Engar "þjóðir" aðeins "borgarar"


Í Rómarasáttmálanum var talað um þjóðir (peoples), þ.e. að Evrópuþingið skuli samanstanda af fulltrúum þjóða aðildarríkjanna.
Á ensku: "... shall consist of representatives of the peoples of the States."

Með Lissabon bandorminum var þessu breytt. 

Í nýjum texta 14. greinar Maastricht segir að þingmenn á Evrópuþinginu skuli vera fulltrúar borgara Sambandsins
Á ensku: "... shall be composed of representatives of the Union's citizens."


Ekki aðeins hafa "þjóðir" vikið fyrir "borgurum". Nú er ekki lengur talað um aðildarríkin í fleirtölu, heldur Sambandið í eintölu og með stórum staf. Svona breytingar verða ekki af tilviljun.

everclosereu


Það rímar fullkomlega við stefnuna um aukinn pólitíska samruna (ever closer union) að Brussel skilgreini almenning sem "þegna Evrópuríkisins".

Þetta er eitt af þeim fjölmörgu atriðum sem embættismenn földu vandlega og pössuðu að enginn fengi að kjósa um, enda þykir þeim óþarfi að flækja hlutina með einhverju lýðræðisveseni.

 


mbl.is Fulltrúar Evrópuþingsins til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er vert að undirstrika að ástæða styrjalda undanfarinna tveggja alda er hugsjónin um sameinaða álfu. Hugsjónin er ekki sprottin af ófriði og til að koma í veg fyrir hann, heldur er hún ástæða hans. Áróður EU í aðra veru er Orwellian öfugmæli. Enn þurfum við að ganga í gegnum þá upplausn og eyðingu til að okkur skiljist þetta, ef við gerum að nokkurn tíma.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.6.2011 kl. 01:23

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þegar talað er um að leysa upp þjóðerni, þá er um leið verið að tala um að búa til eina yfirþjóð. Menningarlaust arðsemisapparat aðlinum í vil.

Þegar Íslendingahatarar Evróputrúboðsins tala niður þjóðerniskennd okkar eru þeir í rauna að iðka það öfgafyllsta og hættulegasta form þjóðernishyggju, sem til er. Yfirþjóðernishyggja. Menn geta svo brotið heilann um hvar þeir sáu hennar síðast merki í sögunni.

Evrópubandalagið verður alltaf þjóð á meðal annarra öflugra þjóða og í stað þess að minnka líkur á agression eins og mantran segir, þá kallar stærð þess á hana í samhengi annarra stórþjóða.

Markaðsþráhyggjan ræður hér alfarið ríkjum og tölur á blaði ekki fólk. Allt er undirlagt í henni líkt og allt var undirlagt í Kaþólskunni forðum (catholic=allsherjar).  Þetta er skilgreining vitfirringar og brjálæðislegrar þráhyggju.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.6.2011 kl. 03:46

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Glöggir og góðir, báðir tveir! -- nema þetta síðasta, nafni!

En Evrópusambandið er ekki ennþá orðið Evrópa. Hún gamla Evrópa er 10.180.000 ferkm., en ESB er ekki helmingurinn af því, heldur einungis 4.324.782 ferkm. Samkvæmt því nær ESB yfir aðeins 42,5% af Evrópu -- og má nú hafa sig allt við í BARÁTTU fyrir því að verða það sem það vill verða ...

En þegar tækifæri gefast til að eignast land án vopnaviðskipta og fyrir fáeina skitna milljarðatugi í krónum talið, í bitlinga og ferðafé og mútur handa eymingjum til að svíkja sitt land, þá er það auðvitað miklu tilvaldari aðferð en sú gamla ...

Krupp og Bohlen fá þó ekkert út úr þessari aðferð, bara PR-skrifstofublækurnar og lagasnáparnir, að ógleymdum "Evrópufræðingum" ýmissa landa, þar á meðal þeim sem kunna ekki sögu Evrópu nema frá valkvæmum tímapunkti.

Jón Valur Jensson, 30.6.2011 kl. 05:35

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jú, nafni, þetta síðasta er líka rétt. Hér ert það þú sem gerir þig skan um valkvæða söguskoðun.

Vissirðu annas að Evrópuflaggið er byggt á Kaþólskri táknfræði? Vissir þú að Herman van Rompuy er hátt skrifaður Jesúíti? Ekki að það skipti máli í mínum huga en það eru ansi sterk bönd á milliEU elítunnar og Vatíkansins, hvernig sem á því stendur.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.6.2011 kl. 09:55

5 identicon

 Jón Steinar, þær upplýsingar sem ég hef grafið upp er að vatikanið er bara hluti heimsveldisins  "The Empire of "the City"  einnig kallað  "New World Order".  Saman stendur þetta af "City of London" (sjálfstætt ríki) sem sér um fjármálterrorið, "Vatican City" (sjálfstætt ríki) sem sér um andleganterror og ef þetta dugar þeim ekki hafa þeir "The District of Columbia" (sjálstætt ríki)  sem sér um hernaðarterrorið. Og fáni þessa firirbæris er hvítur flötur með þremur rauðum stjörnum og tvær rauðar rendur fyrir neðan.  Og jesúítar spila stórt hlutverk í öllu jukkinu.  Og þessi EU-elíta er bara þessi bankster-elíta sem drottnar yfir öllu á þessum hnetti. Talið er að þetta heimsveldi ráði yfir ca. 80% af öllum auðæfum í heiminum og EU er bara nýlenda þessa heimsveldir eins og Usa, Canada, Ástralía, Rússland, Kína og nánast öll önnur lönd. Það eru ekki nema lönd eins og Lýbía, Venezuela og nokkur önnur sem hafa ekki látið undan terroristunum og gerst nýlendur.                           

Alex (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 13:22

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka innlitið og athugasemdirnar. Sumar þeirra eru nokkuð utan efnis færslunnar, en það er í lagi.

Það væri freistandi að bæta við upplýsingum um starfið á Evrópuþinginu, sem er reyndar valdalítið. Þar er stunduð "einstefnupólitík" án alvöru stjórnarandstöðu. Foringjaræðið, sem var gagnrýnt í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, er því miður alls ráðandi í Brussel. Kannski maður taki saman fróðleik um það seinna.

Haraldur Hansson, 30.6.2011 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband