IceSave snýst um smáaura

Það sorglega við IceSave er að peningarnir sem um er að tefla eru bara smáaurar. Fyrir Breta, vel að merkja. En drápsklyfjar fyrir okkur. Meint skuld okkar við þá jafngildir því að t.d. Færeyingar skulduðu okkur 1,8 milljarða. Það leggur sig á sirka tvö afskrifuð kúlulán í Kaupþingi.

Ef við samþykkjum ríkisábyrgð brosa Bretar útí annað, koma við á pöbbnum á leiðinni heim og svo er málið gleymt. Alla vega þessi blessuðu pund. Eftir nokkrar vikur væri þetta bara fjarlæg minning um leiðindamál, sem gleymist. En við sætum eftir með óbærilegar skuldir og skert lífskjör næstu 3-4 áratugina.

Ef efnahagur Færeyja væri í rúst og þeir skulduðu okkur (að okkar mati, en ekki þeirra) 1,8 milljarða, myndum við þá ganga hart fram í innheimtu? Veifa umdeildri lagatúlkun okkar og krefjast vaxta? Tæplega.

Hvað er þá málið? Fyrir Breta, Hollendinga og ESB er þetta fyrst og fremst prinsippmál. Það bara hlýtur að vera.

Ekki veit ég hvort Ingibjörg Sólrún talaði af sér þegar hún sagði að ekki væri hægt að láta reyna á IceSave fyrir dómstólum. Það gæti stefnt bankarekstri í Frakklandi og Spáni í tvísýnu. Við gætum ekki valdið slíku óöryggi. 

Er það ekki mergur málsins; það má ekki styggja Evrópusambandið? Fyrir þá er þetta prinsippmál, svo ekki skapist óvissa um tryggingakerfin í Evrópu. Það er kannski skiljanleg afstaða. Fyrir okkur er þetta spurning um lífskjör næstu áratugina. Og fólksflótta.

Það hlýtur að vera hægt að finna ásættanlega málamiðlun, nema menn séu búnir að semja af sér. Það getur ekki verið að það sé kappsmál fyrir Breta og Hollendinga að gera útaf við fámenna þjóð. Þeir hljóta að vera leita lausna en ekki hefnda.

Ef samningnum er hafnað, hvort sem er beint með því að segja nei, eða óbeint með því að setja afgerandi fyrirvara, þá eigum við ekki að óttast refsiaðgerðir. Því síður einangrun frá alþjóðasamfélaginu, eins og nú er í tísku að hóta. Við eigum að ganga útfrá því að í siðmenntuðum, vestrænum ríkjum sé leitað samninga, eftir reglum réttarríkisins. Bretar eru ekki villimenn og Hollendingar ekki heldur.

 


mbl.is Svigrúm til að setja skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Við skulum vona það.

, 6.8.2009 kl. 21:18

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Aðstæður í dag eru aðrar en þegar forsendur voru lagðar fyrir Icesave-samningum í vetur. Bankakerfi Evrópu riðaði til falls og stjórnvöld í öllum ríkjum álfunnar lögðu sig í líma að fullvissa almenning að öllu væri óhætt.

Í umræðunni hjá okkur gætir þess ekki að ástandið í Evrópu býður upp á hagfelldari niðurstöðu. Ástæðan eru sú að ríkisstjórnin er búin að festa sig svo rækilega í skotgröfunum að hún verður að víkja ef Alþingi fellir frumvarpið. Það þurfti ekki að fara svona en úr því sem komið er verður ríkisstjórnin að falla á sverðið.

Páll Vilhjálmsson, 6.8.2009 kl. 21:41

3 identicon

Gísli; Hvaða þvaður er þetta í þér maður! Ert þú þá þeirrar skoðunnar að breskur almenningur sé ábyrgur fyrir innrásinni í Írak og mannfallinu þar og öllum þeim gríðarlega efnahagslega skaða sem þar var unninn vegna þess að þeir kusu Verkamannaflokkinn ítrekað yfir sig? Ertu ekki í lagi maður?

Rekkinn (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 01:21

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk öll fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Páll: Nákvæmlega. Breyttar aðstæður frá því í haust ættu að hafa áhrif til hins betra en gera það ekki. En ef stóra málið núna er að bjarga einni ríkisstjórn frá falli eru menn illa þjakaðir af pólitískri sjónskekkju. Hver verður huggunin í "fyrstu hreinu vinstristjórninni á lýðveldistímanum" eftir fáein ár þegar IceSave fer virkilega að bíta?

Gísli: Taka ábyrgð á hvaða gjörðum mínum? Þér að segja hef ég aldrei kosið þetta yfir mig. Aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn ef það er það sem þú ert að gefa þér.
IceSave snýst um prinsipp fyrir ESB löndin en lífskjör fyrir okkur. Það hlýtur að vera hægt að finna aðra og betri lendingu en að leggja Ísland á hliðina. Um það snýst færslan.

Haraldur Hansson, 7.8.2009 kl. 09:04

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Smá peninga!!!!

Þetta er nú ekki sanngörn staðhæfing. Þetta eru 700 milljarðar sem samsvarar nú rekstri nokkura borga í Bretalandi og Hollandi. Þetta er sennilega upphæð sem nemur skattgreiðslum um 7 til 800 þúsund Breta og Hollendinga á síðasta ári. Þannig að þetta mælist væntanlega sem einhver % af þjóðartekjum þeirra.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.8.2009 kl. 10:30

6 identicon

Hvað gerist ef Alþingi samþykkir ekki frumvarpið um IceSave?  Jú þá munu Bretar og Hollendingarhafa tvokosti að mínu mati:

  1. Sækja á Tryggingasjóðinn.  En hann á enga peninga, hann er gjaldþrota.  Þá opnast ótal póitískar og lagalegar spurningar um götótt regluverk Evrópusambandsins. Vilja Breta og Hollendingar það? Vill Evrópusambandið það? Vill Samfylkingin það? Nei.
  2. Bretar og Hollendingar vilja semja um IceSave að nýju.

Jóhannes Jónsson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 11:17

7 identicon

Bretar sendu skilaboð til USA að þeir gætu ekki borgað lánin sem þeir fengu frá þeim í   fyrri heimstyrjöldinni.  Bandaríkjamenn fóru ekki í neinar refsiaðgerðir gegn Bretum vegna þessa. Bandarískir þegnar tóku þessar lánsbyrðar á sig.

USA hefur þó ekki enn afskrifað þessar skuldir.

Þetta er rétt hjá þér að þessi upphæð eru smápeningar fyrir Breta. Þessi upphæð jafngildir 1. árs upphæð STÖÐUMÆLASEKTA í Bretlandi.

eggert gúðmundsson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband