Misheppnað bankarán

Blaðakona Fréttablaðsins rifjar upp söguna af tilraun til bankaráns í Svíþjóð 1973 í Bakþönkum dagsins. Ógæfumaður hélt þá mönnum í gíslingu í nokkra daga og eru þau tengsl sem mynduðust milli ræningjans og fanga hans jafnan kölluð "Stokkhólmsheilkennið", þ.e. þegar menn taka afstöðu með kúgara sínum.

Í framhaldinu er þetta fært upp á íslensk stjórnmál. Nýleg skoðanakönnun sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur um þriðjungs fylgi meðal þjóðarinnar. Telur blaðakonan það geta bent til þess að Stokkhólmsheilkennið þjaki íslenska þjóð, þar sem átján ára valdatíð íhaldsins hafi leitt yfir okkur hrun og þrengingar. Ekki skal ég leggja dóm á það, en skoðum málið aðeins lengra.

Stokkhólmsheilkenni og Baugsmiðlar

Merki Samfylkingar/RauðsólarÞað sem gerir Bakþanka blaðakonunnar áhugaverða er að þeir eru birtir í Fréttablaðinu. Blaði sem er í eigu félags sem útrásarvíkingurinn Jón Ásgeir stofnaði í október 2008, rétt eftir hrun. Kaupin voru fjármögnuð með lánum sem hann fékk úr nýju bönkunum, enda er þessi sami Jón Ásgeir aðaleigandi Samfylkingarinnar.

Kröfur í þrotabú Baugs, sem Jón Ásgeir er jafnan kenndur við, nema 316.500 milljónum króna. Það jafngildir árslaunum allra vinnandi manna í Stykkishólmi og á Dalvík, samanlagt, í hálfa öld. Jón Ásgeir er því sannarlega einn af stóru skúrkum hrunsins. Skyldu Stokkhólmsheilkenni skýra að blaðamenn geti fengið það af sér að vinna áfram hjá Baugsmiðlum og þiggja laun frá fyrirtæki Jóns Ásgeirs?

Stokkhólmsheilkenni, IceSave og ESB

Ef niðurstaða blaðakonunnar er rétt hlýtur Stokkhólmsheilkennið að hrjá miklu fleiri Íslendinga en þá sem styðja íhaldið. Í samningunum um IceSave beittu Bretar ljótum meðulum. Um það er ekki deilt að þetta eru sannkallaðir kúgunarsamningar. Gögn málsins taka líka af allan vafa um að ESB, undir forystu Barrosos, tók þátt í gjörningnum og er ESB beinn gerandi í skepnuskapnum gegn Íslandi.

Samkvæmt könnunum styður hópur Íslendinga umsókn um aðild að ESB. Fær Samfylkingin aldrei bakþanka yfir að hafa sótt um á þessum tímapunkti? Skýrist það af Stokkhólmsheilkenni eða bara klassískum kratisma? Hvort er verra?

Næsti pistill á baksíðu Fréttabaugsins mætti vera um forsíður blaðsins á meðan IceSave var til umfjöllunar í þinginu, áróðursgildi þeirra og hvaða hagsmuna var gætt. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú mátt ekki gleyma því að umrædd kona er eiginkona Helga Hjörvars þingmanns samfylkingarinnar.

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 16:18

2 identicon

Ekki veit ég hvort þú Haraldur þekkir til Þórhildar Elínar, sómakonu. En umsagnir þínar segja meir um þig sjálfan, því miður.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 20:18

3 identicon

Haraldur, ég hef spurt um það fyrr hvort það kallist ekki Stockhomls Syndrome (Stockholms heilkenni), að Jóhanna og co. fóru skríðandi á hnjánum og sóttu um inngöngu í EU og seinna vildu ólm skrifa undir kúgunar- og nauðungar-plagg vegna hótana AGS, Breta, Hollendinga, EU etc.   Það er og var ótrúlega niðurlægjandi og fullkomlega óeðlilegt. 

ElleE (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 10:12

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk öll fyrir innlitið og athugsemdirnar.

Jóhann Gunnar: Þetta hafði ég ekki hugmynd um og skiptir kannski ekki máli í þessu samhengi. Takk samt fyrir upplýsingarnar.

Gísli: Færslan er um innihald blaðagreinar en ekki þann sem skrifaði hana, enda er blaðakonan ekki nafngreind í færslunni. Ekki dreg ég í efa að hún sé sómakona.

Hún telur að fylgispekt við íhaldið geti skýrst af Stokkhólms heilkenni. "Ekki skal ég leggja dóm á það, en skoðum málið aðeins lengra" segi ég og bæti við sams konar pælingum um tvö önnur mál. Og "ef niðurstaða blaðakonunnar er rétt" eru mínar pælingar hvorki réttari né vitlausari en vangaveltur hennar.

Hvað er það annars sem færslan segir meira um mig og þér þykir miður?

ElleE: Ég er sammála því að það var fullkomlega óeðlilegt að sækja um aðild að ESB á þessum tímapunkti og við þessar aðstæður. Helst vildi ég að það yrði aldrei gert, en það er annað mál.    

Haraldur Hansson, 5.9.2009 kl. 12:04

5 identicon

Og Haraldur, þú hafðir örugglega ekki síður leyfi en umrædd blaðakona til að koma með slíkar spurningar.  Og undarlegt að blaðakona þessi skyldi ekki hafa tengt EU umsókn sam-spillta flokksins og Icesave hryllinginn þeirra við Stocholms Syndrome þó henni hafi dottið það í hug þó með kjósendur Sjálfstæðisflokks.   Getur ekki verið að hún sé of hlutdræg og miðað við comment no. 1?

ElleE (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 12:28

6 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Mér þóttu þessir bakþankar um margt merkilegir og hló reyndar við er ég las þá (Ég hef verið Sjalli alla tíð nema í síðustu kosningum). En mikið þykir mér veröldin einföld ef hrunið hér er Sjöllum að kenna og þeim einum. Þetta hrun er margþætt og orsökin teygir sig víða. Meðal annars inn í Samfylkinguna, Heimabæ Þórhildar. En rétt er það þó hjá henni að sök Sjalla er mjög stór.

Annars er það sorglega satt hvað pólitíkin gerir fólk blint. Það liggur við að þetta séu trúarbrögð. Og allir sem eru trúaðir vita það að "hinir" eru villutrúarmenn og því nærri því ómarktækt fólk. Sorglegt.

Því í enda dags eru allir þeir sem eru í pólitík að vinna að nákvæmlega sama markmiði: Gera heiminn betri. Þau greinir bara á um aðferðir og áherslur. Og þar stendur hnífurinn í kúnni.

Þórhildur Elín Elínardóttir er um margt skemmtilegur penni og ég hef haft gaman af skrifum hennar í gegnum tíðina. Skrifum Hallgríms Helga líka. Og margra annarra rithöfunda. Og þetta fólk er eflaust mikið sómafólk, eins og fólk er yfirleitt. En pólitíkin skemmir margt og eitrar að innan. 

Sigurjón Sveinsson, 5.9.2009 kl. 13:05

7 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég ætlaði að skrifa langhund hér, en Sigurjón sagði það flest.

 Vil þó bæta við það að sjallar reyna nú hvað ákafast að klína Icesave skömminni á Svavar Gestsson, sem er ekki klókt og sanngjarnt af þeim.

Auðvitað ber Sjálfstæðisflokkurinn meginábyrgð á því máli, um það þarf ekki að ræða, en á öllum stigum hafði hann samstarfsflokka í ríkisstjórn og, frjálsa fjölmiðlun í landinu þökk sé ÓRG. og einnig stjórnarandstöðu sem ekki beitti sér nægilega vel.

Þegar öllu er á botninn hvolft er forsetinn einn með hreinan skjöld.

Kveðjur,

Jón H

h ég og allir hinir sem  ´´a

Jón Halldór Guðmundsson, 13.9.2009 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband