ESB martröðin

Draumur Samfylkingarinnar er að verða að martröð íslensku þjóðarinnar.

ESB martröðinMilljarðar á krossaspurningar í miðri kreppunni. Eftirgjöf í IceSave til að styggja ekki Brussel. Og Össur ennþá utanríkisráðherra.

Bara að Vinstri grænir hefðu nú verið jafn staðfastir og Vaclav Klaus, eins og þessi nýja frétt sýnir. Þá þyrfti ég ekki að sjá eftir að hafa kosið þá. 

 


mbl.is Svör við ESB-spurningum að verða tilbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað með vexti af eignum Landsbankans í þessi 8 ár.  Hver fær þá?

Haraldur Bóassson (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 12:42

2 identicon

Hvaða martröð búum við í núna?????? Furðulegur fjandi að lesa eftir ykkur einangrunarsinna bullið,finnst þér hafa tekist svona frábærlega á íslandi undanfarna áratugi?? ESB getur aldrei orðið neitt verra en þetta siðspillta kjaftæði sem íslenskir stjórnmálaflokkar hafa boðið okkur.

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 12:43

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk fyrir innlitið Ragnar.

Til að forðast allan misskilning: Ég er alfarið á móti einangrun, í hvaða mynd sem hún birtist. Þvert á móti vil ég afstýra því að Ísland einangrist innan tollamúra ESB og eigi áfram frjáls og óhindruð samskipti við öll þau ríki sem við óskum.

Leyfi mér að gera orð eins Evrópuþingmanns að mínum:

Ástandið getur aldrei orðið svo slæmt að ESB geti ekki gert það verra.

Haraldur Hansson, 14.10.2009 kl. 13:07

4 identicon

ég vil nú meina að aðild að ESB muni veita þessum skipulögðu glæpasamtökum sem kallast stjórnmálaflokkar hér á alndi mikið aðhald og það er deginum ljósara að hefðum við verið í ESB árin á undan hruninu þá hefði sennilega ekki orðið eins alvarleg kreppa hér því í ESB þá funda fjármálaráðherrar einu sinni ´+i mánuði og gefa skýrslur um stöðu mála í sínu heimalandi og fá erfiðar spurningar líka og lygavefurinn sem spunninn var hérlendis hefði aldrei viðgengist á slíkum fundum. Sjáðu bara þáttinn í gær um hrunið, Þorgerður Katrín sagði þar að erlendu bankarnir sem voru að segja okkur sannleikann og vara okkur við væri óhæfir og þyrftu á endurmenntun að halda því hér væri sko allt í himnalagi.Í ESB þá hefði hvorki hún né hinir glæpamennirnir komist upp með svona feluleiki!!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 13:14

5 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Ragnar, og koma okkur undir vald ESB glæpasamtakanna??? Það sem verra er með þá er að við getum ekki rekið þá eins og við getum gert við okkar eigin stjórnmálamenn og myndum því virkilega sitja í súpunni...og myndu engin búsáhöld duga til að koma okkur upp úr henni, hvorki sleif né ausa!!!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 14.10.2009 kl. 13:29

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk bæði fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Ragnar, svarið sem ég var kominn með í hugann endaði í sjálfstæðri færslu. Sjá hér. Vona að þú sért sáttur við að ég svari þér þannig.

Margrét, það er ekki nóg með að við getum ekki rekið þá, við getum ekki kosið þá heldur. Lýðræði er ekki til innan ESB.

Haraldur Hansson, 14.10.2009 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband