Pólitískar sjónhverfingar?

Það er ein setning í viðtengdri frétt sem ég hnaut sérstaklega um:

Jóhanna vill láta leggja sérstakt álag á fjármálastofnanir sem gangi inn í tryggingasjóðinn til að hindra að skattgreiðendur þurfi að greiða skuldirnar sem kunni að falla á Tryggingasjóð innstæðueigenda eða ríkið vegna þessa.

Og hverju breytir það?

magic_moneyRíkisábyrgð á IceSave þýðir að það verða 320 þúsund Íslendingar sem borgar brúsann. Það er ekki hægt að töfra skuldina í burtu. Það skiptir ekki máli hvort við heitum skattgreiðendur, sjúklingar, lántakendur eða eitthvað annað meðan við borgum.

Ef álag er lagt á fjármálastofnanir hlýtur það að koma fram í kjörunum sem þær bjóða; lakari lánakjör eða lægri innlánsvextir. Það skiptir ekki máli í hvaða formi almenningur tekur á sig þessar dæmalausu drápsklyfjar, þær verða alltaf jafn þungar.

Með tilfærslum verða ekki til ný verðmæti í samfélaginu eins og fyrir einhverja galdra.

Hærri skattar, skert þjónusta, lakari lánakjör, hækkað verðlag eða lækkuð laun. Klyfjarnar léttast ekki við að skipta um nafn á þeim. Pólitískar sjónhverfingar eru ekki gjaldgeng mynt.

 


mbl.is Tortryggni í samfélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Jóhanna vill láta leggja sérstakt álag á fjármálastofnanir sem gangi inn í tryggingasjóðinn"

Við værum betur sett ef þetta hefði verið gert áður en ICESAVE ævintýrið fór af stað !

Veit ekkert hvað þér gengur til, annað en að vera bara neikvæður og þver !!!

JR (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 22:00

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Ef forsætisráðherra reynir að telja mér/þér/öllum trú um að það sé léttara að greiða reikninginn úr hægri vasanum en þeim vinstri, þá verð ég neikvæður og þver.

Haraldur Hansson, 23.6.2009 kl. 22:15

3 identicon

hahaha, já mikið rétt Haraldur. JR verður ekki svona jákvæður þegar hann fær reikninginn fyrir hin sívinsælu þjónustugjöld en þetta er óttalegt hókus/pókus útspil hjá Jóhönnu

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 23:03

4 Smámynd: Jón Þór Helgason

Ef álögur eru auknar, þó að þær séu til góðs, þá þarf að hækka verðið til neytenda.

Peningar verða ekki til útúr engu. AÐ halda að hægt sé að hækka greiðslur frá bönkum án þess að það bitni á neytendum er barnaskapur.

kv.

Jón Þór

Jón Þór Helgason, 24.6.2009 kl. 00:44

5 identicon

Ég tók eftir þessu líka,

Þarna hlítur Jóhanna að gefa sér að fólk sé fífl.

Þessi peningur kemur frá ríkisbönkum, sem tekur þá frá viðskiptavinum sínum (sem eru skattgreiðendur)

Það breytir engu hvort peningurinn til að styrkja innistæðu sjóðinn er tekinn úr bönkunum eða skattinum, kemur allt úr sömu vösum.

 Þetta var svona eins og þegar olíufélögin fengu fésektir fyrir olíusamráðið, hverjir borguðu þær sektir?

Þeir sömu og var svínað á, með hærri álagningu á bensínið.

Það voru viðskiptavinirnir (sem eru skattgreiðendur) sem borðuðu sektina fyrir að láta svína á sér.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 17:14

6 Smámynd: Halla Rut

Góð ábendig hjá þér og sýnir svo glögglega hversu óhæft þetta fólk er til að stjórna þessum málum. Hún (Jóhanna) hefur hér því miður fyrir hennar annars ágætu persónu tekið að sér verkefni er hún ræður hvorki við né hefur kunnáttu eða vit til.

Halla Rut , 24.6.2009 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband