ESB komið með puttana í orkumálin líka!

Günther Oettinger, orkumálaráðherra ESB, hefur lagt fram frumvarp sem varðar stærri orkusamninga aðildarríkja við ríki utan Evrópusambandsins, s.s. um kaup á olíu, gasi og rafmagni.

green-energySamkvæmt því þarf „fullvalda" ríki að fá samþykki frá Brussel fyrir orkusamningi.

Fleira ljótt er að finna í frumvarpinu, t.d. um upplýsingaskyldu gagnvart Brussel um atriði sem eru viðskiptalegs eðlis og flokkuð sem trúnaðarmál. Frétt um frumvarpið má lesa hér.

Einnig má Framkvæmdastjórn ESB eiga áheyrnarfulltrúa í samninganefnd hins „fullvalda" aðildarríkisins.

Meðal dýrmætustu auðlinda okkar Íslendinga eru fallvötnin og jarðhitinn. Við setjum okkar orkulöggjöf sjálf.

Með Lissabon samningnum var Brussel veittur aukinn réttur til löggjafar á sviði orkumála. Er það gæfulegt fyrir þjóð, sem á svo mikla framtíðarhagsmuni undir orku, að flytja þetta vald úr landi?

Ef við villumst inn í Evrópusambandið er það hluti af „pakkanum" að afsala sér þeim rétti og fá skipanir sendar í pósti. Lissabon sáttmálinn sér til þess.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já pössum okkur á Evrópusambandinu, Krónan okkar er að bjarga okkur með því að hækka útflutningsverðmæti um 100% og lækka kaup um 50% og svo er alltaf hætta á að einhver annar en Maggi Kristins eða Guðmundur Vinalausi fái að veiða fiskinn okkar, hugsanlega Spánverjar eða einhver ámóta illþýði. Gleymum samt ekki hvað þessir menn hafa kostað þjóðina og halda samt sínu, Maggi ca 50 milljarða með kaupum á pizzum og toyota bílum, allt afskrifað á kostnað skattgreiðenda, takk fyrir....

Kjartan Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 02:44

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ef að The Guardian lýgur ekki nóg, þá gerir þú bara fyrir þá Haraldur. Ég vona að þú sért stoltur af sjálfum þér fyrir að vera svona mikill rugludallur.

Samkvæmt fréttatilkynningu um málið (já, ég sagði fréttatilkynningu). Þá eru þessar tillögur annars eðlis en þær sem þú nefnir hérna. Þar á meðal kemur þetta hérna fram.

"Member States have to share among each other information about international agreements with third countries in the field of energy. This includes agreements which are still under negotiation. On a case-by-case basis, the Commission may provide an opinion on the conformity of these agreements with EU law and with the EU security of supply objectives."

Ennfremur þetta hérna.

"Energy agreements with third countries could also be negotiated at EU level where necessary to achieve the EU core objectives. This is the case for an agreement with Azerbaijan and Turkmenistan on a Trans-Caspian gas pipeline, where a specific mandate from the Council has been requested."

Þú getur lesið alla fréttatilkynninguna hérna, og síðan getur þú dregið þessa þvælu sem þú skrifar hérna til baka og beðist afsökunar á henni opinberlega. Ekki væri verra ef að þú sendir Heimssýn tölvupóst með afsökunarbeiðninni vegna þessa áróðurs sem þú hefur sett fram hérna.

Jón Frímann Jónsson, 9.9.2011 kl. 07:08

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Kjartan Óskar, þvi fer fjarri, að kaup hafi lækkað hér um 50%. Orð þin á þá lund afhjúpa þína eigin vanþekkingu.

Jón Frímann, ESB-æsingamaður, hrekkur nú af standinum í morgunsárið eins og jafnan þegar hann sér óþægilegar staðreyndir.

Jón Valur Jensson, 9.9.2011 kl. 07:19

4 Smámynd: Ómar Gíslason

Þessi esb bræðsluofn er bara pólítískur drullulýður!

Ómar Gíslason, 9.9.2011 kl. 11:45

5 Smámynd: Birna Jensdóttir

Og hvernig líst mönnum svo á ESB herinn sem stendur til að stofna?Ég vona að fólk fari nú að vakna og láta ærlega í sér heyra um orkumálin og margt annað í sambandi við Esb.

Birna Jensdóttir, 9.9.2011 kl. 17:40

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Minntist Oettinger nokkuð á hve oft menn mega sturta niður í klósettum sínum í ESB framtíðar? Það gæti skipt sköpum í orkunotkun aðildarríkja.

Ragnhildur Kolka, 9.9.2011 kl. 19:57

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þið munið eftir álverunum sem Ítalir neyddust til að loka vegna reglna á sameiginlegum raforkumarkaði ESB.

Gunnar Rögnvaldsson, 9.9.2011 kl. 23:20

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka ykkur innlitið og athugasemdirnar.

Jón Frímann: Ein lítil ábending, í fullri vinsemd. Þegar þú lest fréttatilkynningar á brusselsku og rekst á gullkorn eins og "to achive the EU core objectives" þarf að snara því yfir á mannamál.

Þetta vita blaðamennirnir á Guardian. Þess vegna gera þeir ekki eins og RÚV og endursegja dellu um 77 sardínur. Heldur ræða við ráðamenn, lesa frumvarpið og skrifa svo frétt.

Þannig er nú það. Og mundu svo að kurteisi kostar ekkert.

Haraldur Hansson, 10.9.2011 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband