Klúðra fyrst og laga svo

"Þú tryggir ekki eftir á" er vel heppnað slagorð sem notað var af tryggingafélagi. Það er vel heppnað vegna þess að það sjá allir hvað það er rökrétt.

Nú ætlar Jóhanna Sigurðardóttir að tryggja eftirá. Hún vill samþykkja ríkisábyrgð á IcaSave núna og sjá svo til. Taka svo kannski upp viðræður við Breta aftur seinna.

Það getur vel gerst seinna meir ef við teljum það heppilegt fyrir málstaðinn ... ég útiloka ekki að viðræður verði teknar upp að nýju síðar

Hvers vegna ekki að ganga frá málinu strax? Það veldur eflaust óþægindum að láta málið tefjast með tilheyrandi töfum á AGS prógramminu. En sá skaði er varla nema smámunir hjá þeim ósköpum sem óbreyttur IceSave samningur hefði í för með sér.

Það skyldi þó ekki vera að DV hafi haft eitthvað fyrir sér í frétt um að Bretar ætli að lækka IceSave reikninginn ef Ísland gengur í ESB? Er það planið? Að veifa lækkun framan í kjósendur til að fiska fleiri atkvæði með ESB aðild?

Frétt DV vakti ekki mikla athygli, líklega vegna þess hversu ótrúverðugt þetta er. En því miður þyrfti slíkur sóðaskapur ekki að koma á óvart þegar Samfylkingin er annars vegar. Ef rétt reynist, hvað sjá Bretar þá svona verðmætt við inngöngu Íslands í ESB? Ekki ætlar þeir að fella niður skuldir af góðvild einni saman.

Allt upp á borðið, sögðu þau. Hvernig væri það nú?

 


mbl.is Segir Ísland geta staðið við skuldbindingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Landráð!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.8.2009 kl. 12:15

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Leyniþjónusta Íslands...nei ég meina Ríkisstjórn Íslands hefur hafið leynipukrið upp í nýjar hæðir. Opinn stjórnsýsla hvað ?

Ríkisstjórnin þarf að víkja. Henni er ekki mögulegt að gera neitt lengur.

xV
Forsætisráðuneyti (Atli Gíslason) [Steingrímur þarf að draga sig í hlé]
Land/Sjávarútvegsráðuneyti (Jón Bjarnason) [bara kannski]
Dómsmálaráðuneytið (Ásmundur Einar Daðason) [framtíðar stjórnmálamaður með bein í nefi]
xD
Fjármálaráðuneytið (Bjarni Benediktsson)
Iðnaðarráðuneytið (Pétur Blöndal)
Heilbrigðisráðuneytið (Kristján Þór Júlíusson)
Samgönguráðuneytið (Ragnheiður Árnadóttir)
xB
Utanríkisráðuneyti (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson)
Menntamálráðuneytið (Höskuldur Þórhallsson)
Umhverfisráðuneytið (Eygló Harðardóttir)
xO
Viðskiptaráðuneytið (Þór Saari)
Félagsmálaráðuneytið (Birgitta Jónsdóttir)

Helst hefði ég viljað sá Ásmund Einar Daðason leiða stjórnina, enda sýnist mér þar á ferð einhver efnilegasti stjórnmálamaður landsins (það fullyrði ég sem öfgafullur hægri maður). Hann er sjálfsagt aðeins og ungur enn....og þó ?

En Samfylkingin er hreinlega of blind af ESB ást, enda haft fátt annað til málana að leggja síðustu árin.

Haraldur Baldursson, 5.8.2009 kl. 16:02

3 identicon

@ HB

Mikið líst mér vel á þessa hugmynd þína. Þessi stjórn yrði kölluð "dægurflugna stjórnin" (er skemmtilegra og jákvæðara þýðing á populism en lýðsskrum) og myndi skila Samfylkinguni meirihluta i næstu þingkosningum.

En mikið rosalega er þetta súrir pistlar á þessari síðu, þetta er svo sannarlega þunglyndis hvetjandi efni.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 20:29

4 identicon

Synd að sjá hvað þú ert litaður af hatri í garð Samfylkingarinnar vegna Evrópusambandsins. Slíkt gefur ekki málefnalega umræðu og þessvegna nenni ég ekki að ræða þetta við þig...!

Snæbjørn Bjornsson Birnir (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 22:11

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Stærri synd er hversu illa Samfylkingin er haldin ESB-blindu (ég geng ekki svo langt að kalla það siðblindu, þó sönnunargögnin séu kominn í háan staffla)

Haraldur Baldursson, 5.8.2009 kl. 22:23

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk öll fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Jakobína: Landráð er þung ásökun. En úrræðaleysi, kjarkleysi og ofurtrú á allsherjarlækningu í Brussel lætur þetta vissulega líta illa út.

Haraldur: Ég hef ekki tilbúna nýja stjórn á teikniborðinu. En komi til stjórnarskipta myndi ég helst vilja sjá eitthvað nýtt, sem byggt er á öðru en rótgrónum flokkslínum. Það er kannski óraunhæf óskhyggja.

Haraldur Hansson, 6.8.2009 kl. 08:36

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Magnús: Ef þér finnst pistlarnir mínir súrir bendi ég þér á að ástandið í samfélaginu er ekki bein sætt. Og framtíðarhorfurnar lítið bjartari. Ég nenni ekki að blogga um mataruppskriftir, enda slakur kokkur.

Snæbjörn: Ég mæli með að þú lesir grein Þorvaldar Gylfasonar í Fréttablaðinu í dag "Í röngu liði?" Það lýsir hann vantrú sinni á máttlausri stjórn. "Ríkisstjórnin hefur ekki ekki hirt um að marka sér stöðu við hlið fólksins í landinu ..." segir hann.

Einnig: "Ríkisstjórnin virðist lömuð af ótta. Við hvað?" og síðar "Ef stjórnin teflir frá sér trausti fólksins, sýnist fullreynt, að stjórnmálastéttin er ófær um að leiða Ísland út úr ógöngunum ..."

Þorvaldur er stuðningsmaður Samfylkingarinnar.

Haraldur Hansson, 6.8.2009 kl. 08:45

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Að gefnu tilefni:
Frétt DV sem nefnd er í færslunni má finna hér.

Haraldur Hansson, 8.8.2009 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband