Hlusta allir sjálfstæðismenn á Bylgjuna?

"Þú vilt ekki missa af Reykjavík síðdegis" segir hún stundum, konan í útvarpinu. Í gær, á hægrideginum, var gerð skoðanakönnun hjá Reykjavík síðdegis. Hún er ábyggilega ekki eins marktæk og hjá Capacent, úrtakið óljóst og skekkjumörk talsverð. En niðurstaðan gefur vísbendingu.

Fylgi flokkannaSamkvæmt könnuninni hefur Sjálfstæðisflokkurinn aukið fylgi sitt verulega, en ef kjörfylgi stjórnarflokkanna væri það sama og könnunin sýnir myndu þeir missa helminginn af 34 þingmönnum sínum. Fylgið hefur hrapað um meira en helming.

Þessi niðurstaða segir okkur annað hvort: a) að Sjálfstæðismenn séu duglegri við að hlusta á Reykjavík síðdegis en aðrir, eða b) að fylgi stjórnarflokkanna hafi dalað verulega. Ef b-skýringin er rétt má eflaust rekja það að hluta til ESB-ofstækisins og að hluta til meints aðgerðarleysis í málum sem varða heimilin og hinn almenna borgara.

StjórnarfylgiÞað síðastnefnda kemur líka fram í hratt dvínandi trú á störfum ríkisstjórnarinnar. Aðeins áttunda hverjum þátttakanda finnst stjórnin standa sig vel á meðan nærri 70% gefa henni slæma einkunn.

Sveiflurnar á rúmum mánuði eru með hreinum ólíkindum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Humm...

Þessi könnun er gerð með þeim hávísindalega hætti að sett er spurning á vísi.is og fólk svarar með því að klikka á einn hnapp.

Fyrir kosningar voru þeir mjög oft með þessar kannanir, var fylgi Sjálfstæðisflokksins í öllum tilvikum (sem ég heyrði) mun hærra en aðrir voru að mæla og kom svo út úr kosningum. Það gilti svipað með framsókn.

Svo já, þátttakendur á vísi.is eru augljóslega hægrisinnaðri en meðalmaðurinn.

Kv. Þórir Hrafn

Þórir Hrafn Gunnarsson, 27.5.2009 kl. 14:16

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Könnunin er ekki hávísindaleg. En línuritið fyrir traust á stjórninni hlýtur að gefa sterkar vísbendingar. Sambærileg könnun, ólík niðurstaða.

Haraldur Hansson, 27.5.2009 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband