Í liði gegn þjóð sinni?


Í FRÉTTABLAÐINU í dag er athyglisverð grein eftir Þorvald Gylfason sem ber yfirskriftina og spurninguna "Í röngu liði?". Þar segir Þorvaldur meðal annars:

Ríkisstjórnin hefur ekki hirt um að marka sér skýra stöðu við hlið fólksins í landinu gegn ábyrgðarmönnum hrunsins.

Hún heldur áfram að hegða sér að ýmsu leyti eins og máttvana handbendi þeirra, sem lögðu bankana og efnahagslífið í rúst.

Það er athyglisvert að lesa ádrepu Þorvaldar og þá slöku einkunn sem hann gefur sitjandi ríkisstjórn. Ekki síst í ljósi þess að hann er sagður stuðningsmaður Samfylkingarinnar. Í lok greinarinnar segir:

Ef stjórnin teflir frá sér trausti fólksins, sýnist fullreynt, að stjórnmálastéttin er ófær um að leiða Ísland út úr ógöngunum, sem hún ásamt öðrum leiddi landið í.


Undirstrikanir eru mínar.

Í fyrri hluta greinarinnar fjallar Þorvaldur um "arfleifð gömlu bankanna" og helmingaskipti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, aðkomu viðskiptaráðs og ýmislegt fleira. Grein hans í heild má finna hér.

Það líta ekki allir fortíðina sömu augum. Ekki ætla ég mér að dæma um hvað er rétt um helmingaskiptin en bendi á færslu Halldórs Jónssonar (hér) til að fá annað sjónarhorn á málið.

Mér sýnist báðir þessir herramenn hafa nokkuð til síns máls.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Batamerki hjá þessum mönnum þeir sjá ósóman sem er á stjórninni

Jón Sveinsson, 6.8.2009 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband