Barroso: ESB lifir í evru-blekkingu


barroso_angryREUTERS fréttaveitan birti helstu punkta úr stefnuræðu forseta Framkvæmdastjórnar ESB, sem hann hélt í Strassbourg í morgun.

Barroso sagði meðal annars að það væri blekking að halda að einn gjaldmiðill og einn markaður geti virkað, ef aðildarríki fái áfram að ráða fjárlögum sínum og efnahagsstefnu sjálf.

Hann endurómar boðskap helstu ráðamanna stóru ESB ríkjanna; boðar aukna miðstýringu og stofnun ESB-sambandsríkisins.


It was an illusion to think that we could have a common currency and a single market with national approaches to economic and budgetary policy.
 

Þegar meira að segja forsætisráðherra ESB er farinn að tala upphátt um hönnunargalla Sambandsins er tímabært að RÚV - sameign okkar allra, fjalli um Evrópusambandið eins og það er.

Ekki fá "hlutlausa álitsgjafa" heldur vinna eigin fréttaskýringar, byggðar á upplýsingum vandaðra erlendra miðla eins og Reuters. Segja fólki satt.

Frétt Reuters er hér.

Barroso fer að verða besti talsmaður þeirra sem vilja að Ísland standi utan við Evrópuríkið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslenskir Evrópusinnar þeir leggja örugglega annan (réttan) skilning í orð Barosso vertu viss Haraldur.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 13:45

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Er það hægt, Kristján? Stefnuræða Barrosos í morgun er eitthvað sem ESB-sinnar þurfa að lesa með lokkuð augun. Annað væri þeim óbærilegt.

Hann er að fjalla um eitthvað allt annað ESB en það sem Össur og aðrir uppgjafarsinnar dásama hér á landi.

Haraldur Hansson, 28.9.2011 kl. 17:53

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já hérna Haraldur.

Evran byggð á tálsýn fáráðlinga segir foringi Evrópusambandsins. Hvað er að?

Vantar þeim eitthvað? Og hvað skyldi þeim vanta?

Gunnar Rögnvaldsson, 28.9.2011 kl. 19:51

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Össur er orðin hrygðarmynd...enn talar hann um stöðugleika Evrunnar. Orðræðan er farinn að líkjast lofræðum útfarastjóra sem mærir kyrrðina í kirkjugarðinum...sem líka er stöðug.

Haraldur Baldursson, 28.9.2011 kl. 20:58

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kristján, hann Haraldur er m.a.s. kominn hingað á vef sjálfra Evrópusamtakanna! En ætli þeir vilji heyra erkibiskups boðskap, þ.e.a.s. hans Barrosos, í þetta sinn?

Jón Valur Jensson, 28.9.2011 kl. 22:57

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, HINGAÐ !

Jón Valur Jensson, 28.9.2011 kl. 22:59

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka ykkur innlitið og athugasemdirnar.

Meira um stefnuræðu Barrosos í næstu færslu (og líklega þarnæstu líka, nógur er bölvaður ósóminn).

Haraldur Hansson, 28.9.2011 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband