23.9.2009 | 16:36
Barroso á Bessastaði
Ummæli Ólafs Ragnars eru óheppileg, svo notað sé diplómatískt orðalag. En hann er ekki einn um að tala "óheppilega" um Ísland í dag.
Portúgalski sérvitringurinn José Manuel Barroso, sem Samfylkingin vill gera að valdamesta manni íslenska stjórnkerfisins, fer nú um Írland og bullar um Ísland. Það er liður í áróðursherferð ESB til að hræða Íra til að samþykkja Lissabonsamninginn, sem þeir felldu í fyrra.
Annar furðufugl, Silvio Berlusconi, sem líka er valdamikill í stjórnkerfi ESB, sagði í vikunni að "kjarnaríki Evrópusambandsins" ættu að taka sig saman og koma sáttmálanum í framkvæmd ef ekki tekst að þvinga Íra til að segja já. Írar eru eina þjóðin innan ESB sem hefur fengið að kjósa um hina dulbúnu stjórnarskrá.
Berlusconi lýsti sjálfan sig nýverið besta þjóðhöfðingja Evrópu. Hann vill ólmur tryggja gildistöku Lissabon samningsins, enda eykur hann vægi stóru ríkjanna í ákvarðanatökum innan ESB, en minnkar vægi hinna smærri. Þeir stóru vilja ráða og munu ráða.
Þetta er glæsilegt. Nú sitja íslenskir embættismenn fram á nótt við að svara krossaprófi frá Brussel svo Samfylkingin geti komið þjóðinni undir "verndarvæng" þessara manna. Glæpamanns frá Ítalíu og portúgalsks sérvitrings með heimsveldisdrauma. Hryðjuverka-Brown er sterkur bandamaður þeirra.
Ef Ísland verður dregið þarna inn legg ég til að Bessastöðum verði breytt í sumarhús fyrir Barroso. Sérstakt forsetaembætti fyrir Ísland verður þá hvort sem er orðið endanlega óþarft.
Íslensku bankarnir störfuðu samkvæmt reglum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið var þetta vel mælt.
, 23.9.2009 kl. 21:31
Í viðtalinu benti forsetinn á að íslensku bankarnir störfuðu samkvæmt gölluðu regluverki ESB. Þau ummæli fundust mér þörf og tímabær. Óskandi að fleiri íslenskir ráðmenn hefðu manndóm til að halda þeirri staðreynd á lofti erlendis.
Haukur Brynjólfsson
Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 22:38
Takk bæði fyrir innlitið og athugasemdirnar.
Sammála því Haukur að halda til haga meintum göllum regluverks ESB, sem stjórnvöld hafa ekki gert sem skyldi. En ÓRG sagði líka um bankana "didn’t violate any regulations" sem rímar illa við fréttir af rannsóknum (hér).
Annars er færslan aðallega um Barroso, sem er mesti bullari gærdagsins þótt ekki fái hann jafn mikla athygli í íslenskum fjölmiðlum.
Haraldur Hansson, 24.9.2009 kl. 09:44
Barasso og undirmálsmaður - studdur í sitt embætti af hægriflokkunum í Evrópu.
Samfylkingin hefði líklega ekki stutt Barasso.
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 13:25
Takk fyrir innlitið Þráinn.
Hvern Samfylkingin "hefði líklega ekki stutt" eða hvern Íslendingar myndu kannski styðja (ef við villumst þarna inn) skiptir nákvæmlega engu máli. Við munum ekki hafa nokkurn skapaðan hlut um það að segja.
Vægi okkar í slíkri ákvarðanatöku væri að óbreyttu ekkert og eftir gildistöku Lissabon verður það enn minna. Sjá t.d. hér.
ESB aðild er kynnt sem efnahagsmál; sem bjargræði á krepputímum. Því miður er ekki fjallað um framsal valds og hinn pólitíska samruna sem er í gangi. Um aukin völd hinna stóru. Það mun þó verða þyngra á metunum þegar fram líða stundir og okkur til tjóns.
Þjóðaratkvæði um aðildarumsókn hefði skapað grundvöll fyrir þá umræðu og kom því ekki til greina af hálfu Samfylkingarinnar. Því miður. Þetta mun týnast í rifrildum um undanþágur og ekki undanþágur þegar "samningurinn" um aðild verður borinn undir atkvæði.
Haraldur Hansson, 24.9.2009 kl. 13:55
Sæll. Þetta er hressilegt blogg hjá þér, þó að fáir séu sammála því.
Kær kveðja.
Jón Halldór Guðmundsson, 29.9.2009 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.