Ráðherra á flippinu!

Utanríkisráðherra Íslands ferðast - án umboðs frá þjóð, þingi eða ríkisstjórn - að afla stuðnings Maltverja við inngöngu Íslands í ESB. Á sama tíma kynnir Assembly of European Regions (AER) skýrslu með niðurstöðum úr rannsóknum á hvaða áhrif dreifing valds (decentralisation) hefur á efnahag, samanborið við miðstýringu.

Megin niðurstaðan er: Minni miðstýringin = betri efnahagur.

Skoðuð voru 26 Evrópuríki, þar af eru 23 innan Evrópusambandins; þeim fámennustu var sleppt sökum smæðar. Niðurstöðurnar eiga ekki að fullu við um Ísland, en munu svo sannarlega gera það ef landið verður hluti af ESB. Við inngöngu er ákvörðunarvald flutt frá þjóðinni til yfirþjóðlegrar stjórnar í Brussel.

Um fjarlægt ákvörðurnarvald segir:
"Only the competences to make decisions are relevant for the economic prosperity of the regions, but not the competence or duty to implement someone else's policy."

Wash handsInnganga myndi kalla á stóraukna miðstýringu, þveröfugt við það sem æskilegt er, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar AER. 

Aukin miðstýring mun með tímanum draga bæði kraft og frumkvæði úr þjóðinni. Hnignunin, sem það veldur, er hið háa gjald sem Ísland þyrfti að greiða fyrir þátttöku í Evrópusambandinu um ókomna framtíð.

Stutta samantekt (16 síður) um niðurstöður rannsóknarinnar má finna hér.

 

... a significantly positive impact on the economic performance of countries and regions: in most aspects a higher level of decentralisation is linked to stronger economic growth.


Einhvers staðar myndi upphlaup, eins og það sem utanríkisráðherra gerir sig sekan um, leiða til afsagnar.

 


mbl.is Möltuferð ekki á vegum ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Christer Magnusson

"Án umboðs frá þjóð, þingi eða ríkisstjórn ..." Það er eitthvað nýtt að ráðherra þarf að spyrja fyrst áður en hann fer í ferðalag. Auðvitað hefur maðurinn umboð, þjóðin kaus hann á þing og meirihlutinn setti hann í ráðherrastól. En það er þekkt aðferð að reyna eftir megni að kasta rýrð á menn og vona að það smitar af sér á skoðunum þeirra.

Fyrirsögn Mbl er í stíl, hún gefur í skýn að Össur hefur brotið af sér en ekkert í ummælum fjármálaráðherra eða í greininni að öðru leyti gefur tilefni til þess.

Hvað sem mér finnst um ESB þá er mér illa við slíkan málflutning. En pólitísk málfræði fylgir því miður sjaldan reglum rökfræðinnar.

Christer Magnusson, 3.6.2009 kl. 16:22

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Ráðherra þarf ekki leyfi til að fara í ferðalag.

Í fréttum í gær kom skýrt fram að þetta er ekki "bara ferðalag" heldur hitti Össur tvo ráðherra og einn sendiherra Möltu. Utanríkisráðuneytið tilkynnti að hann hefði "kynnt sér sérstaklega það víðtæka samráðsferli sem Maltverjar settu á laggirnar í undirbúningi aðildarviðræðna að Evrópusambandinu". Það er líka ljóst að hann var að leita stuðnings við yfirvofandi aðildarumsókn Íslands

Hann kemur fram sem ráðherra í embættiserindum. Það er ekki venjulegt ferðalag. Alþingi vissi ekki af ferðinni, utanríkismálnefnd hafði ekki hugmynd og ferðin er ekki á vegum ríkisstjórnarinnar. Ekki beint í takt við háværar kröfur um bætta stjórnsýslu að spyrja hvorki kóng né prest.

Steingrímur reynir að gera gott úr þessu og segir "kannski er hann þarna fyrst og fremst í fræðsluskyni". Trúverðugt?

Haraldur Hansson, 3.6.2009 kl. 16:37

3 identicon

Háðið í ummælum Steingríms leynir sér ekki - eru þó margir kunnari fyrir háð en hann: Steingrímur sagði að treysta yrði utanríkisráðherra til að fara vel og gætilega með vald sitt „og kunna orðum sínum stað eins og hann er þekktur fyrir, af sinni hógværð ... “

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 17:15

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Össur er náungi sesm ekki má skúringafötu í umsjá, því þá breytist hann í valdamesta skúringameistara landsins. Hann er með ákveðna valda-fötlun. Þolir hvorki öðrum að ráða, né ræður við það sjálfur. Þetta er bótahæf fötlun.

Haraldur Baldursson, 3.6.2009 kl. 18:19

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Já nafni, "þegar ráðherrum er eitthvað í sjálfsvald sett og fylgja sannfæringu sinni hætta þeir að vera ráðherrar og verða borgarar" segir á bloggi Morgunblaðsins í dag. Reyndar af öðru tilefni en á eins vel við hér.

Hlynur, minn gamli vin, takk fyrir innlitið. Maður sem skrifar svona færslu hlýtur að koma auga á háðið. Algjör snilld! En ég er viss um að Steingrími Joð var ekki hlátur í huga.

Haraldur Hansson, 4.6.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband