15.7.2009 | 12:54
Ráðherra sagði satt!
"Landbúnaðarskýrslan er trúnaðarmál" segir í viðtengdri frétt og það það mjög í anda ESB. Ef innihaldið hentar ekki Evrópusambandinu er sannleikanum haldið leyndum. Það má líta á feluleikinn með skýrslu Háskóla Íslands sem æfingu í Brusselskum Evrópufræðum.
Það er ekki vel séð í Brussel þegar embættismenn segja satt. Síst af öllu ef þeir eru hátt settir og tala um lýðræðið" innan ESB. Hér er eitt alveg nýtt dæmi.
Fulltrúi Íra í Framkvæmdastjórn ESB er Charlie McCreevy, fyrrum fjármálaráðherra landsins. Hann er ráðherra málefna innri markaðarins (Internal Market and Services Commissioner). Fyrir mánaðamótin sat hann ráðstefnu endurskoðenda í Dublin.
Ég held að stjórnmálamenn í Evrópu viti að ef sama spurning hefði verið borin undir þjóðaratkvæði í löndum þeirra hefði niðurstaðan í 95% landanna orðið nei" líka.
Þetta sagði McCreevy um Lissabon samninginn. Honum varð það á að segja satt og hefur mátt þola gagnrýni fyrir. Írar verða látnir kjósa aftur um samninginn í október af því að þeir kusu ekki rétt" í fyrra, að mati ESB. Írar eru eina þjóðin innan ESB sem fékk að kjósa, en venjulega fá þegnar Evrópuríkisins aldrei að kjósa um neitt sem skiptir máli.
Niðurstaða kosninganna í október liggur fyrir. Meirihlutinn mun segja já þar sem ríkisstjórn Evrópuríkisins er staðráðin að spara sig hvergi og sjá þannig til að mistökin" frá því í fyrra endurtaki sig ekki. Þeir gerðu þetta líka 2002 og kunna handtökin.
ESB hótar Írum
Eftir þessi mistök er ljóst að McCreevy verður ekki á ráðherralistanum sem José Manuel Barroso, forsætisráðherra Evrópuríkisins, leggur fram í haust. Og það sem meira er, ef Írar gera ekki eins og þeim er sagt og kjósa "já" er líklegt að þeir fái engan fulltrúa í Framkvæmdastjórn ESB. Þessi dæmigerða ESB hótun gegn lýðræðinu kemur fram í máli Barrosos í Irish Times í gær.
Landbúnaðarskýrslan sögð trúnaðarmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.