9.6.2009 | 12:51
ÍSAFOLD Á SÉR DRAUM
Ísafold á sér stóran draum. Drauminn um að þræla í veislunni hjá ömmu Brussu í útlöndum; helst að hreinsa motturnar þar sem stórmenni stappa skít af skónum sínum.
Hún er tilbúinn að gera hvað sem er. Bera tröllið Tjalla á bakinu í sjö sumur og sjö vetur, svo að hann hætti að uppnefna hana hryðjuverkamann. Og hún lofar að kæra hann ekki, þó að hann hafi haft rangt við.
Hún vill borga aleiguna fyrir inngöngumiðann. Bókstaflega. Og líka hirða allt af börnunum sínum, börnum þeirra og barnabörnum og geri þau öll fátæk. Ef hún bara að fær að vera í bláum kjól með gulum stjörnum og bogra undir sama þaki og stórmennin í Brussel.
Útlánin eiga að greiða Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er sorglegt að þegar búið er að greiða aðgöngumiðann að þessu hryllingsballi sem ESB, þá er ekki til efni í kjólinn !
Haraldur Baldursson, 9.6.2009 kl. 15:25
Það er til efni í kjólinn en það er það eina sem til er.
Þegar búið verður að skraddarasauma kjólinn þá mun Ísafold ekki eiga neitt eftir
Dante, 9.6.2009 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.