Elvítis Sokking Bokk

En við viljum vera í samfélagi þjóðanna. Við stöndum frammi fyrir því að við viljum ekki einangrast.  

Þessi "röksemdarfærsla" fyrir því að leggja IceSave drápsklyfjar á íslensk börn fer að verða svolítið þreytandi. Í hverri viku berast fréttir af erlendum fjárfestum sem vilja koma til Íslands, það er nú öll einangrunin. Þeir koma frá Noregi, Kína, USA, Japan og Kanada. Þeir vilja reka banka, álver, skurðstofu, tæknifyrirtæki, gagnaver og fleira. Svo eru (óstaðfestar) fréttir af norskum framsóknarflokki sem vill galopna lánalínur til Íslands, hvað sem úr verður.

Allt er þetta án tillits til þess hvort Samfylkingunni takist að leggja drápsklyfjar á íslensk börn og dæma þau til fátæktar. Enginn þessarra fjárfesta er að spá í IceSave eða bíða eftir lausn á því ljóta dæmi. Þeim er slétt sama um þetta IceSave.

Hinn einbeitti vilji Samfylkingarinnar til að stórskaða þjóðina byggist á einu og aðeins einu: Draumnum um að einangra Ísland innan tollamúra ESB. "Annars munum við einangrast".

Ögmundur þurfti kjark til að segja af sér af prinsippástæðum. Og kjarkinn hafði hann. En Samfylkinguna skortir kjark til að standa með þjóð sinni, auk þess sem hún er þjökuð af ESB blindu. Þess vegna gengur hún erinda Breta, Hollendinga og ESB í IceSave deilunni.  

Framganga fulltrú bresku ríkisstjórnarinnar í gær gefur ríka ástæðu til að ætla að í nýja Evrópuríkinu (sem grunnur verður lagður að á morgun) munu þeir stóru fara sínu fram í krafti aflsmunar. Ef svo heldur fram sem horfir mun ESB árátta íslenskra krata eiga eftir að reynast þjóðinni ansi dýrkeypt.

 


mbl.is Ekki sanngirni að við borgum, en...
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samfélag þjóðanna= Evrópusambandið.  Af hverju sýnir manneskjan ekki þann heiðarleika að segja það eins og er?

Jón Steinar Ragnarsson, 1.10.2009 kl. 13:15

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þaðer rétt að láta hana vita að ef við tökum klafann á okkur, þá munum við ekki uppfylla nein skilyrði til inngöngu næstu áratugina. Ekki frekar ena að við höfum nokkurntíman gert. 

Hún ætlar svo sennilega að fylgja Lettum að og leggja þjóðina í svelti og rústa öllum innfrastrúktúr með tilheyrandi mannfalli í áratugi til að klína okkur í gegnum Maastricht nálaraugað. Það verður að fara að taka þetta fólk úr umferð. Það er gersamlega viti firrt.

Geðklofinn í máli hennar er svo ótrúlegur. Hún viðurkennir samhliða þessu að ástandið hér sé svona vegna þess að regluverk sambandsins hafi verið gallað og sé gallað.  Manneskjan delerar út í eitt. 

Jón Steinar Ragnarsson, 1.10.2009 kl. 13:23

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk fyrir innlitið Jón Steinar, ég tek undir að það verður að fara að taka þetta fólk úr umferð.

Sá einmitt Fréttaaukann þar sem fjallað var um Lettland og maður óttast í alvörunni að Samfylkingin gæti valið þessa leið. Allt fyrir ESB og Evruna. Ég hef tuðað um það síðan löngu fyrir kosningar að fyrir framtíð Íslands sé ekkert hættulegra en uppgjafarstefna Samfylkingarinnar. Með hverri vikunni sem líður verð ég harðari á þeirri skoðun. Þetta er hættulegt fólk.

Haraldur Hansson, 1.10.2009 kl. 17:17

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Stórhættulegt meira að segja.

Georg P Sveinbjörnsson, 1.10.2009 kl. 22:13

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Brjálæðislega hættulegt meira að segja.

Helga Kristjánsdóttir, 2.10.2009 kl. 02:32

6 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Eins og áfengisjúklingurinn sem vill meira vín.

Hann veit ekki af hverju, en hann verður að fá meira..  ..meira smá félag þjóðanna.

Áfengissjúklingar eru bestu skinn, en þeir vita oft ekki hvað þeim er fyrir bestu.. :)  Það er ekki gott ef alkinn fær að vera undir stýri, og er auðvitað bannað á flestum stöðum í samfélagi þjóðanna.

Jón Ásgeir Bjarnason, 2.10.2009 kl. 09:56

7 identicon

Sæll Haddi!

Gaman að heyra hvað við efribæjar púkar að vestan erum svipað þenkjandi.

Þessir hug-og dugleysingjar í þessum eurokrataflokki eru svo hræddir við sjálfa sig að þeir þora ekki öðru en að láta útlendinga ráða yfir okkur.

Það sem er að gerast núna er ekkert ósvipað og í þorskastríðinu, nema þá áttu bretar enga bandamenn á Íslandi nú eiga þeir heila ríkisstjórn.

Nei takk, hingað og ekki lengra förum og hendum þeim út áður en þeim tekst að rústa Íslandi endanlega og notum til þess sömu verkfærin og í púkastríðunum á Ísafirði í gamla daga.

Jón Sigurður Norðkvist (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 11:32

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk öll fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Já Jón, eigum við að draga fram stríðstólin gömlu? Eitthvað þarf að gera til að stoppa þetta brjálæði. Í dag verður ESB breytt í Nýja ESB þegar Lissabon verður troðið ofan í Íra. Það er stærsta skrefið í þá átt að breyta ríkjasambandinu í eitt sambandsríki. Ísland á ekkert erindi í það.

Haraldur Hansson, 2.10.2009 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband