8.6.2009 | 08:56
EVA JOLY vill reka hann
Íslandsvinurinn Eva Joly náði kjöri á Evrópuþingið. Eitt af baráttumálum hennar er að koma Jose Manuel Barroso frá völdum, en hann er forseti Framkvæmdastjórnar ESB.
Henni verður ekki að ósk sinni. Barroso, Portúgalinn með stórveldisdraumana, er þegar búinn að tryggja sér nægan stuðning til endurkjörs og verður áfram forsætisráðherra Evrópuríkisins. Ef Ísland gengur í ESB verður það eftir lögtöku Lissabon samningsins og þá yrði sannkallað B-lið sem færi með æðstu völd í pólitískri stjórn Íslands.
Barroso yrði forsætisráðherra og Tony Blair, aðahöfundur stefnu frjálshyggju-krata, fær hið nýja embætti forseta Evrópuríkisins. Í gættinni stendur Gordon Brown og "hjálpar" Íslandi inn á hraðferð. Við háborðið situr líka gangsterinn og furðufuglinn Berlusconi.
Þetta eru nokkrir af valdamestu mönnunum, sem marka stefnuna og ráða för í pólitískri stjórnun Íslands á komandi árum, ef við villumst inn í Evrópuríkið. Þeir eru ekki líklegir til að hafa teljandi áhyggjur þó nokkur þúsund þegnar Evrópuríkisins, á eyju norður í höfum, verði ósáttir við eina eða tvær ákvarðanir, t.d. í fiskveiðimálum. Ekki frekar en í deilumálum um bankaskuldir. En þeir munu ráða. Ekki við.
Kjörsóknin í skrípaleik plat-lýðræðisins í ESB var 43%. Það myndi ekki duga til bindandi úrslita í prófkjöri í litlum flokki á Íslandi. Í Slóvakíu var 14% kjörsókn, enda vita Slóvakar að kosningarnar eru bara leiktjöld, til að geta sagt að innan sambandsins sé iðkað lýðræði.
Vinstriflokkum refsað í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flott grein hjá þér Haraldur.
Ég bloggaði líka um þetta þar sem ég kallaði þetta LEIKTJÖLD SÝNDARMENNSKUNNAR !
Þetta svokallaða ESB þing ræður í raun engu, það ræður ekki einu sinni eigin dagskrá.
Skrifræðið fann þetta þing upp til að sýnast og setti því svo leikreglurnar og þær gera þingið að engu nema auðvirðilegri afgreiðslustofnun skrifæðisins.
Þetta sér fólkið og þess vegna mætir það ekki til að kjósa þessa sýndar þingmenn.
Fólkið er líka löngu búið að sjá að þessi ESB PAPPÍRSKEISARI er feitur og spilltur drottnari en ekki auðmjúkur þjónn fólksins og auk þess er hann alveg fatalaus.
ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 09:24
Flott skrif hjá þér inn í ESB höfum við EKKERT AÐ GERA.
magnús steinar (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 18:31
43% tekur þátt í kosningum til ESB þingsins. 22% þegna ESB gætu því stjórnað stefnunni...tja eða öllu heldur þeirri stefnu sem embættismenn eins og Barroso leyfa þeim að stjórna. Þetta er frekar útrétt og stíf langatöng að lýðræðinu.
Haraldur Baldursson, 8.6.2009 kl. 21:42
Ég bið nú bara Guð að hjálpa mér og reyndar öllum Íslendingum.....ef þessir fuglar verða við stjórnvölinn.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 8.6.2009 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.