VARÚÐ: Lukkupottur framundan!

GeitungagildraGeitungagildran er snjöll uppfinning. Þessi er af gerðinni Yellowjacket. Fórnarlambið kemst auðveldlega inn en það kemst aldrei aftur út.

Til að lokka geitunga í gildruna er settur í hana sætur ilmandi vökvi. Appelsín virkar mjög vel. Þeir skríða inn og halda að þeir séu komnir í algjöra paradís. En lukkupotturinn er bara gildra í fallegum litum.

Á endanum verða þeir blautir og klístraðir og geta sig hvergi hrært. Deyja svo drottni sínum í allt-í-plati sælunni.

ESB á alveg heilmikið sameiginlegt með geitungagildrunni frá Yellowjacket. "Once-in, never out" stendur á umbúðum. Í alvörunni!

Það væri rétt og heiðarlegt að setja slíkar áletranir á ESB kjörseðlana þegar þar að kemur. Sterkar aðvaranir eins og eru á sígarettupökkunum: "Varúð. Það verður ekki aftur snúið!".

Fleiri hugmyndir um viðeigandi aðvörunartexta?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Erum við ekki þegar búin að afsala okkur ákveðinni friðhelgi í gegnum EES?

Er eitthvert val?

Lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

1. gr. Markmið.

Markmið laga þessara er að stuðla að því að með persónuupplýsingar sé farið í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs og að tryggja áreiðanleika og gæði slíkra upplýsinga og frjálst flæði þeirra á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins.

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 12:43

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Mr. Jón, ég sé ekki hvernig færslan tengist friðhelgi og persónuvernd.

Haraldur Hansson, 18.8.2009 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband