Súrrealíska Ísland

Einu sinni heyrði ég súrrealískan brandara. Spurt var: "Hver er munurinn á krókódíl?" Og svarið var: "Hann getur hvorki hjólað". Sumum þótti þetta fyndið.

Þetta er álíka súrrealískt og íslensk pólitík.

Franskur hagfræðingur bendir á galla í málflutningi Bretar og Hollendinga í IceSave deilunni og telur þá bera nokkra ábyrgð. Frakkinn, sem á sæti á Evrópuþinginu, telur lagalega stöðu þeirra veika og að þeir eigi e.t.v. engar kröfu á Íslendinga um greiðslur.

Hann fær harkaleg viðbrögð. Frá hverjum?

Bretum? Nei.

Hollendingum? Nei.

Árásirnar koma frá Íslandi. Ekki frá einhverjum, heldur frá tveimur þingmönnum. Punkturinn yfir i-ið er að þetta eru þingmenn stjórnarflokkanna tveggja. Það er eitthvað absúrd við þetta.

Svo undrast stjórnarliðar ásakanir um að þeir gangi erinda Gordons Brown.

 


mbl.is Lipietz vísar gagnrýni á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Já Haraldur. Þetta er með miklum ólíkindum. Ef Jón forseti vissi af þessu væri hann búinn að margsnúa sér við í gröfinni.

Guðmundur St Ragnarsson, 12.1.2010 kl. 00:59

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við verðum að berjast það er ekki til önnur leið gegn spillingaröflunum og valdhrokasinnunum í stjórninni sem verja eigin hagsmuni peningaþjófana og bankana og gleyma þeim sem treysta á þau.

Sigurður Haraldsson, 12.1.2010 kl. 02:12

3 identicon

Heyrðist þessi sami söngur ekki fyrir hrun þegar útlendingar vöruðu við og bentu á staðreyndir: „þeir skilja ekki íslenskar aðstæður“?

Og hvert leiddi sú afstaða okkur?

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 08:11

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Samt er það gott, að nú er loks komið alveg á hreint, hvar hollusta núverandi stjórnvalda liggur.

Ekki með okkar hagsmunum, né komandi kynslóða, nei, með kúgurum okkar og ofríkismönnum erlendum.

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar: Enginn vafi að innlán í útibúum erlendis eru á okkar ábyrgð

stjornarradid1.jpgRíkisstjórn Íslands hefur sent frá sér tilkynningu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um ábyrgð gistiríkja á eftirliti útibúa fjármálastofnana innan sinnar lögsögu. Er það hrakið það sem Evrópuþingmaðurinn Alain Lipietz hélt fram í þættinum Silfur Egils í gær að Ísland bæri engar ábyrgðir vegna Icesave reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.

Tilkynningin er svohljóðandi: 

Með aðild sinni að EES-samningnum gerðist Ísland hluti af innri markaði Evrópu. Samkvæmt tilskipunum ESB sem Ísland hefur tekið upp með lögum frá Alþingi gildir eftirfarandi:

·        Banki sem er með höfuðstöðvar í EES ríki stofnar útibú í öðru EES ríki: þá gildir ábyrgð tryggingarsjóðs heimaríkisins, þar sem höfðustöðvar bankans eru.
·        Banki sem er með höfuðstöðvar í ríki utan EES stofnar útibú í EES ríki: þá gildir ábyrgð tryggingarsjóðs gistiríkisins, þar sem útibúið starfar.

Ljóst er af þessu að þar sem Ísland er EES ríki féllu skyldur vegna trygginga á innlánum í útibúum íslenskra banka í öðrum EES ríkjum á íslenska tryggingasjóðinn.  Þótt meginreglan sé einnig sú að eftirlit með því að fjármálastofnun geti greitt út innlán hvíli á heimaríki hefur af hálfu Íslands samt sem áður verið bent á að eftirlitsstofnanir gistiríkis séu ekki undanþegnar eftirlitsskyldum.

Samkvæmt tilskipun 94/19/EB um innlánatryggingakerfi sem Ísland hefur tekið upp er það skylda sérhvers aðildarríkis EES að tryggja að á yfirráðasvæði þess sé komið á fót innlánatryggingakerfi, sem nái til fjármálastofnana með höfuðstöðvar í því ríki sem og útibúa þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu. Tilskipunin kveður skýrt á um að útibú í öðrum aðildarríkjum EES falli undir innlánatryggingakerfi heimaríkisins.

Íslensk stjórnvöld hafa á öllum stigum Icesave-málsins haldið því fram gagnvart Bretum, Hollendingum og Evrópusambandinu að um lagalega óvissu væri að ræða varðandi ábyrgð ríkissjóða við kerfishrun á lágmarkstryggingum innstæðueigenda. Jafnframt var strax í upphafi lögð áhersla á að fá úr málinu skorið fyrir viðeigandi úrskurðaraðila eða dómstól, en öllum tilraunum til þessa hefur verið hafnað af öðrum samningsaðilum en það er meginregla í þjóðarétti að ríki geta ekki leyst úr ágreiningi sín á milli fyrir dómstólum nema allir aðilar samþykki. Þessi fyrirvari sem áréttaður er í 2. gr. l. nr. 1/2010 breytir þó engu um þá niðurstöðu að ábyrgð tryggingarsjóðs heimaríkis gildir um útibú banka innan EES þótt annað hafi verið fullyrt undanfarna daga.  

Bjarni Kjartansson, 12.1.2010 kl. 13:09

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það hefur verið skoðun mín frá því að forsetinn sendi málið í þjóðaratkvæði að ný stjórn skyldi mynduð í landinu. Þessi stjórn hefur ákveðna stefnu og afstöðu sem hún kemur ekki til með að breyta. Þar af leiðandi mun þjóðaratkvæðagreiðslan snúast um stefnu ríkisstjórnarinnar og framhaldslíf hennar. Hefði talið það betra að hún færi frá og starfsstjórn mynduð. - Það breytir því ekki að ábyrgð Íslendinga á innistæðum útibúa Landsbankans er lagalega óbreytt og óumsemjanlegt atriði. Þetta var fokking fokk en ekki vondur draumur.

Gísli Ingvarsson, 12.1.2010 kl. 13:22

6 Smámynd:

 góður.  Hver þarfnast óvina þegar þeir sem kallast vinir haga sér svona?

, 12.1.2010 kl. 15:35

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk öll fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Bjarni: Í fyrirsögn fréttarinnar (af Eyjunni?) er talað um okkar ábyrgð. Spurning hvort það er frá ríkisstjórninni eða blaðamanni. Mér sýnist á uppstillingu að blaðamaður eigi fyrirsögnina.

Í tilkynningunni er ekki tekið svona til orða, aðeins talað um "ábyrgð tryggingasjóðs" en ekki þjóðarinnar og einnig "að um lagalega óvissu væri að ræða varðandi ábyrgð ríkissjóða við kerfishrun ..." 

Þótt ríkisstjórnin haldi illa á málum ættu blaðamenn að vanda sig betur.

Haraldur Hansson, 12.1.2010 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband