingur" eða "frá hinu virta ráðgjafafyrirtæki" áður en kenningin/spáin er borin á borð. Fyrir leikmann eins og mig er illgerlegt að ákveða hvað er réttast og best. Enda hef ég ekkert vit á veðurfræði.

Veðurstofa Íslands spáir djúpri lægð og áframhaldandi verðbólgu um fyrirsjáanlega framtíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Frábær vinkill á málið. Já og takk fyrir hlý orð á blogginu mínu.  Það er víst að lífið allt er ófyrirsjaánlegur grautur orsaka og afleiðinga. Það orsakasamhengi á sér sjálfstætt líf og getur aldrei verið stýrt af einu afli.  Í því samhengi er frjáls vilji ekki einu sinni til, því allt sem við hugsum og gerum á sér hvata eða orsök í öðrum hugsunum og gjörðum og þar á ofan náttúruöflunum og frumhvötunum. Við ráðum ekki miklu þar, þótt við gjarna viljum trúa því. Það spáir engin um verðrið með vissu, hvað þá hagfræðistrauma og vinda. Spá byggir á ályktun byggðri á reynslu. Hér stöndum við frammi fyrir nýrri reynslu í mörgu tilliti og spádómar því algerlega byggðir á tilfinningum hverja stund. Ég er ´ví alltaf jafn hissa á kokhreysti þessara hagfræðinga, sem tala af slíku öryggi eins og þú imprar á.  Þetta er orðinn ótrúlegur farsi og ég er heltekinn einhverri óraunveruleikakennt og aftengdur umhverfinu, eins og ég sé á miklum lyfjum eða í sóttarmóki með martröð.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband