10.8.2009 | 17:03
Offramboð á krötum
Stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag er offramboð á krötum.
Þá er ég ekki að tala um þessa gömlu, sem á síðustu öld vildu bæta kjör þeirra sem minnst mega sín. Ég á við þessa nýju, frjálshyggjukratana sem vilja farmselja fullveldið, kjósa burt lýðræðið og láta undan kúgun Breta.
Ef þingmenn úr þeirra hópi tjá sig opinberlega um IceSave er það alfarið eftir flokkslínunni, þar sem útgangspunkturinn er að styggja ekki Evrópusambandið (eins og Ingibjörg Sólrún hefur útskýrt rækilega). Það vita allir svörin fyrirfram og tekur því ekki lengur að spyrja.
Lítil frétt á RÚV-vefnum er einmitt lýsandi, þar segir m.a.: "Andstaða við frumvarp um ríkisábyrgð hefur aukist í þingflokki Vinstri grænna og ekki er meirihluti fyrir frumvarpinu á þingi að óbreyttu." Samfylkingin er ekki nefnd á nafn í allri fréttinni, eins og hún hafi ekkert til málanna að leggja.
Það er ekki eðlilegt að enginn úr 20 manna þingflokki setji (opinberlega) fram spurningar eða fyrirvara við stórmál þegar svona mörg atriði eru umdeild. Þess vegna finnst mörgum sem öllu púðrinu sé eytt í að kynna málstað andstæðinganna og réttlæta slæma niðurstöðu, sem er eftir breskri uppskrift. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir segir "það er ekki öll nótt úti enn" veit maður ekki hvort það er jákvæð eða neikvæð athugasemd.
Ekki öll nótt úti enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er hrædd um að það sé bara enn einn firringarfrasinn hjá henni
Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.8.2009 kl. 17:16
>>>>>hún brunar >>>>> á vitlausum vegarhelmingi.
Helga Kristjánsdóttir, 10.8.2009 kl. 21:48
Ég tel að það sé til þingmenn Samfylkingar sem viti ekkert um hvað ESB aðild inniheldur..þetta er svona bóla sem þessu liði finnst voða flott, það á einhver eftir að vakna úr rotinu.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 10.8.2009 kl. 22:17
Ef það er eitthvað verra en frjálshyggjan, þá er það kratafrjálshyggjan!
Guðmundur Ásgeirsson, 10.8.2009 kl. 23:31
Takk öll fyrir innlitið og athugasemdirnar.
Því miður finnst mér eins og IceSave málið snúist ekki lengur um óviðráðanlegar drápsklyfjar IceSave samningsins, heldur um tilveru ríkisstjórnarinnar. Smá pæling um það í næstu færslu.
Haraldur Hansson, 11.8.2009 kl. 12:48
Öll vinnubrögð Samfylkingarinnar virðast snúast um það eitt að halda völdum.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.8.2009 kl. 12:52
Haraldur; endilega! Ótrúlegt að fylgjast með því hvernig andlegt ofbeldi er orðin handbærasta stjórnunartækið innan hinnar opinberu stjórnsýslu
Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.8.2009 kl. 13:08
Rakel, með "næstu færslu" átti ég við þessa, sem ég var þá nýbúinn að birta.
Haraldur Hansson, 11.8.2009 kl. 14:19
Ég áttaði mig á því Haraldur og er búin að lesa hana!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.8.2009 kl. 15:27
Ætti kannski að taka það fram að ég vísaði svo á bloggið þitt í nýjustu færslunni minni sem er tengd sömu færslu og þín (þ.e. „næsta færsla“). Vísaði til þín sem einn af þeim sérfræðingum sem ég fylgist reglulega með í þeirri umræðu sem ég er uppteknust af um þessar mundir
Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.8.2009 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.