Langflottasta lið í heimi vs Liverpool

LEEDS UNITED er og verður alltaf Langflottasta lið í heimi. Það skiptir ekki máli í hvaða deild þeir spila eða hvernig leikirnir fara. Á morgun mæta mínir menn Liverpool í deildarbikarnum. Strákarnir frá Bítlaborginni verða að teljast sigurstranglegri þó að spænski barþjóninn hvíli eina eða tvær prímadonnur.

Það er svo mikill munur á boltanum í Premiership og League One að það er varla hægt að tala um sömu íþróttagrein. Það kom mér því mjög á óvart þegar ég fór á Elland Road hvað það var samt gaman að fara á völlinn. Stemmningin var meiriháttar og skemmtanagildið ekki minna þó boltinn sé ekki í sama gæðafokki og í úrvalsdeild.

Beckford
Það mættu 32.500 manns, auk mín, á Elland Road þetta desemberkvöld og Langflottasta lið í heimi vann öruggan
4:0 sigur á nágrönnunum í Huddersfield. Þá skoraði Jermain Beckford (mynd) tvö mörk fyrir Leeds, en hann er einn þeirra sem enn er í liðinu. Leikmannaveltan er býsna mikil í neðrideildunum.

Síðast þegar ég sá Liverpool í bikarleik gegn liði tveimur deildum neðar, var þegar þeir mættu "Íslendingaliðinu" Stoke City. Þá var Guðjón Þórðarson stjóri hjá Stoke og Liverpool vann 8:1 (ef ég man rétt). Sá leikur var í beinni á Sýn.

En á morgun er það Leeds United, mitt lið! Auðvitað er Liverpool miklu sigurstranglegra þó maður láti sig dreyma um heimasigur. Það verður gaman að sjá Leeds loksins spila við lið úr efstu deild og góð tilbreyting frá Darlington, Northampton, Milwall og öðrum álíka liðum.

Þess verður vonandi ekki langt að bíða að allir unnendur knattspyrnunnar fái að sjá Leeds United aftur á sínum stað, í toppslagnum í úrvalsdeildinni. Okkar tími mun koma!

 


mbl.is Benítez reiknar með erfiðum leik á Elland Road
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jamm hræðist það að mitt lið LIVERPOOL nái ekki góðum úrslitum á Elland Road, vanmat Benize á LEEDS er algjör og nú hlakkar í kalli að geta breitt liðinu sem hann er frægur fyrir og árangurinn ekki góður af því þau árin nema kannski á síðasta ári var minna um breytingar milli leikja og liðið endaði því í öðru sæti Úrvalsdeildarinnar..

en nú er Benzi búin að fá nógu, nú skal fara í breytingar, sérkennileg þessi kaup hjá honum á stórslösuðum leikmanni sem var eitthvað góður og söluliðið er enn grenjandi af hlátri sá leikmaður getur ekki byrjað fyrr en seint í október að leika og þá kannski í nokkrar mínútur til að byrja með, líklegt að hann verði ekki 100% fyrr en í desember eða janúar 2010, þetta er leikmaður sem má líkja við sem svipuðum leikmanni og Taviez hjá Man City....spurning hvort að hann standi nokkuð upp 100% því það alvarleg var hann slasaður, það eru mörg dæmi þess að leikmenn sem hafa slasast eins og þessi leikmaður haf ekki náð sér eftir slíkt slys svo alvarlegt er það...

Tryggvi Bjarnason (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 21:31

2 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Loksins að ég sé samherja sem heldur með Leeds, en við Leedsarar höfum fæstir þorað að segja frá okkar liði síðustu árin, og ekki bætir úr skák að ég er einnig Þróttari. Leeds virðist þó loksins hrokkið í gang aftur, og taka poolarana óvænt í kvöld.

Sigurður Gunnarsson, 22.9.2009 kl. 08:43

3 identicon

Haha, þú ert sko ekkert einn um að halda með LEEDS, búið að vera mitt lið í svo langan tíma, að ég man ekki svo langt aftur;) Og þó maður styðji lið í efstu deild, þá er hjartað Leeds! Fann út fyrir löngu að, það lið sem kemst næst gömlu Leedstöktunum frá því í den, er Arsenal og ég held með þeim í úrvalsdeild, bara svona til að hafa e-ð lið þar;)

Halla (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 10:28

4 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Gott að heyra að það eru fleiri sem halda tryggð við gamla góða LEEDS okkar tími mun koma og byrjunin í deildinni lofar góðu þetta árið.

G. Valdimar Valdemarsson, 22.9.2009 kl. 12:09

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk allir fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Það eru 526 félagar skráðir í Stuðningsmannaklúbb Leeds á Íslandi. Þrátt fyrir veru í c-deild mæta nokkrir tugir Leedsara á Ölland Road (í Ölveri) þá sjaldan að okkar menn eru sýndir í beinni. Á hverju ári fer líka einhver hópur á völlinn í Leeds.

Ef þið Sigurður og Valdimar eruð á Reykjavíkursvæðinu skellið þið ykkur bara á Ölland í kvöld. Þar verður góður hópur.

Haraldur Hansson, 22.9.2009 kl. 12:41

6 identicon

Ég mæti á Ölland, hef verið Leedsari alla mína fótboltatíð og fylgst grant með mínum mönnum í fjörutíu ár eða allar götur síðan 1969.

Einu sinni Leeds, alltaf Leeds og ekkert annað!

Held þeir hljóti að hafa það upp um deild í þetta sinn og það verður gaman að sjá þá kljást við púlarana í kvöld.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband