19.11.2009 | 18:11
José vantar konur!
Það er ekki bara á Íslandi sem menn glíma við kynjakvótann. Á sunnudaginn verður ríkisstjórn Barrosos búinn að sitja full fimm ár og hann vinnur nú við að setja saman nýja stjórn. Sjálfur verður hann áfram í embætti og nú sem forsætisráðherra nýja Evrópuríkisins.
Þegar 8 aðildarhéröð af 27 eiga eftir að tilnefna sína kommissara í "Barroso 2", eru aðeins þrjár konur komnar á blað. Þetta veldur José Manuel Barroso þungum áhyggjum.
José vantar konur.
Á meðan leita leiðtogarnir 27 að fyrsta forseta Evrópuríkisins, en nokkrir koma til greina. Einn kandídatinn er kona, svo ef hún verður kjörin léttir það aðeins áhyggjum af José forsætisráðherra.
Öll aðildarhéröðin 27 verða að sverja Evrópuríkinu hollustueið. Hann hljómar svona:
(Memeber states) declare that the flag with a circle of twelve golden stars on a blue background, the anthem based on the "Ode to Joy" from the Ninth Symphony by Ludwig van Beethoven, the motto "United in diversity", the euro as the currency of the European Union and Europe Day on 9 May, will for them continue as symbols to express the sense of community of the people in the European Union and their allegiance to it.
Barroso og félagar hljóta að bæta nýja forsetanum inn í hollustueiðinn ... our leader the president of the European Union ...
Barist um forsetaembætti ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er martröð!
Gullvagninn (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.